Margt breyst á fjórum mánuðum hjá Lopetegui Hjörvar Ólafsson skrifar 30. október 2018 07:15 Julen Lopetegui hefur verið sagt upp hjá Real Madrid. AP/Manu Fernandez Það hefur margt breyst hjá spænska knattspyrnustjóranum Julen Lopetegui frá því í byrjun júnímánaðar fyrr á þessu ári. Hann var þá þjálfari spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem hafði ekki beðið lægri hlut undir hans stjórn á þeim rúmu tveimur árum sem hann hafði verið við stjórnvölinn. Spænska liðið hafði betur í 14 leikjum undir hans stjórn og gerði sex jafntefli. Lopetegui fékk þá gylliboð frá spænska stórveldinu Real Madrid sem falaðist eftir kröftum hans til þess að taka við skútunni þar af Zinedine Zidane sem var að láta af störfum eftir þriggja ára starf. Fernando Hierro, fyrrverandi fyrirliði Real Madrid, og félagar hans hjá spænska knattspyrnusambandinu voru ekki sáttir við að Lopetegui hefði farið á bak við þá og hann var látinn fara einungis nokkrum dögum áður en heimsmeistaramótið hófst í Rússlandi í sumar. Hann hafði, áður en hann tók við A-landsliðinu, farið tröppuganginn hjá spænska knattspyrnusambandinu með því að þjálfa U-17, U-19 og U-21 ára lið Spánverja. Þar að auki hefur hann stýrt Rayo Vallecano, B-liði Real Madrid og Porto. Hann fékk liðið í fangið sem var nýbúið að missa sína skærustu stjörnu, Cristiano Ronaldo, en flestir bjuggust við því að forráðamenn Real Madrid myndu opna veskið til þess að fylla skarð hans. Það var hins vegar ekki gert og liðið skortir tilfinnanlega brodd í fremstu fylkingu sína. Karim Benzema, aðalframherji liðsins, hefur skorað fjögur mörk í tíu leikjum í deildinni og Gareth Bale sem átti að taka við kyndlinum af Ronaldo þrjú mörk í níu leikjum í deildinni. Lopetegui mætti með snöruna um hálsinn á æfingu Real Madrid í gærmorgun eftir 5-1 tap fyrir Barcelona. Um kvöldið sendi félagið svo frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Lopetegui hefði verið rekinn. Real Madrid mætir C-deildarliðinu Melilla í fyrri leik liðanna í spænska konungsbikarnum annað kvöld. Santiago Solari, fyrrverandi leikmaður Real Madrid sem stýrt hefur B-liði félagsins síðustu tvö ár og þjálfað yngri flokka hjá félaginu síðan 2013 mun taka tímabundið við liðinu og stýra því í þeim leik hið minnsta. Arsene Wenger og Antonio Conte hafa verið nefndir til sögunnar til þess að taka við spænsk stórliðinu til frambúðar. – hó Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Sjá meira
Það hefur margt breyst hjá spænska knattspyrnustjóranum Julen Lopetegui frá því í byrjun júnímánaðar fyrr á þessu ári. Hann var þá þjálfari spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem hafði ekki beðið lægri hlut undir hans stjórn á þeim rúmu tveimur árum sem hann hafði verið við stjórnvölinn. Spænska liðið hafði betur í 14 leikjum undir hans stjórn og gerði sex jafntefli. Lopetegui fékk þá gylliboð frá spænska stórveldinu Real Madrid sem falaðist eftir kröftum hans til þess að taka við skútunni þar af Zinedine Zidane sem var að láta af störfum eftir þriggja ára starf. Fernando Hierro, fyrrverandi fyrirliði Real Madrid, og félagar hans hjá spænska knattspyrnusambandinu voru ekki sáttir við að Lopetegui hefði farið á bak við þá og hann var látinn fara einungis nokkrum dögum áður en heimsmeistaramótið hófst í Rússlandi í sumar. Hann hafði, áður en hann tók við A-landsliðinu, farið tröppuganginn hjá spænska knattspyrnusambandinu með því að þjálfa U-17, U-19 og U-21 ára lið Spánverja. Þar að auki hefur hann stýrt Rayo Vallecano, B-liði Real Madrid og Porto. Hann fékk liðið í fangið sem var nýbúið að missa sína skærustu stjörnu, Cristiano Ronaldo, en flestir bjuggust við því að forráðamenn Real Madrid myndu opna veskið til þess að fylla skarð hans. Það var hins vegar ekki gert og liðið skortir tilfinnanlega brodd í fremstu fylkingu sína. Karim Benzema, aðalframherji liðsins, hefur skorað fjögur mörk í tíu leikjum í deildinni og Gareth Bale sem átti að taka við kyndlinum af Ronaldo þrjú mörk í níu leikjum í deildinni. Lopetegui mætti með snöruna um hálsinn á æfingu Real Madrid í gærmorgun eftir 5-1 tap fyrir Barcelona. Um kvöldið sendi félagið svo frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Lopetegui hefði verið rekinn. Real Madrid mætir C-deildarliðinu Melilla í fyrri leik liðanna í spænska konungsbikarnum annað kvöld. Santiago Solari, fyrrverandi leikmaður Real Madrid sem stýrt hefur B-liði félagsins síðustu tvö ár og þjálfað yngri flokka hjá félaginu síðan 2013 mun taka tímabundið við liðinu og stýra því í þeim leik hið minnsta. Arsene Wenger og Antonio Conte hafa verið nefndir til sögunnar til þess að taka við spænsk stórliðinu til frambúðar. – hó
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Fleiri fréttir Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Í beinni: Chelsea - Fulham | Veislan hefst á Lundúnaslag Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Sjá meira