Fúsi opnar fiskbúð: „Þetta á vel við mann eins og mig sem kann ekki að þegja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 23:00 Fúsi hætti í handboltanum árið 2013 en er nú byrjaður á fullu í fiskinum. Mynd/Samsett Fyrrverandi handboltakappinn Sigfús Sigurðsson, betur þekktur sem Fúsi, hefur keypt rekstur Hafsins fiskverslunar að Skipholti 70 í Reykjavík. Á mánudag opnar þar ný fiskbúð, Fiskbúð Fúsa, með öllu tilheyrandi. Fúsi segir fiskbúðardrauminn hafa blundað í sér lengi en aðdragandann að kaupunum var þó afar stuttur.Af vellinum í fiskborðið Fúsi er einn þekktasti handboltamaður landsins og spilaði með landsliði karla í fjölda ára við góðan orðstír. Hann segir í samtali við Vísi að eftir að handboltaferlinum lauk hafi hann þurft að finna sér eitthvað nýtt að gera – og rataði að endingu í fiskinn. „Ég hætti að spila handbolta þarna 2013 og varð svo pabbi aftur og þurfti að finna hvað mig langaði að gera í lífinu. Ég fékk óvænt vinnu rétt fyrir jólin 2013 hjá honum Kristjáni í Fiskikónginum og þetta á vel við mann eins og mig, sem kann ekki að þegja, að standa á bak við borð og tala við fólk.“Sjá einnig: „Kóngurinn með kónginum“ Keyptu á miðvikudag og opna á mánudag Þá segir Fúsi að það hafi lengi blundað í sér að reka eigin fiskbúð, þó að ekkert hafi gerst í þeim efnum fyrr en nú. Systir Fúsa og mágur koma einnig að kaupunum og segir Fúsi að aðdragandinn hafi verið afar stuttur. Gengið var frá kaupsamningi síðastliðinn miðvikudag og þremenningarnir hyggja á opnun strax á mánudag.Sigfús hóf störf hjá Fiskikónginum rétt fyrir jól 2013 og líkaði afar vel.„Ég fékk lyklana í kvöld, þannig að það er hellingur sem þarf að gera. Maður þarf að koma sér fyrir, fá fiskinn inn, auglýsingar og merkja húsið að utan og fleira, og þetta tekur allt tíma. En ég vil ekki hafa lokað heldur opið og þjónusta fólkið, þó að allt sé ekki orðið hundrað prósent.“Skylda gagnvart hússtjórnarkennaranum og sjómanninum Aðspurður segir Fúsi að hann muni bjóða upp á örlítið öðruvísi fiskborð en forverar sínir hjá Hafinu. Í Fiskbúð Fúsa ættu þó flestir að finna eitthvað við sitt hæfi, að sögn hins nýja eiganda. „Ég er alinn upp af hússtjórnarkennara og sjómanni þannig að það var allur fiskur á boðstólnum heima hjá mér þegar ég var barn. Þannig að mér ber eiginlega bara skyldan að vera með allt saman, gellur, kinnar, saltfisk og siginn fisk fyrir alla sem koma. Þannig að ég verð með bæði gamla skólann og nýja skólann.“ Handbolti Viðskipti Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Sjá meira
Fyrrverandi handboltakappinn Sigfús Sigurðsson, betur þekktur sem Fúsi, hefur keypt rekstur Hafsins fiskverslunar að Skipholti 70 í Reykjavík. Á mánudag opnar þar ný fiskbúð, Fiskbúð Fúsa, með öllu tilheyrandi. Fúsi segir fiskbúðardrauminn hafa blundað í sér lengi en aðdragandann að kaupunum var þó afar stuttur.Af vellinum í fiskborðið Fúsi er einn þekktasti handboltamaður landsins og spilaði með landsliði karla í fjölda ára við góðan orðstír. Hann segir í samtali við Vísi að eftir að handboltaferlinum lauk hafi hann þurft að finna sér eitthvað nýtt að gera – og rataði að endingu í fiskinn. „Ég hætti að spila handbolta þarna 2013 og varð svo pabbi aftur og þurfti að finna hvað mig langaði að gera í lífinu. Ég fékk óvænt vinnu rétt fyrir jólin 2013 hjá honum Kristjáni í Fiskikónginum og þetta á vel við mann eins og mig, sem kann ekki að þegja, að standa á bak við borð og tala við fólk.“Sjá einnig: „Kóngurinn með kónginum“ Keyptu á miðvikudag og opna á mánudag Þá segir Fúsi að það hafi lengi blundað í sér að reka eigin fiskbúð, þó að ekkert hafi gerst í þeim efnum fyrr en nú. Systir Fúsa og mágur koma einnig að kaupunum og segir Fúsi að aðdragandinn hafi verið afar stuttur. Gengið var frá kaupsamningi síðastliðinn miðvikudag og þremenningarnir hyggja á opnun strax á mánudag.Sigfús hóf störf hjá Fiskikónginum rétt fyrir jól 2013 og líkaði afar vel.„Ég fékk lyklana í kvöld, þannig að það er hellingur sem þarf að gera. Maður þarf að koma sér fyrir, fá fiskinn inn, auglýsingar og merkja húsið að utan og fleira, og þetta tekur allt tíma. En ég vil ekki hafa lokað heldur opið og þjónusta fólkið, þó að allt sé ekki orðið hundrað prósent.“Skylda gagnvart hússtjórnarkennaranum og sjómanninum Aðspurður segir Fúsi að hann muni bjóða upp á örlítið öðruvísi fiskborð en forverar sínir hjá Hafinu. Í Fiskbúð Fúsa ættu þó flestir að finna eitthvað við sitt hæfi, að sögn hins nýja eiganda. „Ég er alinn upp af hússtjórnarkennara og sjómanni þannig að það var allur fiskur á boðstólnum heima hjá mér þegar ég var barn. Þannig að mér ber eiginlega bara skyldan að vera með allt saman, gellur, kinnar, saltfisk og siginn fisk fyrir alla sem koma. Þannig að ég verð með bæði gamla skólann og nýja skólann.“
Handbolti Viðskipti Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Sjá meira