Annar þeirra sem maðurinn særði er einnig talinn vera þungt haldinn á sjúkrahúsi. Lögreglumenn skutu árásarmanninn þegar réðst að þeim, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Áður en maðurinn lagði til atlögu við vegfarendur hafði hann kveikt í bíl á Bourke-stræti, stórri umferðargötu í miðborginni. Þegar lögreglumenn komu á staðinn mætti þeim karlmaður sem ógnaði þeim með hníf. Vegfarendur létu lögreglumennina þá vita að einhverjir hefðu verið stungnir.
Réttarhöld standa nú yfir í máli manns sem ók á vegfarendur í sömu götu í fyrra. Maðurinn ók niður 33 manns og létust sex. Lögmaður hans segir að hann hafi verið geðrofi af völdum fíkniefnaneyslu.
