Google lofar bót og betrun eftir að starfsmenn gengu út Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 00:00 Einhverjir hafa þó bent á að með þessu komi Google ekki nægilega vel til móts við mótmælendur. Vísir/Getty Tæknirisinn Google hefur heitið því að gera úrbætur á stefnu sinni gagnvart ásökunum um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri Google, Sundar Pichai, sendi starfsfólki í dag. Þúsundir starfsmanna Google yfirgáfu vinnustaði sína í byrjun mánaðar til að mótmæla „forkastanlegri framkomu fyrirtækisins við konur.“Í tölvupósti Pichai segir að Google muni ekki lengur leiða ásakanir um kynferðislega áreitni til lykta með samningaviðræðunum. Þá heitir hann því einnig að rannsóknarferli í slíkum málum innan fyrirtækisins verði endurskoðað og að komið verði á stuðningsneti fyrir þolendur. Einhverjir hafa þó bent á að með þessu komi Google ekki nægilega vel til móts við kröfur mótmælenda. Til að mynda hafi ekki verið tekið á kynbundnum launamuni innan fyrirtækisins. Mótmælaaðgerðirnar í byrjun nóvember eru einna helst raktar til nýlegra vendinga í umræðu um bága stöðu kvenna í tæknigeiranum. Kornið sem fyllti mælinn var umfjöllun New York Times um Andy Rubin, sem bjó til Android-stýrikerfið, en hann fékk 90 milljónir dala þegar hann var rekinn frá Google árið 2014 vegna ásakana um kynferðisbrot. Google MeToo Tækni Tengdar fréttir Starfsmönnum Google var ofboðið Efnt var til mótmæla á skrifstofum Google víða um heim í gær og gengu starfsmenn út af vinnustaðnum vegna kerfisbundinna kynþáttafordóma og kynbundins ofbeldis. Starfsfólk krefst umbóta. 2. nóvember 2018 07:00 Starfsmenn Google gengu út Starfsmenn tæknirisans Google hafa yfirgefið vinnustaði sína í morgun í mótmælaskyni. 1. nóvember 2018 13:12 Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Tæknirisinn Google hefur heitið því að gera úrbætur á stefnu sinni gagnvart ásökunum um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri Google, Sundar Pichai, sendi starfsfólki í dag. Þúsundir starfsmanna Google yfirgáfu vinnustaði sína í byrjun mánaðar til að mótmæla „forkastanlegri framkomu fyrirtækisins við konur.“Í tölvupósti Pichai segir að Google muni ekki lengur leiða ásakanir um kynferðislega áreitni til lykta með samningaviðræðunum. Þá heitir hann því einnig að rannsóknarferli í slíkum málum innan fyrirtækisins verði endurskoðað og að komið verði á stuðningsneti fyrir þolendur. Einhverjir hafa þó bent á að með þessu komi Google ekki nægilega vel til móts við kröfur mótmælenda. Til að mynda hafi ekki verið tekið á kynbundnum launamuni innan fyrirtækisins. Mótmælaaðgerðirnar í byrjun nóvember eru einna helst raktar til nýlegra vendinga í umræðu um bága stöðu kvenna í tæknigeiranum. Kornið sem fyllti mælinn var umfjöllun New York Times um Andy Rubin, sem bjó til Android-stýrikerfið, en hann fékk 90 milljónir dala þegar hann var rekinn frá Google árið 2014 vegna ásakana um kynferðisbrot.
Google MeToo Tækni Tengdar fréttir Starfsmönnum Google var ofboðið Efnt var til mótmæla á skrifstofum Google víða um heim í gær og gengu starfsmenn út af vinnustaðnum vegna kerfisbundinna kynþáttafordóma og kynbundins ofbeldis. Starfsfólk krefst umbóta. 2. nóvember 2018 07:00 Starfsmenn Google gengu út Starfsmenn tæknirisans Google hafa yfirgefið vinnustaði sína í morgun í mótmælaskyni. 1. nóvember 2018 13:12 Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Starfsmönnum Google var ofboðið Efnt var til mótmæla á skrifstofum Google víða um heim í gær og gengu starfsmenn út af vinnustaðnum vegna kerfisbundinna kynþáttafordóma og kynbundins ofbeldis. Starfsfólk krefst umbóta. 2. nóvember 2018 07:00
Starfsmenn Google gengu út Starfsmenn tæknirisans Google hafa yfirgefið vinnustaði sína í morgun í mótmælaskyni. 1. nóvember 2018 13:12
Google hefur rekið 48 á tveimur árum vegna áreitni Þar á meðal voru þrettán háttsettir stjórnendur. Í bréfi til starfsmanna fyrirtækisins sem birt var í dag sagði Sundar Pichai, forstjóri Google, að fyrirtækið tæki hörðum tökum á áreitni. 25. október 2018 22:31