Býst við að spila í Svíþjóð Hjörvar Ólafsson skrifar 9. nóvember 2018 10:00 Svava Rós vonast til að fá fleiri tækifæri með íslenska landsliðinu á næstu misserum. Fréttablaðið/Eyþór Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sló í gegn með norska liðinu Røa á leiktíðinni sem var að ljúka. Lið hennar sigldi lygnan sjó um miðja deild og hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar með 31 stig eftir 10 sigurleiki, tvö jafntefli og tíu tapleiki. Eitt stig var dregið af liðinu vegna fjárhagsvandræða félagsins. Hún raðaði inn mörkum á sínu fyrsta keppnistímabili með liðinu og þegar upp var staðið hafði hún skorað 14 mörk í norsku úrvalsdeildinni. Svava Rós var jöfn tveimur öðrum leikmönnum sem þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Frammistaða hennar hefur vakið verðskuldaða athygli og hún býst við því að skipta um félag fyrir næstu leiktíð. „Þetta er klárlega mitt besta tímabil á ferlinum. Ég hef aldrei skorað jafn mikið og mér fannst ég hafa bætt mig mikið á þessu eina ári. Ég er sneggri að taka ákvarðanir inni á vellinum og klára færin betur en ég gerði áður en ég kom hingað,“ segir þessi snöggi framherji í samtali við Fréttablaðið. „Hérna í Noregi leikur þú oftar við öfluga andstæðinga en í deildinni heima. Af þeim sökum bætir þú jafnt og þétt leik þinn og verður sterkari með hverjum leik sem þú spilar. Það voru ákveðin viðbrigði að leika með liði sem var ekki í toppbaráttu og ég er ekki vön því að tapa jafn mörgum leikjum og ég gerði með Røa. Það tók svolítið á andlega en reynslan var heilt yfir jákvæð,“ segir hún um tímabilið sem lauk nýverið. „Mér finnst líklegt að ég færi mig um set í framhaldinu og það eru mestar líkur á því að ég endi á að semja við sænskt félag. Það er mestur áhugi úr þeirri átt og mér líst best á að fara þangað. Nú er ég bara á leiðinni heim í langþráð frí og mun svo ákveða mig á næstu vikum. Undirbúningstímabilið bæði í Noregi og Svíþjóð hefst í janúar þannig að það er ekkert stress á því að ákveða mig,“ segir Svava Rós um framhaldið hjá sér. Nýlega var ráðinn nýr þjálfari hjá kvennalandsliðinu. Svava er spennt fyrir ráðningunni þrátt fyrir að hún þekki lítið til Jóns Þórs Haukssonar, nýs þjálfara liðsins. „Það er bara spennandi að fá nýja rödd og nýjar áherslur. Það byrja allir á núllpunkti núna og það eru spennandi tímar fram undan. Góð frammistaða mín með félagsliðinu ætti að hjálpa mér í því að vera valin, en svo er það bara undir mér komið að standa mig á æfingum og leikjum með landsliðinu til þess að fá tækifæri þar. Það er allavega stefnan að fjölga tækifærum mínum á þeim vettvangi,“ segir landsliðsframherjinn um komandi tíma hjá liðinu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Svava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sló í gegn með norska liðinu Røa á leiktíðinni sem var að ljúka. Lið hennar sigldi lygnan sjó um miðja deild og hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar með 31 stig eftir 10 sigurleiki, tvö jafntefli og tíu tapleiki. Eitt stig var dregið af liðinu vegna fjárhagsvandræða félagsins. Hún raðaði inn mörkum á sínu fyrsta keppnistímabili með liðinu og þegar upp var staðið hafði hún skorað 14 mörk í norsku úrvalsdeildinni. Svava Rós var jöfn tveimur öðrum leikmönnum sem þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar. Frammistaða hennar hefur vakið verðskuldaða athygli og hún býst við því að skipta um félag fyrir næstu leiktíð. „Þetta er klárlega mitt besta tímabil á ferlinum. Ég hef aldrei skorað jafn mikið og mér fannst ég hafa bætt mig mikið á þessu eina ári. Ég er sneggri að taka ákvarðanir inni á vellinum og klára færin betur en ég gerði áður en ég kom hingað,“ segir þessi snöggi framherji í samtali við Fréttablaðið. „Hérna í Noregi leikur þú oftar við öfluga andstæðinga en í deildinni heima. Af þeim sökum bætir þú jafnt og þétt leik þinn og verður sterkari með hverjum leik sem þú spilar. Það voru ákveðin viðbrigði að leika með liði sem var ekki í toppbaráttu og ég er ekki vön því að tapa jafn mörgum leikjum og ég gerði með Røa. Það tók svolítið á andlega en reynslan var heilt yfir jákvæð,“ segir hún um tímabilið sem lauk nýverið. „Mér finnst líklegt að ég færi mig um set í framhaldinu og það eru mestar líkur á því að ég endi á að semja við sænskt félag. Það er mestur áhugi úr þeirri átt og mér líst best á að fara þangað. Nú er ég bara á leiðinni heim í langþráð frí og mun svo ákveða mig á næstu vikum. Undirbúningstímabilið bæði í Noregi og Svíþjóð hefst í janúar þannig að það er ekkert stress á því að ákveða mig,“ segir Svava Rós um framhaldið hjá sér. Nýlega var ráðinn nýr þjálfari hjá kvennalandsliðinu. Svava er spennt fyrir ráðningunni þrátt fyrir að hún þekki lítið til Jóns Þórs Haukssonar, nýs þjálfara liðsins. „Það er bara spennandi að fá nýja rödd og nýjar áherslur. Það byrja allir á núllpunkti núna og það eru spennandi tímar fram undan. Góð frammistaða mín með félagsliðinu ætti að hjálpa mér í því að vera valin, en svo er það bara undir mér komið að standa mig á æfingum og leikjum með landsliðinu til þess að fá tækifæri þar. Það er allavega stefnan að fjölga tækifærum mínum á þeim vettvangi,“ segir landsliðsframherjinn um komandi tíma hjá liðinu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira