Gengi hinnar sveiflukenndu krónu vart haggast þrátt fyrir stórar fréttir úr viðskiptalífinu Birgir Olgeirsson skrifar 8. nóvember 2018 16:00 Sveiflur á gengi krónunnar í október voru miklar en gengið hefur verið stöðugt það sem af er nóvembermánuði. Vísir/Getty Gengi krónunnar hefur vart haggast þrátt fyrir að stórar fréttir hafi borist úr viðskiptalífinu undanfarna daga. Á föstudag tilkynnti Seðlabankinn að hann hefði ákveðið að slaka á innflæðishöftum, á mánudag bárust svo fréttir af kaupum Icelandair á WOW Air og í gær ákvað Seðlabankinn að hækka vexti bankans. Á meðan þetta hefur staðið yfir hefur gengi krónunnar haldist stöðugt eftir miklar sveiflur í októbermánuði. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir í samtali við Vísi að flæðið og kraftarnir sem virka á gjaldeyrismarkaði virðast ekki svo ýkja næmir fyrir jákvæðum fréttum. „Mildun innflæðishafta og sameining WOW og Icelandair ættu að vera fréttir sem hafa jákvæð áhrif á stemninguna á markaði. Krónan hefur hins vegar verið mjög stöðug þessa vikuna. Það má kallað það einhverskonar árangur. Hún virðist vera býsna ónæmi fyrir fréttaflæði sem hefur að mörgu leyti verið jákvæð,“ segir Jón Bjarki.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.VísirTónn Seðlabankamanna mildaði viðbrögðin Vaxtahækkun Seðlabankans var óvænt að margra mati en á móti kemur var tónn Seðlabankamanna ekki harður þegar ákvörðunin var rökstudd nánar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði til að mynda að með þessari ákvörðun væri Seðlabankinn kominn í hlutlausan gír gagnvart markaðinum. „Það væntanlega hefur haft mildandi áhrif á viðbrögð vegna þessarar ákvörðunar,“ segir Jón Bjarki. Hann segir að enn eigi áhrifin á mildun innflæðishafta eftir að koma í ljós. Um er að ræða breytingar á bindiskyldu vegna innstreymis erlends gjaldeyris. Talið er að þessi ákvörðun eigi að geta leitt til styrkingar á gengi íslensku krónunnar vegna mikillar eftirspurnar erlendra aðila. „Það mun taka lengri tíma að bíða eftir viðbrögðum erlendra aðila. Ef áhugi þeirra eykst raunverulega tekur það einhverjar vikur eða lengur að skila sér í fjárfestingum inn í markaðinn,“ segir Jón Bjarki.Flugfélögin tvö verða áfram rekin undir sömu vörumerkjum.Vísir/VilhelmÍ grennd við jafnvægisgengi Hann segist taka undir mat Seðlabankans að núverandi gengi krónunnar sé í grennd við eðlilegt jafnvægisgengi. „Jákvæðar fréttir eru því ekki endilega til þess fallnar að skila einhverri mikilli styrkingu. Fyrst og fremst róa þær markað sem er búinn að vera órólegur og kvikur og við höfum vissulega séð merki um það. Það þarf samt greinilega meira til að snúa flæðinu á þann veg að menn fara að selja gjaldeyri í stórum stíl.“ Sveiflur á gengi krónunnar í október voru miklar en gengið hefur verið stöðugt það sem af er nóvembermánuði. Jón Bjarki segir sameiningu Icelandair og WOW Air hafa dregið úr áhyggjum manna á skelli á framboði, sem hefði geta leitt til tímabundinnar fækkunar á ferðamönnum yfir vetrarmánuðinn.Síðan á föstudaginn: Risastór sameining tveggja af stærstu útflutningsfyrirtækjum landsins, breyting á innflæðishöftum, svolítið óvænt vaxtahækkun, hiti á vinnumarkaði o.s.frv.Krónan? Hefur haggast jafn mikið og Mt. Everest í millitíðinni.— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) November 7, 2018 Icelandair Íslenska krónan WOW Air Tengdar fréttir Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30 Kaupin á WOW Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Gengi krónunnar hefur vart haggast þrátt fyrir að stórar fréttir hafi borist úr viðskiptalífinu undanfarna daga. Á föstudag tilkynnti Seðlabankinn að hann hefði ákveðið að slaka á innflæðishöftum, á mánudag bárust svo fréttir af kaupum Icelandair á WOW Air og í gær ákvað Seðlabankinn að hækka vexti bankans. Á meðan þetta hefur staðið yfir hefur gengi krónunnar haldist stöðugt eftir miklar sveiflur í októbermánuði. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir í samtali við Vísi að flæðið og kraftarnir sem virka á gjaldeyrismarkaði virðast ekki svo ýkja næmir fyrir jákvæðum fréttum. „Mildun innflæðishafta og sameining WOW og Icelandair ættu að vera fréttir sem hafa jákvæð áhrif á stemninguna á markaði. Krónan hefur hins vegar verið mjög stöðug þessa vikuna. Það má kallað það einhverskonar árangur. Hún virðist vera býsna ónæmi fyrir fréttaflæði sem hefur að mörgu leyti verið jákvæð,“ segir Jón Bjarki.Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka.VísirTónn Seðlabankamanna mildaði viðbrögðin Vaxtahækkun Seðlabankans var óvænt að margra mati en á móti kemur var tónn Seðlabankamanna ekki harður þegar ákvörðunin var rökstudd nánar. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði til að mynda að með þessari ákvörðun væri Seðlabankinn kominn í hlutlausan gír gagnvart markaðinum. „Það væntanlega hefur haft mildandi áhrif á viðbrögð vegna þessarar ákvörðunar,“ segir Jón Bjarki. Hann segir að enn eigi áhrifin á mildun innflæðishafta eftir að koma í ljós. Um er að ræða breytingar á bindiskyldu vegna innstreymis erlends gjaldeyris. Talið er að þessi ákvörðun eigi að geta leitt til styrkingar á gengi íslensku krónunnar vegna mikillar eftirspurnar erlendra aðila. „Það mun taka lengri tíma að bíða eftir viðbrögðum erlendra aðila. Ef áhugi þeirra eykst raunverulega tekur það einhverjar vikur eða lengur að skila sér í fjárfestingum inn í markaðinn,“ segir Jón Bjarki.Flugfélögin tvö verða áfram rekin undir sömu vörumerkjum.Vísir/VilhelmÍ grennd við jafnvægisgengi Hann segist taka undir mat Seðlabankans að núverandi gengi krónunnar sé í grennd við eðlilegt jafnvægisgengi. „Jákvæðar fréttir eru því ekki endilega til þess fallnar að skila einhverri mikilli styrkingu. Fyrst og fremst róa þær markað sem er búinn að vera órólegur og kvikur og við höfum vissulega séð merki um það. Það þarf samt greinilega meira til að snúa flæðinu á þann veg að menn fara að selja gjaldeyri í stórum stíl.“ Sveiflur á gengi krónunnar í október voru miklar en gengið hefur verið stöðugt það sem af er nóvembermánuði. Jón Bjarki segir sameiningu Icelandair og WOW Air hafa dregið úr áhyggjum manna á skelli á framboði, sem hefði geta leitt til tímabundinnar fækkunar á ferðamönnum yfir vetrarmánuðinn.Síðan á föstudaginn: Risastór sameining tveggja af stærstu útflutningsfyrirtækjum landsins, breyting á innflæðishöftum, svolítið óvænt vaxtahækkun, hiti á vinnumarkaði o.s.frv.Krónan? Hefur haggast jafn mikið og Mt. Everest í millitíðinni.— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) November 7, 2018
Icelandair Íslenska krónan WOW Air Tengdar fréttir Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30 Kaupin á WOW Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30
Kaupin á WOW Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30
Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30
Seðlabankinn reiknar með 3 prósenta verðbólgu strax í desember Horfur eru á að verðbólga haldi áfram að aukast og býst Seðlabankinn við þriggja prósenta verðbólgu strax í desember. 7. nóvember 2018 14:26