Ekki er talið að dauði fólksins hafi borið að með saknæmum hætti og er hún rannsakað hvort að mikill hiti hafi orðið til þess að fólkið lést. Leit stendur nú yfir að tólf ára dreng, sem talið er að hafi verið með þeim í bílnum. BBC greinir frá málinu.
Síðast sást til fólksins þegar það yfirgaf þorpið Willowra síðastliðinn föstudag. Lík þremenninganna fundust fjórum og hálfum kílómetra frá bílnum.
Hitinn yfir 40 gráður
Lögreglumaðurinn Jody Nobbs segir í samtali við ABC að ekki verði gefið upp að svo stöddu hvernig tólf ára drengurinn tengist fjölskyldunni.
Hitastig á svæðinu hefur ítrekað mælst yfir fjörutíu gráður að undanförnu.