Hagnaður Sýnar dróst saman um 22 prósent Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 17:45 Stefán Sigurðsson er forstjóri Sýnar. Hagnaður fjarskiptafyrirtækisins Sýnar hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2018 nam 226 milljónum króna. Hagnaðurinn dróst saman um 22% miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Sýn varð til við sameiningu Vodafone og 365 miðla. Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2018 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í dag. Í desember 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og gætir áhrifa af því á samanburð fjárhæða milli ára, að því er segir í tilkynningu.Fjárfestingahreyfingar námu 516 milljónum króna Tekjur Sýnar á þriðja ársfjórðungi 2018 námu 5.449 milljónum króna sem er hækkun um 59% á milli ára. Tekjur á fyrstu 9 mánuðum ársins jukust um 6.233 milljónir króna eða 63%. EBITDA-hagnaður Sýnar nam 1.032 milljónum króna á ársfjórðungnum sem er hækkun um 178 milljónir króna milli ára. EBITDA-hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nam 2.468 milljónum króna, sem er 6% hækkun á milli ára. Hagnaður tímabilsins nam 226 milljónum króna, eins og áður sagði, sem er 22% lækkun á milli ára. Hagnaður á fyrstu 9 mánuðum ársins var 278 m. kr., sem er 62% lækkun milli ára. Þá námu fjárfestingahreyfingar samstæðunnar 516 milljónum króna á fjórðungnum sem er 40% hækkun á milli ára. Þær má meðal annars rekja til fjárfestinga í húsnæði og kerfum tengdum samrunaverkefni og útskiptingu á myndlyklum. Umfangsmestu verkefnin að baki eftir flutningaSýn sendi frá sér afkomuviðvörun í byrjun nóvember eftir að í ljós kom að rekstrarhagnaður fyrirtækisins væri undir væntingum. Haft er eftir Stefáni Sigurðssyni, forstjóra Sýnar, í tilkynningu að ánægjulegt sé að sjá samrunann taka að skila sér í uppgjöri þriðja fjórðungs. Ýmiss kostnaður við samrunann hafi þó verið hærri en búist var við. „Félagið þurfti því miður að lækka afkomuhorfur fyrir árið 2018 einkum vegna þess að samrunaverkefnin hafa haft meiri áhrif á starfsemi og lengur en spáð var. Þetta hefur haft þau áhrif að kostnaðarstig fyrirtækisins hefur verið hærra en búist var við þar sem rekstrarverkefni hafa skilað sér hægar auk þess sem ytri kostnaður og launakostnaður hefur verið hærri í tengslum við álag og yfirvinnu við yfirfærslu kerfa og flutninga, fækkun stöðugilda er þó í takt við markmið samrunans,“ segir Stefán. „Því til viðbótar hefur gengisveiking krónunnar haft neikvæð áhrif sérstaklega á horfur fjórða fjórðungs. Góðu fréttirnar eru að álag vegna samrunans mun ekki vara að eilífu og að samrunaverkefnið er langt komið. Með hverjum deginum verður reksturinn eðlilegri og eftir að búið er að færa alla starfsemi og starfsmenn að Suðurlandsbraut með tilfærslu myndvera við áramót séu umfangsmestu verkefnin að baki.“Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Viðskipti Tengdar fréttir Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37 Birta bætir við sig í hríðlækkandi Sýn Lífeyrissjóðurinn Birta keypti í gær 400 þúsund hluti í fjartæknifyrirtækinu Sýn. 2. nóvember 2018 10:17 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Hagnaður fjarskiptafyrirtækisins Sýnar hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2018 nam 226 milljónum króna. Hagnaðurinn dróst saman um 22% miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Sýn varð til við sameiningu Vodafone og 365 miðla. Árshlutareikningur Sýnar hf. fyrir þriðja ársfjórðung 2018 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í dag. Í desember 2017 keypti félagið tilteknar eignir og rekstur 365 miðla hf. og gætir áhrifa af því á samanburð fjárhæða milli ára, að því er segir í tilkynningu.Fjárfestingahreyfingar námu 516 milljónum króna Tekjur Sýnar á þriðja ársfjórðungi 2018 námu 5.449 milljónum króna sem er hækkun um 59% á milli ára. Tekjur á fyrstu 9 mánuðum ársins jukust um 6.233 milljónir króna eða 63%. EBITDA-hagnaður Sýnar nam 1.032 milljónum króna á ársfjórðungnum sem er hækkun um 178 milljónir króna milli ára. EBITDA-hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nam 2.468 milljónum króna, sem er 6% hækkun á milli ára. Hagnaður tímabilsins nam 226 milljónum króna, eins og áður sagði, sem er 22% lækkun á milli ára. Hagnaður á fyrstu 9 mánuðum ársins var 278 m. kr., sem er 62% lækkun milli ára. Þá námu fjárfestingahreyfingar samstæðunnar 516 milljónum króna á fjórðungnum sem er 40% hækkun á milli ára. Þær má meðal annars rekja til fjárfestinga í húsnæði og kerfum tengdum samrunaverkefni og útskiptingu á myndlyklum. Umfangsmestu verkefnin að baki eftir flutningaSýn sendi frá sér afkomuviðvörun í byrjun nóvember eftir að í ljós kom að rekstrarhagnaður fyrirtækisins væri undir væntingum. Haft er eftir Stefáni Sigurðssyni, forstjóra Sýnar, í tilkynningu að ánægjulegt sé að sjá samrunann taka að skila sér í uppgjöri þriðja fjórðungs. Ýmiss kostnaður við samrunann hafi þó verið hærri en búist var við. „Félagið þurfti því miður að lækka afkomuhorfur fyrir árið 2018 einkum vegna þess að samrunaverkefnin hafa haft meiri áhrif á starfsemi og lengur en spáð var. Þetta hefur haft þau áhrif að kostnaðarstig fyrirtækisins hefur verið hærra en búist var við þar sem rekstrarverkefni hafa skilað sér hægar auk þess sem ytri kostnaður og launakostnaður hefur verið hærri í tengslum við álag og yfirvinnu við yfirfærslu kerfa og flutninga, fækkun stöðugilda er þó í takt við markmið samrunans,“ segir Stefán. „Því til viðbótar hefur gengisveiking krónunnar haft neikvæð áhrif sérstaklega á horfur fjórða fjórðungs. Góðu fréttirnar eru að álag vegna samrunans mun ekki vara að eilífu og að samrunaverkefnið er langt komið. Með hverjum deginum verður reksturinn eðlilegri og eftir að búið er að færa alla starfsemi og starfsmenn að Suðurlandsbraut með tilfærslu myndvera við áramót séu umfangsmestu verkefnin að baki.“Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Viðskipti Tengdar fréttir Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37 Birta bætir við sig í hríðlækkandi Sýn Lífeyrissjóðurinn Birta keypti í gær 400 þúsund hluti í fjartæknifyrirtækinu Sýn. 2. nóvember 2018 10:17 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Sýn lækkar spár um rekstrarhagnað fyrir árið 2018 Þrátt fyrir fimmtungsaukningu EBITDA á milli ára er afkoman sögð undir væntingum. 1. nóvember 2018 19:37
Birta bætir við sig í hríðlækkandi Sýn Lífeyrissjóðurinn Birta keypti í gær 400 þúsund hluti í fjartæknifyrirtækinu Sýn. 2. nóvember 2018 10:17