Meintan blekkingarleik má rekja til óstöðugrar krónu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 10:59 Jens segir að venjan sé að hafa raftækjadaga á þessum tíma árs og þarafleiðandi hafi vörur sem hafi nýverið hækkað einnig farið á afslátt ásamt öðrum sem hafi ekki hækkað. Vísir/Vilhelm Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið, segir að veiking krónunnar síðustu mánuði útskýri hækkað vöruverð og þvertekur fyrir ásakanir þess efnis að búðin hafi hækkað verð til að lækka aftur og sýna afslátt. Málið má rekja til Facebook færslu Lilju Óskar Sigmarsdóttur þar sem hún sagðist hafa farið í lok október í Byggt og búið til að skoða kaffivélar. Hafði hún augastað á tiltekinni kaffivél en skoðaði á sama tíma aðrar vélar og tók nokkrar myndir til að skoða þær betur heima. Í millitíðinni hafi raftækjadagar hafist í Byggt og búið þar sem öll raftæki eru á afslætti og auglýstur er afsláttur upp að 50 prósentum. Lilja Ósk sagðist hafa farið inn á vef verslunarinnar um helgina og þá hafi það litið út fyrir að verðið hafi verið hækkað og afsláttur settur ofan á þannig að afslátturinn var í raun lítill sem enginn. „Gengi íslensku krónunnar er búið að veikjast um ca. 10% síðustu mánuði eins og allir ættu að vita. Það þýðir óhjákvæmilega að vöruverð mun hækka á innfluttum vörum eins og nánast allar vörur Byggt og Búið eru,“ segir Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og búið, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis.Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið.Fréttablaðið/Pjetur„Við höfum ekki farið þá leið að hækka allar vörur í versluninni, heldur eru vörur hækkar þegar nýjar sendingar koma eða þegar innlendir birgjar hækka á okkur verð. Þetta ferli hefur verið í gangi síðustu vikur og sér ekkert fyrir endann á því. Það er því þannig að í október hafa alls konar vörur hækkað, en langt í frá allar.“ Jens segir að venjan sé að hafa raftækjadaga á þessum tíma árs og þarafleiðandi hafi vörur sem hafi nýverið hækkað einnig farið á afslátt ásamt öðrum sem hafi ekki hækkað. „Þá lítur þetta því miður bara ekkert vel út. Eflaust hefðum við bara átt að sleppa þessum raftækjadögum, en við lærum af reynslunni. Viðurkennum vel að þetta er óheppilegt en það er fjarri lagi að einhver brögð séu hér í tafli, svo sannarlega ekki. Það eru engar vörur hækkaðar til þess að lækka aftur og sýna afslátt, og það sjá allir að þegar þessum raftækjadögum lýkur þá fara allar vörur á fyrra verð og það mun halda áfram, því gengið hefur ýtt verðinu upp.“ Neytendur Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið, segir að veiking krónunnar síðustu mánuði útskýri hækkað vöruverð og þvertekur fyrir ásakanir þess efnis að búðin hafi hækkað verð til að lækka aftur og sýna afslátt. Málið má rekja til Facebook færslu Lilju Óskar Sigmarsdóttur þar sem hún sagðist hafa farið í lok október í Byggt og búið til að skoða kaffivélar. Hafði hún augastað á tiltekinni kaffivél en skoðaði á sama tíma aðrar vélar og tók nokkrar myndir til að skoða þær betur heima. Í millitíðinni hafi raftækjadagar hafist í Byggt og búið þar sem öll raftæki eru á afslætti og auglýstur er afsláttur upp að 50 prósentum. Lilja Ósk sagðist hafa farið inn á vef verslunarinnar um helgina og þá hafi það litið út fyrir að verðið hafi verið hækkað og afsláttur settur ofan á þannig að afslátturinn var í raun lítill sem enginn. „Gengi íslensku krónunnar er búið að veikjast um ca. 10% síðustu mánuði eins og allir ættu að vita. Það þýðir óhjákvæmilega að vöruverð mun hækka á innfluttum vörum eins og nánast allar vörur Byggt og Búið eru,“ segir Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og búið, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis.Jens Harðarson, verslunarstjóri Byggt og Búið.Fréttablaðið/Pjetur„Við höfum ekki farið þá leið að hækka allar vörur í versluninni, heldur eru vörur hækkar þegar nýjar sendingar koma eða þegar innlendir birgjar hækka á okkur verð. Þetta ferli hefur verið í gangi síðustu vikur og sér ekkert fyrir endann á því. Það er því þannig að í október hafa alls konar vörur hækkað, en langt í frá allar.“ Jens segir að venjan sé að hafa raftækjadaga á þessum tíma árs og þarafleiðandi hafi vörur sem hafi nýverið hækkað einnig farið á afslátt ásamt öðrum sem hafi ekki hækkað. „Þá lítur þetta því miður bara ekkert vel út. Eflaust hefðum við bara átt að sleppa þessum raftækjadögum, en við lærum af reynslunni. Viðurkennum vel að þetta er óheppilegt en það er fjarri lagi að einhver brögð séu hér í tafli, svo sannarlega ekki. Það eru engar vörur hækkaðar til þess að lækka aftur og sýna afslátt, og það sjá allir að þegar þessum raftækjadögum lýkur þá fara allar vörur á fyrra verð og það mun halda áfram, því gengið hefur ýtt verðinu upp.“
Neytendur Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira