Skorti vettvang fyrir konur í Breiðholtinu Hjörvar Ólafsson skrifar 6. nóvember 2018 16:30 Frá æfingu kvennaliðsins. þórður einarsson Leiknir Reykjavík hefur sett á stofn kvennalið í knattspyrnu í meistaraflokki og stefnan er sú að leika í 2. deildinni næsta sumar. Liðið er hugarfóstur Garðars Gunnars Ásgeirsson sem þjálfaði um árabil bæði yngri flokka og meistaraflokk hjá félaginu og Þórðar Einarssonar, yfirþjálfara hjá knattspyrnudeild félagsins. Fyrsta æfingin hjá liðinu var haldin um síðustu helgi og ljóst að mikil spenna er fyrir þessu verkefni. „Við höfum gengið með þessa pælingu í maganum í um það bil ár og það var svo sem ekkert meitlað í stein að ég myndi þjálfa liðið. Leiknir hefur verið með kvennastarf upp í 3. flokk undanfarin ár og eftir það hafa leikmenn á okkar vegum annaðhvort hætt eða farið í önnur félög. Okkur fannst vera kominn tími á að leikmenn í yngri flokkum hjá okkur hefðu fyrirmyndir og að þeir hefðu líka vettvang til þess að hefja meistaraflokksferil,“ segir Garðar Gunnar í samtali við Fréttablaðið. „Uppistaðan í liðinu eru leikmenn sem voru á sínum tíma í Stjörnunni en voru hættir að spila fótbolta. Það voru svo fjórir leikmenn sem höfðu æft upp yngri flokkana hjá okkur og þrír leikmenn sem eru að æfa í 3. flokki. Þá komu tveir leikmenn sem höfðu spilað með HK/Víkingi, en höfðu verið í pásu frá fótboltaiðkun. Allt í allt voru þetta rúmlega 20 leikmenn og ég veit af fleiri leikmönnum sem ætla að mæta en komust ekki á fyrstu æfinguna,“ segir þjálfarinn margreyndi um fyrstu sporin hjá nýju liði. „Það hefur vantað töluvert upp á að kvennastarfi í íþróttum sé gert eins hátt undir höfði og það ætti að vera. Það kostar vissulega töluverða vinnu að koma þessu á fót, en við erum reiðubúin til að leggja það á okkur. Við erum að skipuleggja það að finna æfingaleiki við hæfi og erum svo búin að skrá liðið til keppni í Lengjubikar og í 2. deildinni. Leikmönnum hefur verið gerð grein fyrir því að Leiknir er að leggja í þó nokkurn kostnað og á móti er þess krafist að leikmenn sinni verkefninu almennilega,“ segir þessi mikli Leiknismaður. „Það er hins vegar meginmarkmiðið að leikmenn hafi gaman af þessu. Við áttum okkur á því að við erum með leikmannahóp sem er samansettur af leikmönnum sem við getum ekki krafist að æfi eins og efstudeildarlið. Leikmenn hafa aðrar skuldbindingar sem geta á tímum verið í forgangi. Það er hins vegar á hreinu að farið er fram á að leikmenn mæti eins vel og mögulegt er og forsenda fyrir því að leikmenn láti leiki alla jafna ganga fyrir öðrum verkefnum sínum,“ segir Garðar Gunnar um framhaldið hjá liðinu. „Leiknir hefur í gegnum tíðina alið upp leikmenn sem hafa leikið í hæsta gæðaflokki á öðrum vettvangi. Það er frábært að Leikniskonur hafi nú tækifæri til að leika í Leiknisbúningi í meistaraflokki. Svo er það mín tilfinning að það sé nokkuð stór hópur af leikmönnum sem komist ekki að hjá stóru félögunum og vantar vettvang til þess að spila í meistaraflokki. Hér er komið lið sem leikmenn getað leitað til ef þannig stendur á,“ segir hann um Leiknisliðið. Íslenski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Leiknir Reykjavík hefur sett á stofn kvennalið í knattspyrnu í meistaraflokki og stefnan er sú að leika í 2. deildinni næsta sumar. Liðið er hugarfóstur Garðars Gunnars Ásgeirsson sem þjálfaði um árabil bæði yngri flokka og meistaraflokk hjá félaginu og Þórðar Einarssonar, yfirþjálfara hjá knattspyrnudeild félagsins. Fyrsta æfingin hjá liðinu var haldin um síðustu helgi og ljóst að mikil spenna er fyrir þessu verkefni. „Við höfum gengið með þessa pælingu í maganum í um það bil ár og það var svo sem ekkert meitlað í stein að ég myndi þjálfa liðið. Leiknir hefur verið með kvennastarf upp í 3. flokk undanfarin ár og eftir það hafa leikmenn á okkar vegum annaðhvort hætt eða farið í önnur félög. Okkur fannst vera kominn tími á að leikmenn í yngri flokkum hjá okkur hefðu fyrirmyndir og að þeir hefðu líka vettvang til þess að hefja meistaraflokksferil,“ segir Garðar Gunnar í samtali við Fréttablaðið. „Uppistaðan í liðinu eru leikmenn sem voru á sínum tíma í Stjörnunni en voru hættir að spila fótbolta. Það voru svo fjórir leikmenn sem höfðu æft upp yngri flokkana hjá okkur og þrír leikmenn sem eru að æfa í 3. flokki. Þá komu tveir leikmenn sem höfðu spilað með HK/Víkingi, en höfðu verið í pásu frá fótboltaiðkun. Allt í allt voru þetta rúmlega 20 leikmenn og ég veit af fleiri leikmönnum sem ætla að mæta en komust ekki á fyrstu æfinguna,“ segir þjálfarinn margreyndi um fyrstu sporin hjá nýju liði. „Það hefur vantað töluvert upp á að kvennastarfi í íþróttum sé gert eins hátt undir höfði og það ætti að vera. Það kostar vissulega töluverða vinnu að koma þessu á fót, en við erum reiðubúin til að leggja það á okkur. Við erum að skipuleggja það að finna æfingaleiki við hæfi og erum svo búin að skrá liðið til keppni í Lengjubikar og í 2. deildinni. Leikmönnum hefur verið gerð grein fyrir því að Leiknir er að leggja í þó nokkurn kostnað og á móti er þess krafist að leikmenn sinni verkefninu almennilega,“ segir þessi mikli Leiknismaður. „Það er hins vegar meginmarkmiðið að leikmenn hafi gaman af þessu. Við áttum okkur á því að við erum með leikmannahóp sem er samansettur af leikmönnum sem við getum ekki krafist að æfi eins og efstudeildarlið. Leikmenn hafa aðrar skuldbindingar sem geta á tímum verið í forgangi. Það er hins vegar á hreinu að farið er fram á að leikmenn mæti eins vel og mögulegt er og forsenda fyrir því að leikmenn láti leiki alla jafna ganga fyrir öðrum verkefnum sínum,“ segir Garðar Gunnar um framhaldið hjá liðinu. „Leiknir hefur í gegnum tíðina alið upp leikmenn sem hafa leikið í hæsta gæðaflokki á öðrum vettvangi. Það er frábært að Leikniskonur hafi nú tækifæri til að leika í Leiknisbúningi í meistaraflokki. Svo er það mín tilfinning að það sé nokkuð stór hópur af leikmönnum sem komist ekki að hjá stóru félögunum og vantar vettvang til þess að spila í meistaraflokki. Hér er komið lið sem leikmenn getað leitað til ef þannig stendur á,“ segir hann um Leiknisliðið.
Íslenski boltinn Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira