Kaupin á WOW Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 20:30 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir viðskipti dagsins einnig óvenjumikil í fjárhæðum talið. Vísir/Vilhelm Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. Kaupin marka mestu heildarviðskipti á einum degi síðan föstudaginn fyrir hrun, og þá voru einnig gerð mestu viðskipti með hlutabréf í einstöku fyrirtæki á íslenskum markaði í meira en áratug. Kauphöll Íslands greindi frá umræddum metdegi í Facebook-færslu í dag. Þar kemur fram að þegar markaðir lokuðu síðdegis hafi verið gerð 277 viðskipti með Icelandair Group fyrir rúmar 948 milljónir, með áðurnefndri 39,2% hækkun hlutabréfa félagsins. Aldrei hafa fleiri viðskipti verið gerð með félag á einum degi í yfir áratug, að undanskildum viðskiptum á fyrsta skráningardegi þriggja félaga. Heildarfjöldi viðskipta á hlutabréfamarkaði var jafnframt 605, sem gerir heildarfjölda dagsins þann mesta í tíu ár.Þrefalt meiri viðskipti fyrir tíu árumEn hvað var að gerast þennan mikla viðskiptadag fyrir rúmum tíu árum síðan?Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir í samtali við Vísi að umræddur dagur hafi verið 3. október 2008, þ.e. föstudaginn áður en bankarnir féllu og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað Guð um að blessa Íslands. Þann dag var heildarfjöldi viðskipta 1917 og þar af voru 527 viðskipti með Kaupþing og 465 viðskipti með Landsbankann, samkvæmt tölum frá Páli. Því er ljóst að viðskipti dagsins eru töluvert minni á báðum vígstöðvum en fyrir tíu árum, þ.e. þegar litið er til heildarviðskipta og viðskipta með hlutabréf í einstöku fyrirtæki.Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í Wow Air.Vísir/VilhelmÞað sem af er ári kemst nær enginn dagur í hálfkvisti við daginn í dag, þegar litið er til markaða. Páll nefnir tvo daga, 28. ágúst og 11. september, þar sem heildarviðskipti voru 377 hvorn daginn. Flugfélögin voru meginuppspretta titringsins þá líkt og þau eru nú. Þann 28. ágúst hríðféllu hlutabréf í Icelandair en daginn áður hafði Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri félagsins, tilkynnt um afsögn sína eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018. Þann 11. september gætti enn fremur tíðinda í Kauphöllinni en þá lækkaði hlutabréfaverð sökum óvissu í kringum skuldabréfaútboð WOW Air. Í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í Icelandair Group töluvert. Aðspurður segir Páll að ekki sé hægt að segja með fullri vissu hvað viðskiptin þýði þegar horft er til framtíðar. „Þegar eru svona mikil tíðindi þá bregðast markaðir gjarnan við með miklum viðskiptum. Það náttúrulega skýrir þetta. En menn horfa misjafnlega á framhaldið og þessar aðstæður. Gjarnan er sýn manna mismunandi, sumir vilja kaupa og aðrir vilja innleysa hagnaðinn, eins og gerðist í dag.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. Kaupin marka mestu heildarviðskipti á einum degi síðan föstudaginn fyrir hrun, og þá voru einnig gerð mestu viðskipti með hlutabréf í einstöku fyrirtæki á íslenskum markaði í meira en áratug. Kauphöll Íslands greindi frá umræddum metdegi í Facebook-færslu í dag. Þar kemur fram að þegar markaðir lokuðu síðdegis hafi verið gerð 277 viðskipti með Icelandair Group fyrir rúmar 948 milljónir, með áðurnefndri 39,2% hækkun hlutabréfa félagsins. Aldrei hafa fleiri viðskipti verið gerð með félag á einum degi í yfir áratug, að undanskildum viðskiptum á fyrsta skráningardegi þriggja félaga. Heildarfjöldi viðskipta á hlutabréfamarkaði var jafnframt 605, sem gerir heildarfjölda dagsins þann mesta í tíu ár.Þrefalt meiri viðskipti fyrir tíu árumEn hvað var að gerast þennan mikla viðskiptadag fyrir rúmum tíu árum síðan?Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir í samtali við Vísi að umræddur dagur hafi verið 3. október 2008, þ.e. föstudaginn áður en bankarnir féllu og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað Guð um að blessa Íslands. Þann dag var heildarfjöldi viðskipta 1917 og þar af voru 527 viðskipti með Kaupþing og 465 viðskipti með Landsbankann, samkvæmt tölum frá Páli. Því er ljóst að viðskipti dagsins eru töluvert minni á báðum vígstöðvum en fyrir tíu árum, þ.e. þegar litið er til heildarviðskipta og viðskipta með hlutabréf í einstöku fyrirtæki.Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í Wow Air.Vísir/VilhelmÞað sem af er ári kemst nær enginn dagur í hálfkvisti við daginn í dag, þegar litið er til markaða. Páll nefnir tvo daga, 28. ágúst og 11. september, þar sem heildarviðskipti voru 377 hvorn daginn. Flugfélögin voru meginuppspretta titringsins þá líkt og þau eru nú. Þann 28. ágúst hríðféllu hlutabréf í Icelandair en daginn áður hafði Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri félagsins, tilkynnt um afsögn sína eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018. Þann 11. september gætti enn fremur tíðinda í Kauphöllinni en þá lækkaði hlutabréfaverð sökum óvissu í kringum skuldabréfaútboð WOW Air. Í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í Icelandair Group töluvert. Aðspurður segir Páll að ekki sé hægt að segja með fullri vissu hvað viðskiptin þýði þegar horft er til framtíðar. „Þegar eru svona mikil tíðindi þá bregðast markaðir gjarnan við með miklum viðskiptum. Það náttúrulega skýrir þetta. En menn horfa misjafnlega á framhaldið og þessar aðstæður. Gjarnan er sýn manna mismunandi, sumir vilja kaupa og aðrir vilja innleysa hagnaðinn, eins og gerðist í dag.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira