Erik Hamrén og Freyr Alexandersson munu í vikunni tilkynna hvaða leikmenn þeir taka í leiki karlalandsliðsins gegn Belgíu og Katar sem eru fram undan.
Íslenska landsliðið hittist næsta mánudag í Belgíu þar sem undirbúningur hefst fyrir lokaleikinn í Þjóðadeild UEFA gegn heimamönnum. Ísland er enn án stiga eftir þrjá leiki, þar á meðal 0-3 sigur gegn Belgum á heimavelli í október. Þá bíður íslenska landsliðið enn eftir fyrsta sigrinum undir stjórn hins sænska Eriks Hamrén sem tók við liðinu af Heimi Hallgrímssyni.
Eftir leikinn gegn Belgíu mun íslenska liðið mæta landsliði Katar í æfingarleik.
Verður það annar æfingarleikur Íslands gegn Katar á rúmu ári síðan eftir 1-1 jafntefli í Doha í nóvember síðastliðnum.
Eru þetta síðustu leikir ársins hjá íslenska landsliðinu áður en dregið verður í riðlakeppni undankeppni Evrópumótsins 2020 í Dublin í desember.
Tilkynna leikmannahópinn í vikunni
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið


Haaland sló enn eitt metið í gær
Fótbolti

Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær
Enski boltinn


„Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“
Enski boltinn




