Patrekur: Stefán veit ekkert um þetta og ekki ég heldur Arnar Helgi Magnússon skrifar 4. nóvember 2018 18:21 Patrekur er þjálfari Selfoss. vísir/ernir Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssinga var svekktur eftir jafntefli sinna manna við KA í Olísdeildinni í kvöld. Patrekur hélt fund með leikmönnum eftir leik og mætti því aðeins seinna í viðtöl en vanalega. Hann segir að þetta hafi ekki verið krísufundur. „Nei nei. Ég viðurkenni það alveg að í hálfleik þá talaði ég aðeins hærra en vanalega, en ekkert eftir leik. Við erum svekktir að hafa ekki lokað þessum leik þegar við vorum þremur mörkum yfir í restina. Miðað við þá stöðu hefði ég viljað klára leikinn.” „Ef við lítum á fyrri hálfleikinn þá voru KA-menn ótrúlega flottir varnarlega. Við vorum ekki að vinna 1 á 1 stöðuna og vorum með mikið pláss til þess að sækja á þá, okkur tókst ekki að nýta okkur það.” „Í síðari hálfleik erum við að spila svipað upplegg en liðið mætti betur út í þann hálfleik. Menn voru bara ekki alveg klárir í upphafi leiks og það er dýrt.” En afhverju heldur Patrekur að sínir menn hafi ekki verið klárir í upphafi leiks? „Ég veit það ekki, ég þarf að skoða það. Við vorum búnir að undirbúa okkur mjög vel fyrir þennan leik og fórum vel yfir allt. Það er eitthvað sem ég þarf að kíkja á, en ég tek ekkert af KA.“ „Þeir voru bara miklu sterkari en við í fyrri hálfleik, við vorum góðir í seinni og síðan endar þetta í jafntefli. Sanngjarnt eða ekki, ég veit það ekki.” Selfyssingar eru þekktir fyrir það að snúa leikjum sér í hag í síðari hálfleik og keyra yfir andstæðinginn en Patti sínir leikmenn hafi þurft að vinna fyrir því í kvöld, en það gerðist ekki. „Nei nei, þannig er þetta stundum í íþróttum. Maður þarf að vinna fyrir því ef það á að gerast. Það var mikið mikil barátta í KA og kannski áttu þeir bara stigið skilið. Við héldum kannski að þetta yrði eins og vanalega, að við myndum vinna.” Lokasekúndurnar í leiknum voru nokkuð dramatískar en Selfyssingar tóku hraða miðju þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Elvar ætlaði þá að skjóta frá miðju en leikmaður KA kastaði sér fyrir boltann. Einhverjir kölluðu eftir því að Selfyssingar hafi átt að fá vítakast og leikmaður KA rautt spjald. Dómararnir tóku sér nokkrar mínútur í það að ákveða sig, niðurstaðan varð ekkert víti og jafntefli niðurstaðan. Stefán Árnason segir að ákvörðun dómaranna hafi verið rétt og tekur Patti í sama streng. „Já ég held það. Stefán veit ekkert um þetta, og ekki ég heldur. Þetta er bara hluti af leiknum en við kíkjum bara á þetta, ég veit ekkert hvort þetta hafi verið réttur dómur og hann ekki heldur.” Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira
Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfyssinga var svekktur eftir jafntefli sinna manna við KA í Olísdeildinni í kvöld. Patrekur hélt fund með leikmönnum eftir leik og mætti því aðeins seinna í viðtöl en vanalega. Hann segir að þetta hafi ekki verið krísufundur. „Nei nei. Ég viðurkenni það alveg að í hálfleik þá talaði ég aðeins hærra en vanalega, en ekkert eftir leik. Við erum svekktir að hafa ekki lokað þessum leik þegar við vorum þremur mörkum yfir í restina. Miðað við þá stöðu hefði ég viljað klára leikinn.” „Ef við lítum á fyrri hálfleikinn þá voru KA-menn ótrúlega flottir varnarlega. Við vorum ekki að vinna 1 á 1 stöðuna og vorum með mikið pláss til þess að sækja á þá, okkur tókst ekki að nýta okkur það.” „Í síðari hálfleik erum við að spila svipað upplegg en liðið mætti betur út í þann hálfleik. Menn voru bara ekki alveg klárir í upphafi leiks og það er dýrt.” En afhverju heldur Patrekur að sínir menn hafi ekki verið klárir í upphafi leiks? „Ég veit það ekki, ég þarf að skoða það. Við vorum búnir að undirbúa okkur mjög vel fyrir þennan leik og fórum vel yfir allt. Það er eitthvað sem ég þarf að kíkja á, en ég tek ekkert af KA.“ „Þeir voru bara miklu sterkari en við í fyrri hálfleik, við vorum góðir í seinni og síðan endar þetta í jafntefli. Sanngjarnt eða ekki, ég veit það ekki.” Selfyssingar eru þekktir fyrir það að snúa leikjum sér í hag í síðari hálfleik og keyra yfir andstæðinginn en Patti sínir leikmenn hafi þurft að vinna fyrir því í kvöld, en það gerðist ekki. „Nei nei, þannig er þetta stundum í íþróttum. Maður þarf að vinna fyrir því ef það á að gerast. Það var mikið mikil barátta í KA og kannski áttu þeir bara stigið skilið. Við héldum kannski að þetta yrði eins og vanalega, að við myndum vinna.” Lokasekúndurnar í leiknum voru nokkuð dramatískar en Selfyssingar tóku hraða miðju þegar fjórar sekúndur voru eftir af leiknum. Elvar ætlaði þá að skjóta frá miðju en leikmaður KA kastaði sér fyrir boltann. Einhverjir kölluðu eftir því að Selfyssingar hafi átt að fá vítakast og leikmaður KA rautt spjald. Dómararnir tóku sér nokkrar mínútur í það að ákveða sig, niðurstaðan varð ekkert víti og jafntefli niðurstaðan. Stefán Árnason segir að ákvörðun dómaranna hafi verið rétt og tekur Patti í sama streng. „Já ég held það. Stefán veit ekkert um þetta, og ekki ég heldur. Þetta er bara hluti af leiknum en við kíkjum bara á þetta, ég veit ekkert hvort þetta hafi verið réttur dómur og hann ekki heldur.”
Olís-deild karla Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Sjá meira