Miklar áskoranir framundan í íslenskri skógrækt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. nóvember 2018 20:00 Skógræktin stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum því fjórfalda þarf gróðursetningu skógarplanta ef markmið átaksins á að ná. Rætt er um að Finnsk gróðrarstöð opni útibú hér á landi til að framleiða hluta plantnanna. Þröstur Eysteinsson, Skógræktarstjóri fundaði nýlega með skógarbændum á Suðurlandi til að fara yfir stöðuna um framtíð skógræktar í ljósi nýrra ákvarðana stjórnvalda í loftlagsmálum. Af þeim sjö milljörðum króna sem ríkisstjórnin mun setja í málaflokkinn á næstu fimm árum fara um fjórir milljarðar til skógræktar og landgræðslu til kolefnisbindingar. „Þetta er spennandi verkefni framundan, okkur hefur verið falið núna ásamt landgræðslunni að binda kolefni. Við þurfum að taka verulega á á næstu fimm árum um það, sem hefur ýmislegt í för með sér eins og að auka plöntuframleiðslu, auka gróðursetningu og margt fleira“, segir Þröstur.En er Skógræktin í stakk búin undir þetta verkefni? „Já, það er mikil jákvæðni hjá Skógræktinni og ég finn það hjá skógarbændum líka sem ég hef verið að tala við að þeir eru mjög jákvæðir að spýta í eins og kallað er. Við erum alveg til í þetta, við eigum auðvitað margt óunnið enn þá en það kemur“, segir Þröstur. Skógræktarmegin mun verkefnið fara hægt af stað, á næsta ári er reiknað með að gróðursetja um fjórar milljónir plantna en á loka ári átaksins, 2023 verða gróðursettar 12 milljónir plantna. Þröstur segir þetta sýna fram á mikilvægi þessa málaflokks, það er að segja að nota þessar stofnanir sem verkfæri til að binda kolefni fyrir Íslendinga.Alaskaösp er ein af þeim tegundum sem notuð verður við gróðursetningu vegna kolefnisverkefnis ríkisstjórnarinnar.Vísir/Magnús HlynurSkógræktarstjóri segir að hann reikni með að 36 milljónir plantna verði gróðursettar næstu fimm árin en þá er verið að tala um birki, ösp, lerki, sitkagreni, stafafuru og alaskaösp. Svo gæti farið að gróðrarstöð í Finnlandi opni útibú hér á landi til að framleiða hluta af plöntunum í verkefnið. „Þeir sýndu áhuga og komu með fyrirspurn um það hvort það væri einhver fótur væri fyrir því að við séum að fara að fjölga hér plöntuframleiðslu. Ég sagði þeim að það væri, þeir eru að skoða það hvort þeir hafi áhuga á að setja hér útibú. Það væri mjög spennandi því þeir kæmu með ákveðin faglegheit hingað. Við höfum góða fagmenn í plöntuframleiðslu en kannski ekki mjög marga“, segir Þröstur. Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Skógræktin stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum því fjórfalda þarf gróðursetningu skógarplanta ef markmið átaksins á að ná. Rætt er um að Finnsk gróðrarstöð opni útibú hér á landi til að framleiða hluta plantnanna. Þröstur Eysteinsson, Skógræktarstjóri fundaði nýlega með skógarbændum á Suðurlandi til að fara yfir stöðuna um framtíð skógræktar í ljósi nýrra ákvarðana stjórnvalda í loftlagsmálum. Af þeim sjö milljörðum króna sem ríkisstjórnin mun setja í málaflokkinn á næstu fimm árum fara um fjórir milljarðar til skógræktar og landgræðslu til kolefnisbindingar. „Þetta er spennandi verkefni framundan, okkur hefur verið falið núna ásamt landgræðslunni að binda kolefni. Við þurfum að taka verulega á á næstu fimm árum um það, sem hefur ýmislegt í för með sér eins og að auka plöntuframleiðslu, auka gróðursetningu og margt fleira“, segir Þröstur.En er Skógræktin í stakk búin undir þetta verkefni? „Já, það er mikil jákvæðni hjá Skógræktinni og ég finn það hjá skógarbændum líka sem ég hef verið að tala við að þeir eru mjög jákvæðir að spýta í eins og kallað er. Við erum alveg til í þetta, við eigum auðvitað margt óunnið enn þá en það kemur“, segir Þröstur. Skógræktarmegin mun verkefnið fara hægt af stað, á næsta ári er reiknað með að gróðursetja um fjórar milljónir plantna en á loka ári átaksins, 2023 verða gróðursettar 12 milljónir plantna. Þröstur segir þetta sýna fram á mikilvægi þessa málaflokks, það er að segja að nota þessar stofnanir sem verkfæri til að binda kolefni fyrir Íslendinga.Alaskaösp er ein af þeim tegundum sem notuð verður við gróðursetningu vegna kolefnisverkefnis ríkisstjórnarinnar.Vísir/Magnús HlynurSkógræktarstjóri segir að hann reikni með að 36 milljónir plantna verði gróðursettar næstu fimm árin en þá er verið að tala um birki, ösp, lerki, sitkagreni, stafafuru og alaskaösp. Svo gæti farið að gróðrarstöð í Finnlandi opni útibú hér á landi til að framleiða hluta af plöntunum í verkefnið. „Þeir sýndu áhuga og komu með fyrirspurn um það hvort það væri einhver fótur væri fyrir því að við séum að fara að fjölga hér plöntuframleiðslu. Ég sagði þeim að það væri, þeir eru að skoða það hvort þeir hafi áhuga á að setja hér útibú. Það væri mjög spennandi því þeir kæmu með ákveðin faglegheit hingað. Við höfum góða fagmenn í plöntuframleiðslu en kannski ekki mjög marga“, segir Þröstur.
Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira