Miklar áskoranir framundan í íslenskri skógrækt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. nóvember 2018 20:00 Skógræktin stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum því fjórfalda þarf gróðursetningu skógarplanta ef markmið átaksins á að ná. Rætt er um að Finnsk gróðrarstöð opni útibú hér á landi til að framleiða hluta plantnanna. Þröstur Eysteinsson, Skógræktarstjóri fundaði nýlega með skógarbændum á Suðurlandi til að fara yfir stöðuna um framtíð skógræktar í ljósi nýrra ákvarðana stjórnvalda í loftlagsmálum. Af þeim sjö milljörðum króna sem ríkisstjórnin mun setja í málaflokkinn á næstu fimm árum fara um fjórir milljarðar til skógræktar og landgræðslu til kolefnisbindingar. „Þetta er spennandi verkefni framundan, okkur hefur verið falið núna ásamt landgræðslunni að binda kolefni. Við þurfum að taka verulega á á næstu fimm árum um það, sem hefur ýmislegt í för með sér eins og að auka plöntuframleiðslu, auka gróðursetningu og margt fleira“, segir Þröstur.En er Skógræktin í stakk búin undir þetta verkefni? „Já, það er mikil jákvæðni hjá Skógræktinni og ég finn það hjá skógarbændum líka sem ég hef verið að tala við að þeir eru mjög jákvæðir að spýta í eins og kallað er. Við erum alveg til í þetta, við eigum auðvitað margt óunnið enn þá en það kemur“, segir Þröstur. Skógræktarmegin mun verkefnið fara hægt af stað, á næsta ári er reiknað með að gróðursetja um fjórar milljónir plantna en á loka ári átaksins, 2023 verða gróðursettar 12 milljónir plantna. Þröstur segir þetta sýna fram á mikilvægi þessa málaflokks, það er að segja að nota þessar stofnanir sem verkfæri til að binda kolefni fyrir Íslendinga.Alaskaösp er ein af þeim tegundum sem notuð verður við gróðursetningu vegna kolefnisverkefnis ríkisstjórnarinnar.Vísir/Magnús HlynurSkógræktarstjóri segir að hann reikni með að 36 milljónir plantna verði gróðursettar næstu fimm árin en þá er verið að tala um birki, ösp, lerki, sitkagreni, stafafuru og alaskaösp. Svo gæti farið að gróðrarstöð í Finnlandi opni útibú hér á landi til að framleiða hluta af plöntunum í verkefnið. „Þeir sýndu áhuga og komu með fyrirspurn um það hvort það væri einhver fótur væri fyrir því að við séum að fara að fjölga hér plöntuframleiðslu. Ég sagði þeim að það væri, þeir eru að skoða það hvort þeir hafi áhuga á að setja hér útibú. Það væri mjög spennandi því þeir kæmu með ákveðin faglegheit hingað. Við höfum góða fagmenn í plöntuframleiðslu en kannski ekki mjög marga“, segir Þröstur. Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Skógræktin stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum því fjórfalda þarf gróðursetningu skógarplanta ef markmið átaksins á að ná. Rætt er um að Finnsk gróðrarstöð opni útibú hér á landi til að framleiða hluta plantnanna. Þröstur Eysteinsson, Skógræktarstjóri fundaði nýlega með skógarbændum á Suðurlandi til að fara yfir stöðuna um framtíð skógræktar í ljósi nýrra ákvarðana stjórnvalda í loftlagsmálum. Af þeim sjö milljörðum króna sem ríkisstjórnin mun setja í málaflokkinn á næstu fimm árum fara um fjórir milljarðar til skógræktar og landgræðslu til kolefnisbindingar. „Þetta er spennandi verkefni framundan, okkur hefur verið falið núna ásamt landgræðslunni að binda kolefni. Við þurfum að taka verulega á á næstu fimm árum um það, sem hefur ýmislegt í för með sér eins og að auka plöntuframleiðslu, auka gróðursetningu og margt fleira“, segir Þröstur.En er Skógræktin í stakk búin undir þetta verkefni? „Já, það er mikil jákvæðni hjá Skógræktinni og ég finn það hjá skógarbændum líka sem ég hef verið að tala við að þeir eru mjög jákvæðir að spýta í eins og kallað er. Við erum alveg til í þetta, við eigum auðvitað margt óunnið enn þá en það kemur“, segir Þröstur. Skógræktarmegin mun verkefnið fara hægt af stað, á næsta ári er reiknað með að gróðursetja um fjórar milljónir plantna en á loka ári átaksins, 2023 verða gróðursettar 12 milljónir plantna. Þröstur segir þetta sýna fram á mikilvægi þessa málaflokks, það er að segja að nota þessar stofnanir sem verkfæri til að binda kolefni fyrir Íslendinga.Alaskaösp er ein af þeim tegundum sem notuð verður við gróðursetningu vegna kolefnisverkefnis ríkisstjórnarinnar.Vísir/Magnús HlynurSkógræktarstjóri segir að hann reikni með að 36 milljónir plantna verði gróðursettar næstu fimm árin en þá er verið að tala um birki, ösp, lerki, sitkagreni, stafafuru og alaskaösp. Svo gæti farið að gróðrarstöð í Finnlandi opni útibú hér á landi til að framleiða hluta af plöntunum í verkefnið. „Þeir sýndu áhuga og komu með fyrirspurn um það hvort það væri einhver fótur væri fyrir því að við séum að fara að fjölga hér plöntuframleiðslu. Ég sagði þeim að það væri, þeir eru að skoða það hvort þeir hafi áhuga á að setja hér útibú. Það væri mjög spennandi því þeir kæmu með ákveðin faglegheit hingað. Við höfum góða fagmenn í plöntuframleiðslu en kannski ekki mjög marga“, segir Þröstur.
Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira