Óvænt skyndibitastríð setur mark sitt á þungavigtartitilinn Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. nóvember 2018 08:00 Vísir/Getty UFC 230 fer fram í Madison Square Garden í nótt. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier freistar þess að verja titilinn sinn í fyrsta sinn þegar hann tekst á við Derrick Lewis. Bardaginn var settur saman fremur seint en UFC vantaði lengi vel aðalbardaga kvöldsins á UFC 230. Þetta er þriðja árið í röð sem UFC heimsækir Madison Square Garden og tók langan tíma að finna aðalbardaga kvöldsins. Derrick Lewis komst heldur betur í sviðsljósið með sigri á Alexander Volkov á UFC 229 þann 6. október. Lewis var með skemmtilega endurkomu í bardaganum og kórónaði flottan sigur með stórkostlegu viðtali eftir bardagann sem vakti mikla athygli. Í viðtalinu fór hann úr stuttbuxunum þar sem honum var svo heitt í klofinu og hafði engan áhuga á titilbardaga enda var hann ekki með þol til þess. Eftir frammistöðuna í viðtalinu og í bardaganum sjálfum fékk Lewis titilbardaga og eru aðeins þrjár vikur á milli bardaga hjá honum. Daniel Cormier gengur sjálfur ekki alveg heill til skógar en hann hefur verið að glíma við handarmeiðsli síðan hann sigraði Stipe Miocic í júlí. Aðdragandi bardagans hefur verið skemmtilegur enda hefur vinalegur rígurinn á milli Lewis og Cormier einkennst af ást þeirra á skyndibita. Derrick Lewis hefur ekki farið leynt með dálæti sitt á Popeyes kjúklingnum. Fyrr í vikunni fékk Lewis samning við Popeyes og mun borða þar frítt út ævina ef hann vinnur Cormier. Cormier var svekktur að fá ekki samning við Popeyes en gerði þess í stað styrktarsamning við hamborgarakeðjuna Carl’s Junior. Cormier mun gefa fría hamborgara frá Carl’s Junior ef hann vinnur. Það er gott að vera í þungavigtinni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af vigtinni. Það er því ekki bara UFC beltið sem er undir í nótt heldur einnig mikill skyndibiti fyrir aðdáendur Cormier eða Lewis. UFC 230 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 2 í nótt. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00 Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
UFC 230 fer fram í Madison Square Garden í nótt. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier freistar þess að verja titilinn sinn í fyrsta sinn þegar hann tekst á við Derrick Lewis. Bardaginn var settur saman fremur seint en UFC vantaði lengi vel aðalbardaga kvöldsins á UFC 230. Þetta er þriðja árið í röð sem UFC heimsækir Madison Square Garden og tók langan tíma að finna aðalbardaga kvöldsins. Derrick Lewis komst heldur betur í sviðsljósið með sigri á Alexander Volkov á UFC 229 þann 6. október. Lewis var með skemmtilega endurkomu í bardaganum og kórónaði flottan sigur með stórkostlegu viðtali eftir bardagann sem vakti mikla athygli. Í viðtalinu fór hann úr stuttbuxunum þar sem honum var svo heitt í klofinu og hafði engan áhuga á titilbardaga enda var hann ekki með þol til þess. Eftir frammistöðuna í viðtalinu og í bardaganum sjálfum fékk Lewis titilbardaga og eru aðeins þrjár vikur á milli bardaga hjá honum. Daniel Cormier gengur sjálfur ekki alveg heill til skógar en hann hefur verið að glíma við handarmeiðsli síðan hann sigraði Stipe Miocic í júlí. Aðdragandi bardagans hefur verið skemmtilegur enda hefur vinalegur rígurinn á milli Lewis og Cormier einkennst af ást þeirra á skyndibita. Derrick Lewis hefur ekki farið leynt með dálæti sitt á Popeyes kjúklingnum. Fyrr í vikunni fékk Lewis samning við Popeyes og mun borða þar frítt út ævina ef hann vinnur Cormier. Cormier var svekktur að fá ekki samning við Popeyes en gerði þess í stað styrktarsamning við hamborgarakeðjuna Carl’s Junior. Cormier mun gefa fría hamborgara frá Carl’s Junior ef hann vinnur. Það er gott að vera í þungavigtinni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af vigtinni. Það er því ekki bara UFC beltið sem er undir í nótt heldur einnig mikill skyndibiti fyrir aðdáendur Cormier eða Lewis. UFC 230 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl. 2 í nótt.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00 Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Fleiri fréttir Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00
Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00