Má ekki verða fordæmisgefandi Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. nóvember 2018 09:45 Heiðveig María segir tíma til kominn að hreinsa til í Sjómannafélagi Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég hef fundið fyrir gríðarlegum stuðningi úr öllum áttum. Meðal annars frá félögum mínum, öðrum félögum og almenningi,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir sem var nýlega rekin úr Sjómannafélagi Íslands. Ástæðan fyrir brottvísun Heiðveigar er sú að trúnaðarmannaráð félagsins telur að hún hafi unnið gegn hagsmunum þess. Framferði hennar og árásir á forystuna hafi leitt til þess að sameiningarviðræður Sjómannafélags Reykjavíkur við önnur sjómannafélög hafi farið út um þúfur. „Það þarf að kæfa þetta í fæðingu svo þetta verði ekki fordæmisgefandi. Nú er ég að undirbúa mál fyrir Félagsdómi en ég vona að menn taki sönsum. Miðað við það sem á undan er gengið er ég samt ekki bjartsýn. Það er klárlega kominn tími til að hreinsa til í félaginu og ég er enn vissari um það en áður,“ segir Heiðveig. Hópur félagsmanna í Sjómannafélagi Reykjavíkur hefur krafist þess að félagsfundur verði haldinn hið fyrsta þar sem þessi mál verði rædd. Heiðveig segist alls ekki af baki dottin. „Ég er sannfærð um að snemma næsta vor munu sjómenn standa sameinaðir allir sem einn tilbúnari en nokkru sinni fyrr í samningaviðræður. Ég ætla að beita mér áfram af öllu afli til að það verði að veruleika.“ Í gær sendu fjórir verkalýðsleiðtogar frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæma vinnubrögð Sjómannafélags Íslands. Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, sem skrifar undir yfirlýsinguna ásamt Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, segir málið fordæmalaust. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og kannast ekki við að þetta hafi gerst áður í íslenskri verkalýðshreyfingu. Þarna er verið að reka hana úr félaginu vegna skoðana sem tengjast rekstri félagsins og bókhaldi,“ segir Aðalsteinn. Þá bendir Aðalsteinn á að þar sem Sjómannafélag Íslands hafi klofið sig út úr ASÍ geti Heiðveig ekkert snúið sér með málið. „Ef einhver hinna tæplega fjögur þúsund félagsmanna Framsýnar er ósáttur við okkur, þá getur hann leitað til ASÍ með sín mál. Svo skynja ég að konur séu ekki vinsælar í karlaheimi sjómanna. Þetta er annað dæmið sem ég verð vitni að nýlega um það.“ Í gær barst einnig yfirlýsing frá Sjómannafélaginu Jötni í Vestmannaeyjum en félagið dró sig út úr sameiningarviðræðum við Sjómannafélag Íslands um miðjan október. Þar segir að það geti ekki talist brottrekstrarsök að gagnrýna stjórnunarhætti yfirstjórnar stéttarfélags. Þá segir að ásakanir einar og sér hafi ekki leitt til frestunar sameiningarviðræðna heldur hafi fleiri ástæður komið til. Deilur innan Sjómannafélags Íslands séu eingöngu milli aðila þar. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Heiðveig leitar réttar síns og segist óttast að félagið verði gleypt í einum stórum bita Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjómannafélagi Íslands, hefur verið rekin úr félaginu. Hún segist ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því og ætlar að leita réttar síns. 31. október 2018 13:33 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
„Ég hef fundið fyrir gríðarlegum stuðningi úr öllum áttum. Meðal annars frá félögum mínum, öðrum félögum og almenningi,“ segir Heiðveig María Einarsdóttir sem var nýlega rekin úr Sjómannafélagi Íslands. Ástæðan fyrir brottvísun Heiðveigar er sú að trúnaðarmannaráð félagsins telur að hún hafi unnið gegn hagsmunum þess. Framferði hennar og árásir á forystuna hafi leitt til þess að sameiningarviðræður Sjómannafélags Reykjavíkur við önnur sjómannafélög hafi farið út um þúfur. „Það þarf að kæfa þetta í fæðingu svo þetta verði ekki fordæmisgefandi. Nú er ég að undirbúa mál fyrir Félagsdómi en ég vona að menn taki sönsum. Miðað við það sem á undan er gengið er ég samt ekki bjartsýn. Það er klárlega kominn tími til að hreinsa til í félaginu og ég er enn vissari um það en áður,“ segir Heiðveig. Hópur félagsmanna í Sjómannafélagi Reykjavíkur hefur krafist þess að félagsfundur verði haldinn hið fyrsta þar sem þessi mál verði rædd. Heiðveig segist alls ekki af baki dottin. „Ég er sannfærð um að snemma næsta vor munu sjómenn standa sameinaðir allir sem einn tilbúnari en nokkru sinni fyrr í samningaviðræður. Ég ætla að beita mér áfram af öllu afli til að það verði að veruleika.“ Í gær sendu fjórir verkalýðsleiðtogar frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fordæma vinnubrögð Sjómannafélags Íslands. Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, sem skrifar undir yfirlýsinguna ásamt Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, segir málið fordæmalaust. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og kannast ekki við að þetta hafi gerst áður í íslenskri verkalýðshreyfingu. Þarna er verið að reka hana úr félaginu vegna skoðana sem tengjast rekstri félagsins og bókhaldi,“ segir Aðalsteinn. Þá bendir Aðalsteinn á að þar sem Sjómannafélag Íslands hafi klofið sig út úr ASÍ geti Heiðveig ekkert snúið sér með málið. „Ef einhver hinna tæplega fjögur þúsund félagsmanna Framsýnar er ósáttur við okkur, þá getur hann leitað til ASÍ með sín mál. Svo skynja ég að konur séu ekki vinsælar í karlaheimi sjómanna. Þetta er annað dæmið sem ég verð vitni að nýlega um það.“ Í gær barst einnig yfirlýsing frá Sjómannafélaginu Jötni í Vestmannaeyjum en félagið dró sig út úr sameiningarviðræðum við Sjómannafélag Íslands um miðjan október. Þar segir að það geti ekki talist brottrekstrarsök að gagnrýna stjórnunarhætti yfirstjórnar stéttarfélags. Þá segir að ásakanir einar og sér hafi ekki leitt til frestunar sameiningarviðræðna heldur hafi fleiri ástæður komið til. Deilur innan Sjómannafélags Íslands séu eingöngu milli aðila þar.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Heiðveig leitar réttar síns og segist óttast að félagið verði gleypt í einum stórum bita Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjómannafélagi Íslands, hefur verið rekin úr félaginu. Hún segist ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því og ætlar að leita réttar síns. 31. október 2018 13:33 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57
Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00
Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59
Heiðveig leitar réttar síns og segist óttast að félagið verði gleypt í einum stórum bita Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjómannafélagi Íslands, hefur verið rekin úr félaginu. Hún segist ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því og ætlar að leita réttar síns. 31. október 2018 13:33