Góðar fréttir fyrir Repúblikana Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. nóvember 2018 09:00 Það ræðst hver fer með völdin í bandaríska þinghúsinu í kosningunum sem fara fram á þriðjudag. Vísir/Getty Alls voru 250.000 ný störf sköpuð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, atvinnuleysi mældist 3,7 prósent og er það lægsta í hálfa öld og laun hækkuðu um 3,1 prósent á milli mánaða, hafa ekki hækkað meira í tæpan áratug. Þetta kom fram í skýrslu sem vinnumálastofnun Bandaríkjanna birti í gær. Skýrslan kemur á besta tíma fyrir Repúblikana enda eru nú ekki nema þrír dagar þangað til Bandaríkjamenn kjósa til beggja deilda þingsins, til ríkisþinga, ríkisstjóra og ýmislegs annars. Á fjölmörgum stöðum er mjótt á munum á milli frambjóðenda Repúblikana og Demókrata og geta Repúblikanar því stært sig af efnahagsmálunum enda í meirihluta í báðum deildum og með Hvíta húsið sömuleiðis. Samkvæmt könnun sem Pew Research birti fyrir um mánuði eru efnahagsmálin ofarlega í huga kjósenda. Alls sögðu 74 prósent kjósenda að þau skiptu þá afar miklu máli. Einungis tvö mál skoruðu hærra, heilbrigðismál með 75 prósent og skipan dómara í hæstarétt með 76 prósent. Vert er að taka fram að tilnefning Bretts Kavanaugh var fyrir þinginu þegar könnunin var gerð og gæti það skýrt þann mikla fjölda sem nefndi skipan dómara. En þótt staða efnahagsmála hafi verið með ágætum að undanförnu virðist það ekki enn hafa skilað sér í auknum stuðningi við Donald Trump forseta. Samkvæmt vegnu meðaltali skoðanakannana sem FiveThirtyEight birti mælist Trump með stuðning 42,1 prósents en 52,9 prósent segjast ekki styðja forsetann. Til samanburðar studdu 44,7 prósent Barack Obama á sama tíma forsetatíðar hans og ekki nema 42 prósent Ronald Reagan sem þó vann öll ríki nema eitt þegar hann sóttist eftir endurkjöri fyrir rúmlega þrjátíu árum. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43 Twitter eyddi tíu þúsund reikningum sem hvöttu fólk til að kjósa ekki Sjálfvirkir reikningar sigldu undir fölsku flaggi og tístu í nafni demókrata skilaboðum um að fólk skyldi ekki kjósa í þingkosningum í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira
Alls voru 250.000 ný störf sköpuð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, atvinnuleysi mældist 3,7 prósent og er það lægsta í hálfa öld og laun hækkuðu um 3,1 prósent á milli mánaða, hafa ekki hækkað meira í tæpan áratug. Þetta kom fram í skýrslu sem vinnumálastofnun Bandaríkjanna birti í gær. Skýrslan kemur á besta tíma fyrir Repúblikana enda eru nú ekki nema þrír dagar þangað til Bandaríkjamenn kjósa til beggja deilda þingsins, til ríkisþinga, ríkisstjóra og ýmislegs annars. Á fjölmörgum stöðum er mjótt á munum á milli frambjóðenda Repúblikana og Demókrata og geta Repúblikanar því stært sig af efnahagsmálunum enda í meirihluta í báðum deildum og með Hvíta húsið sömuleiðis. Samkvæmt könnun sem Pew Research birti fyrir um mánuði eru efnahagsmálin ofarlega í huga kjósenda. Alls sögðu 74 prósent kjósenda að þau skiptu þá afar miklu máli. Einungis tvö mál skoruðu hærra, heilbrigðismál með 75 prósent og skipan dómara í hæstarétt með 76 prósent. Vert er að taka fram að tilnefning Bretts Kavanaugh var fyrir þinginu þegar könnunin var gerð og gæti það skýrt þann mikla fjölda sem nefndi skipan dómara. En þótt staða efnahagsmála hafi verið með ágætum að undanförnu virðist það ekki enn hafa skilað sér í auknum stuðningi við Donald Trump forseta. Samkvæmt vegnu meðaltali skoðanakannana sem FiveThirtyEight birti mælist Trump með stuðning 42,1 prósents en 52,9 prósent segjast ekki styðja forsetann. Til samanburðar studdu 44,7 prósent Barack Obama á sama tíma forsetatíðar hans og ekki nema 42 prósent Ronald Reagan sem þó vann öll ríki nema eitt þegar hann sóttist eftir endurkjöri fyrir rúmlega þrjátíu árum.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43 Twitter eyddi tíu þúsund reikningum sem hvöttu fólk til að kjósa ekki Sjálfvirkir reikningar sigldu undir fölsku flaggi og tístu í nafni demókrata skilaboðum um að fólk skyldi ekki kjósa í þingkosningum í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2018 21:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Fleiri fréttir Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Sjá meira
Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30
Erlend viðskipti Trump gætu orðið opinber Stefnendur í máli gegn Bandaríkjaforseta geta nú óskað eftir upplýsingum um viðskipti Trump-hótelsins í Washington-borg við erlend ríki. 2. nóvember 2018 19:43
Twitter eyddi tíu þúsund reikningum sem hvöttu fólk til að kjósa ekki Sjálfvirkir reikningar sigldu undir fölsku flaggi og tístu í nafni demókrata skilaboðum um að fólk skyldi ekki kjósa í þingkosningum í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2018 21:00