Lögregla í Blackpool telur víst að maðurinn, sem grunaður er um þjófnað í borginni, sé frá og hafist við í London.
Netheimar loguðu eftir að Blackpool-lögreglan lýsti eftir manninum þar sem hann þótti sláandi líkur persónunni Ross úr þáttunum Vinum. Schwimmer fór með hlutverk Ross í þáttunum sem framleiddir voru á árunum 1994 til 2004.
„Við vinnum með kollegum okkar í Lundúnalögreglunni að því að hafa hendur í hári hans og handtaka,“ segir talskona lögreglunnar í Blackpool. „Við teljum að maðurinn sem náðist á öryggismyndavél sé frá London.“
Schwimmer tók sjálfur boltann á lofti og lýsti yfir sakleysi sínu þar sem hann sagðist ekki hafa verið í Blackpool á þeim tíma sem myndin úr öryggismyndavélinni náðist. Birti hann myndband á samfélagsmiðlum sem sagt var úr öryggismyndavél verslunar í New York þar sem mátti sjá Schwimmer haldandi á kassa af bjór, alveg eins og tvífarinn. „Lögreglumenn, ég sver að þetta var ekki ég. Eins og þið sjáið þá var ég í New York.“
Maðurinn sem lögreglan leitar að er grunaður um að hafa stolið jakka, síma og veski á veitingastaðnum Mr Basrai's í Blackpool þann 20. september.
Officers, I swear it wasn't me.
— schwim (@DavidSchwimmer) October 24, 2018
As you can see, I was in New York.
To the hardworking Blackpool Police, good luck with the investigation.#itwasntme pic.twitter.com/EDFF9dZoYR