Nærri 60 þúsund farist á flótta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. nóvember 2018 08:30 Ótrúlegur fjöldi flóttafólks hefur farist á leiðinni yfir Miðjarðarhafið frá Afríku eða Mið-Austurlöndum. Vísir/Getty Að minnsta kosti 56.800 flóttamenn hafa farist eða horfið sporlaust frá árinu 2014. Þetta segir í umfjöllun sem AP birti í gær og byggir á umfangsmikilli rannsóknarvinnu. Talan er sögð nærri tvöfalt hærri en sambærileg tölfræði sem flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur birt. Síðast þegar stofnunin kynnti sína tölfræði, í byrjun október, stóð tala þeirra í 28.500. „AP fann 28.300 látin og týnd til viðbótar með því að safna saman upplýsingum frá alþjóðlegum samtökum, með því að krefjast krufningarskýrslna, lögregluskýrslna fyrir týnt fólk, andlátsskýrslna og með því að fara yfir þær upplýsingar sem komu í ljós eftir þúsundir viðtala við flóttamenn,“ sagði í umfjöllun miðilsins í gær. Þessi háa tala látinna er sögð stafa af því að flóttafólki hefur fjölgað um helming frá aldamótum. Alls voru 258 milljónir á flótta utan heimalandsins á síðasta ári, að því er kom fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fjölmargir flóttamenn hafa drukknað, dáið á vergangi í eyðimörkum eða orðið mansalshringjum að bráð. Þess er til að mynda vert að minnast að um 800 fórust á Miðjarðarhafi árið 2015, rétt undan ströndum Ítalíu, í mannskæðasta slysi sinnar tegundar. Að mati blaðamanna AP er talan þó trúlega enn of lág. Ástæðan er sú að í eyðimörkum eða á hafsbotni er líklega fjöldi látinna enn ófundinn. Þá tilkynna fjölskyldur ekki alltaf um að vandamenn hafi týnst af ótta við að yfirvöld komist að því að fjölskyldan sé í viðkomandi landi ólöglega. Samkvæmt tölfræði Sameinuðu þjóðanna hefur 5.531 farist í Afríku frá árinu 2014, 17.475 á Miðjarðarhafi eða í Evrópu, 414 í Rómönsku Ameríku, 2.763 í Asíu og 2.396 í Bandaríkjunum og Mexíkó. Ofan á þessar tölur bætir AP 12.900 við í Afríku, 4.800 á Miðjarðarhafi og í Evrópu, 3.400 í Rómönsku Ameríku, 5.400 í Asíu og 1.500 í Bandaríkjunum og Mexíkó. Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Að minnsta kosti 56.800 flóttamenn hafa farist eða horfið sporlaust frá árinu 2014. Þetta segir í umfjöllun sem AP birti í gær og byggir á umfangsmikilli rannsóknarvinnu. Talan er sögð nærri tvöfalt hærri en sambærileg tölfræði sem flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur birt. Síðast þegar stofnunin kynnti sína tölfræði, í byrjun október, stóð tala þeirra í 28.500. „AP fann 28.300 látin og týnd til viðbótar með því að safna saman upplýsingum frá alþjóðlegum samtökum, með því að krefjast krufningarskýrslna, lögregluskýrslna fyrir týnt fólk, andlátsskýrslna og með því að fara yfir þær upplýsingar sem komu í ljós eftir þúsundir viðtala við flóttamenn,“ sagði í umfjöllun miðilsins í gær. Þessi háa tala látinna er sögð stafa af því að flóttafólki hefur fjölgað um helming frá aldamótum. Alls voru 258 milljónir á flótta utan heimalandsins á síðasta ári, að því er kom fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fjölmargir flóttamenn hafa drukknað, dáið á vergangi í eyðimörkum eða orðið mansalshringjum að bráð. Þess er til að mynda vert að minnast að um 800 fórust á Miðjarðarhafi árið 2015, rétt undan ströndum Ítalíu, í mannskæðasta slysi sinnar tegundar. Að mati blaðamanna AP er talan þó trúlega enn of lág. Ástæðan er sú að í eyðimörkum eða á hafsbotni er líklega fjöldi látinna enn ófundinn. Þá tilkynna fjölskyldur ekki alltaf um að vandamenn hafi týnst af ótta við að yfirvöld komist að því að fjölskyldan sé í viðkomandi landi ólöglega. Samkvæmt tölfræði Sameinuðu þjóðanna hefur 5.531 farist í Afríku frá árinu 2014, 17.475 á Miðjarðarhafi eða í Evrópu, 414 í Rómönsku Ameríku, 2.763 í Asíu og 2.396 í Bandaríkjunum og Mexíkó. Ofan á þessar tölur bætir AP 12.900 við í Afríku, 4.800 á Miðjarðarhafi og í Evrópu, 3.400 í Rómönsku Ameríku, 5.400 í Asíu og 1.500 í Bandaríkjunum og Mexíkó.
Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira