Innlent

Hélt sextán milljóna króna lottóvinningi leyndum fyrir frúnni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vinningsmiðinn var seldur í Reykjavík.
Vinningsmiðinn var seldur í Reykjavík. vísir/vilhelm
Vinningshafinn sem vann tæpar 16 milljónir í lottó um liðna helgi heimsótti skrifstofu Íslenskrar getspár í vikunni. Um var að ræða sjö talna kerfismiða sem maðurinn var með í áskrift og innhélt miðinn afmælisdaga og afmælismánuði fjölskyldumeðlima.

Maðurinn sá tölurnar á sunnudaginn en ákvað að halda tíðindunum leyndum fyrir frúnni þar til hann yrði búinn að fá tölurnar staðfestar. Í tilkynningu frá Getspá segir að manninum hafi þótt það erfitt.

„Daginn eftir fékk hann frúna með sér til Getspár en hún hafði ekki hugmynd um erindi þeirra þangað, hann hafði talið henni í trú um að það væri smá vinningur á miðanum og að hann þyrfti að fá nánari útskýringu á kerfisseðlinum og vildi bara hafa hana mér sér,“ segir í tilkynningunni.

Starfsfólk Getspár fékk því að taka þátt í að segja henni góðu fréttirnar, sem að vonum kölluðu fram faðmlög og gleðitár og það ekki aðeins hjá vinningshöfunum.

„Það má því segja að frúin hafi verið plötuð til að taka á móti vinningi upp á tæpar 16 milljónir króna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×