Handbolti

Ljónin skoruðu sex mörk í síðari hálfleik gegn Flensburg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr toppleik kvöldsins.
Úr toppleik kvöldsins. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen lenti í vandræðum gegn Flensburg í síðari hálfleik í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld.

Staðan var jöfn í hálfleik, 14-14, en í síðari hálfleik hlupu Flensburgar-menn yfir Ljónin. Lokatölurnar urðu 27-20.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir Löwen þar af þrjú mörk úr vítum og Alexander Petersson bætti við þremur mörkum.

Eftir tapið eru Ljónin í fjórða sæti deildarinnar með nítján stig en Flensburg er á toppnum með fullt hús stiga. Löwen á þó leik til góða á liðin fyrir ofan sig.

Í Danmörku gerði Íslendingaliðið Ribe-Esbjerg jafntefli á heimavelli gegn Mors-Thy, 23-23, eftir að Mors-Thy hafði leitt 13-12 í hálfleik.

Ribe jafnaði metin er tvær sekúndur voru eftir af leiknum en þeir eru eftir leikinn í níunda sæti deildarinnar. Gunnar Steinn Jónsson skoraði fjögur mörk en Rúnar Kárason er á meiðslalistanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×