Tíu klukkutíma aðgerð Sophiu gekk vel og hún er ekki lömuð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 16:45 Sophia Florsch. Vísir/Getty Þýski ökumaðurinn Sophia Florsch er nú að jafna sig eftir tíu klukkutíma aðgerð sem hún gekkst undir í dag eftir hræðilegt slys í formúlu 3 kappakstri í gær. Hin sautján ára gamla Sophia hryggbrotnaði í slysinu eftir að hafa flogið út úr brautinni á um 276 kílómetra hraða. Það er ótrúlegt að Sophia hafi lifað slysið af. Þegar fólk sér myndbandið þá sannfærast flestir um að verndarengill hafi vakað yfir þýska táningnum í gær. Myndband af árekstrinum má sjá hér fyrir neðan.SURVIVOR: 17-year-old Formula 3 driver Sophia Floersch survives a spectacular airborne crash sending her vehicle through a catch fence in the Formula 3 Macau Grand Prix, suffering a spine fracture. https://t.co/qo8p7LAJP2pic.twitter.com/Q8VB2WBHHr — ABC News (@ABC) November 18, 2018Frits van Amersfoort, eigandi ökuliðsins hennar, Van Amersfoort Racing, bauð upp á góðar fréttir í kvöld þegar BBC hafði samband. Samkvæmt þeim fréttum mun Sophia Florsch ekki vera lömuð. „Við óttuðumst það að hún gæti verið lömuð og þess vegna varð hún að fara strax í aðgerð. Við erum ótrúlega ánægð með það að hún sé á réttri leið og að allt hafi gengið vel. Enginn óttast lengur lömun,“ sagði Frits van Amersfoort við BBC.Formula 3 driver Sophia Florsch's surgery went "extremely well" and there is "no fear of paralysis". More from her team principal here: https://t.co/rbHXbuur9fpic.twitter.com/7SDrYkG8xE — BBC Sport (@BBCSport) November 19, 2018 Læknar notuðu bein úr mjöðminni hennar til að laga einn hryggjaliðinn. Aðgerðin var mjög flókin og tók næstum því hálfan sólarhring. Blaðamaður BBC spurði Frits van Amersfoort hvort hann búist við því að Sophia Florsch muni keppa aftur í kappakstri. „Ég er nokkuð viss um að hún muni gera það en eftir nokkurn tíma auðvitað. Sem betur fer er nú kominn vetur og hún fær því tíma til að jafna sig. Ég er viss um að hún kemur til baka. Þegar kappaksturinn er á annað borð kominn í blóðið þitt þá vilja allir snúa aftur í sportið sem þeir elska,“ sagði Frits van Amersfoort. Aðrar íþróttir Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira
Þýski ökumaðurinn Sophia Florsch er nú að jafna sig eftir tíu klukkutíma aðgerð sem hún gekkst undir í dag eftir hræðilegt slys í formúlu 3 kappakstri í gær. Hin sautján ára gamla Sophia hryggbrotnaði í slysinu eftir að hafa flogið út úr brautinni á um 276 kílómetra hraða. Það er ótrúlegt að Sophia hafi lifað slysið af. Þegar fólk sér myndbandið þá sannfærast flestir um að verndarengill hafi vakað yfir þýska táningnum í gær. Myndband af árekstrinum má sjá hér fyrir neðan.SURVIVOR: 17-year-old Formula 3 driver Sophia Floersch survives a spectacular airborne crash sending her vehicle through a catch fence in the Formula 3 Macau Grand Prix, suffering a spine fracture. https://t.co/qo8p7LAJP2pic.twitter.com/Q8VB2WBHHr — ABC News (@ABC) November 18, 2018Frits van Amersfoort, eigandi ökuliðsins hennar, Van Amersfoort Racing, bauð upp á góðar fréttir í kvöld þegar BBC hafði samband. Samkvæmt þeim fréttum mun Sophia Florsch ekki vera lömuð. „Við óttuðumst það að hún gæti verið lömuð og þess vegna varð hún að fara strax í aðgerð. Við erum ótrúlega ánægð með það að hún sé á réttri leið og að allt hafi gengið vel. Enginn óttast lengur lömun,“ sagði Frits van Amersfoort við BBC.Formula 3 driver Sophia Florsch's surgery went "extremely well" and there is "no fear of paralysis". More from her team principal here: https://t.co/rbHXbuur9fpic.twitter.com/7SDrYkG8xE — BBC Sport (@BBCSport) November 19, 2018 Læknar notuðu bein úr mjöðminni hennar til að laga einn hryggjaliðinn. Aðgerðin var mjög flókin og tók næstum því hálfan sólarhring. Blaðamaður BBC spurði Frits van Amersfoort hvort hann búist við því að Sophia Florsch muni keppa aftur í kappakstri. „Ég er nokkuð viss um að hún muni gera það en eftir nokkurn tíma auðvitað. Sem betur fer er nú kominn vetur og hún fær því tíma til að jafna sig. Ég er viss um að hún kemur til baka. Þegar kappaksturinn er á annað borð kominn í blóðið þitt þá vilja allir snúa aftur í sportið sem þeir elska,“ sagði Frits van Amersfoort.
Aðrar íþróttir Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira