Fagnar úttektinni en segir eigin uppsögn óverðskuldaða og meiðandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2018 16:20 Bjarni Már Júlíusson. Aðsend Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, fagnar niðurstöðu í úttekt innri endurskoðunar á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bjarni Már sendir frá sér og má sjá hér að neðan. Niðurstaðan er meðal annars sú að uppsögn þeirra Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanns hjá Orku náttúrunni, og Bjarna sjálfs hafi verið réttmæt. Áslaug Thelma hélt því fram að uppsögn hennar, sem framkvæmd var af Bjarna Má, mætti rekja til þess að hún hefði kvartað yfir framkomu hans í garð kvenna í fyrirtækinu. Áslaugu Thelmu og Bjarna Má hafa verið sendar niðurstöður innri endurskoðunar á ástæðum uppsagna þeirra. „Það er í höndum þeirra sem þar er fjallað um hvort viðkomandi kaflar koma fyrir almenningssjónir,“ segir í tilkynningu Orkuveitu Reykjavíkur. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, féllst á að kalla mætti málið „storm í vatnsglasi“, nú þegar niðurstaða lægi fyrir í málinu. Það hafi þó alls ekki legið fyrir áður en ráðist var í úttektina.Yfirlýsing í tilefni af skýrslu Innri endurskoðunar um ON „Það er mér léttir að skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar liggur nú fyrir og staðfestir að uppsögn starfsmanns ON sem mestur styrr hefur staðið um var réttmæt og byggði á faglegu mati. Þá er það ein af niðurstöðum skýrslunnar að ásakanir um mismunun á grundvelli kynferðis og um kynferðislegt áreiti í samskiptum mínum við samstarfsfólk eiga ekki við nein rök að styðjast. Fyrirvaralaus uppsögn mín úr starfi framkvæmdastjóra ON var hins vegar að mínu mati bæði óverðskulduð og meiðandi og til hennar gripið í skyndi án þess að mér væri gefinn kostur á að útskýra mitt mál. Það fundust mér kaldar kveðjur eftir 6 ára farsæl störf í þágu OR/Orku náttúrunnar. Það hefur verið ömurleg reynsla fyrir mig og fjölskyldu mína að fylgjast með hvernig vegið var að mannorði mínu með vandlega útfærðum spuna, sem dreift var á rétta staði til að ná sem mestri fylgni við einhliða og óstaðfesta frásögn af málsatvikum. Ég vona að með niðurstöðum úttektar Innri endurskoðunar linni atlögum að mannorði mínu og óhróðri um minn fyrrverandi vinnustað.“ Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Skýrsla um vinnustaðamenningu OR gerð opinber í dag Fundur stjórnar OR um skýrsluna hófst klukkan 10 í morgun. 19. nóvember 2018 10:38 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Sjá meira
Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, fagnar niðurstöðu í úttekt innri endurskoðunar á vinnustaðamenningu og tilteknum starfsmannamálum hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bjarni Már sendir frá sér og má sjá hér að neðan. Niðurstaðan er meðal annars sú að uppsögn þeirra Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, forstöðumanns hjá Orku náttúrunni, og Bjarna sjálfs hafi verið réttmæt. Áslaug Thelma hélt því fram að uppsögn hennar, sem framkvæmd var af Bjarna Má, mætti rekja til þess að hún hefði kvartað yfir framkomu hans í garð kvenna í fyrirtækinu. Áslaugu Thelmu og Bjarna Má hafa verið sendar niðurstöður innri endurskoðunar á ástæðum uppsagna þeirra. „Það er í höndum þeirra sem þar er fjallað um hvort viðkomandi kaflar koma fyrir almenningssjónir,“ segir í tilkynningu Orkuveitu Reykjavíkur. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, féllst á að kalla mætti málið „storm í vatnsglasi“, nú þegar niðurstaða lægi fyrir í málinu. Það hafi þó alls ekki legið fyrir áður en ráðist var í úttektina.Yfirlýsing í tilefni af skýrslu Innri endurskoðunar um ON „Það er mér léttir að skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar liggur nú fyrir og staðfestir að uppsögn starfsmanns ON sem mestur styrr hefur staðið um var réttmæt og byggði á faglegu mati. Þá er það ein af niðurstöðum skýrslunnar að ásakanir um mismunun á grundvelli kynferðis og um kynferðislegt áreiti í samskiptum mínum við samstarfsfólk eiga ekki við nein rök að styðjast. Fyrirvaralaus uppsögn mín úr starfi framkvæmdastjóra ON var hins vegar að mínu mati bæði óverðskulduð og meiðandi og til hennar gripið í skyndi án þess að mér væri gefinn kostur á að útskýra mitt mál. Það fundust mér kaldar kveðjur eftir 6 ára farsæl störf í þágu OR/Orku náttúrunnar. Það hefur verið ömurleg reynsla fyrir mig og fjölskyldu mína að fylgjast með hvernig vegið var að mannorði mínu með vandlega útfærðum spuna, sem dreift var á rétta staði til að ná sem mestri fylgni við einhliða og óstaðfesta frásögn af málsatvikum. Ég vona að með niðurstöðum úttektar Innri endurskoðunar linni atlögum að mannorði mínu og óhróðri um minn fyrrverandi vinnustað.“
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Skýrsla um vinnustaðamenningu OR gerð opinber í dag Fundur stjórnar OR um skýrsluna hófst klukkan 10 í morgun. 19. nóvember 2018 10:38 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Sjá meira
Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48
Skýrsla um vinnustaðamenningu OR gerð opinber í dag Fundur stjórnar OR um skýrsluna hófst klukkan 10 í morgun. 19. nóvember 2018 10:38