Heiðveig María skilar inn framboðslista sínum Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2018 12:15 Kjörnefnd fer yfir lista Heiðveigar á skrifstofu SÍ nú fyrir stundu. Með Heiðveigu á mynd er meðframbjóðandi hennar Sturla Bergsson. visir/vilhelm Þrátt fyrir að teljast ókjörgeng, þrátt fyrir að hafa verið rekin úr félaginu hefur Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, nú skilað inn framboði sínu til stjórnar Sjómannafélags Íslands. Stjórnarkjör fer fram á næsta aðalfundi, sem fram fer í næsta mánuði. En, alls óvíst er hvort Heiðveig María fái að bjóða sig fram.Fiskimenn á lista Heiðveigar Framboðslistinn er sem hér segir eftirfarandi: Formaður: Heiðveig María Einarsdóttir, kokkur og háseti á Engey RE1 Varaformaður: Sigurður Þórður Jónsson, kokkur á Viðey RE 50 Féhirðir: Rúnar Gunnarsson netamaður á Fróða ÁR 38 Varaféhirðir: Arilíus Smári Hauksson kokkur á Víkingi AK 100 Meðstjórnendur: Arnar Leó Árnason háseti á Höfrungi 111 AK 250, Friðrik Elís Ásmundsson netamaður á Bylgjunni VE 75 og Sturla Bergsson netamaður á Örfirisey RE 4. Varamenn til stjórnar: Júlíus Jakobsson háseti Höfrungi 111 AK 250, Kjartan Thor Pálsson Netamaður, bátsmaður, stýrimaður á Viðey RE 50 og Víðir Lárusson 2. stýrimaður Örfirisey RE 4.Listi Heiðveigar Maríu lagður fram en meðmælendur eru rúmlega hundrað, eða eins og það heitir á sjómannamáli: Fullfermi og nokkuð laust með.visir/vilhelmMál sem Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar, rekur fyrir félagsdómi vegna brottrekstursins, verður tekið fyrir í dag.Áttu að vera málamyndakosningar Ekki er ofsögum sagt að allt hafi logað í illdeilum innan Sjómannafélags Íslands vegna framboðs Heiðveigar Maríu. Vaninn er sá að um leið og auglýst er eftir framboðum, en engin dæmi eru um á seinni tímum að kosið hafi verið milli tveggja kosta, er listi kjörnefndar kynntur. Svo var ekki að þessu sinni enda var þessi kosning hugsuð til málamynda. Samkvæmt lögum félagsins situr Jónas Garðarsson áfram sem formaður út næsta ár, fram að aðalfundi sem fram fer í desembermánuði. Áður en til þess kæmi að hann þyrfti að láta af störfum var hugmyndin sú að félagið yrði lagt niður í núverandi mynd, eftir sameiningu SÍ og nokkurra annarra félaga sjómanna. Þeim viðræðum var hins vegar slitið. Jónas hefur gefið það út að hann ætli ekki að gefa kost á sér.Jónas Garðarsson formaður stendur í ströngu en hann hefur gefið það út að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Hvort hann hafi breytt um afstöðu í ljósi nýrra aðstæðna á eftir að koma í ljós á næstu tímum.visir/vilhelmFarmenn fá tiltal Vísir leitaði svara við því, á skrifstofu SÍ, hvort listi kjörnefndar lægi fyrir en var tjáð af Guðbjörgu Elínu Friðfinnsdóttur að kjörnefnd væri ekki komin saman til að ganga frá listanum. Eftir að hafa ráðfært sig við þá sem á skrifstofunni voru benti Guðbjörg blaðamanni á að reyna að hringja á morgun til að leita upplýsinga. Þó framboðsfrestur hafi runnið út nú áðan. Vísir ræddi jafnframt við Heiðveigu Maríu og spurði hana af hverju farmenn væru ekki á lista hennar, heldur aðeins fiskimenn? Hún sagði að mikið hafi verið reynt til að fá þá á lista, margir hafi tekið vel í það, aðrir ekki eftir atvikum. En svörin voru á þann veg að þeir farmenn sem hafi til dæmis sett nafn sitt við kröfu um félagsfund, þar sem til stóð að ræða brottvikningu Heiðveigar Maríu, hafi fengið ábendingar um að það væri ekki vel séð, að styðja hana. Fyrir liggur undirskriftalisti sjómanna þar sem rúmlega hundrað lýsa yfir stuðningi við lista Heiðveigar til stjórnar. „Fullfermi og nokkuð laust með,“ segir frambjóðandinn. Heiðveig María segir að hún hafi ekki fengið að sjá félagatal en gagnrýni hennar á sitjandi stjórn hefur ekki síst snúið að skorti á upplýsingagjöf. Þannig liggur til að mynda ekki fyrir hversu margir eru í félaginu en talan 400 hefur verið nefnd. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49 Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 Sjómannafélag Íslands fer fram á málskostnaðartryggingu frá Heiðveigu Fjölskipaður dómur Félagsdóms kemur aftur saman á mánudag klukkan 15:45. Flýtimeðferð til skoðunar 16. nóvember 2018 18:38 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þrátt fyrir að teljast ókjörgeng, þrátt fyrir að hafa verið rekin úr félaginu hefur Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, nú skilað inn framboði sínu til stjórnar Sjómannafélags Íslands. Stjórnarkjör fer fram á næsta aðalfundi, sem fram fer í næsta mánuði. En, alls óvíst er hvort Heiðveig María fái að bjóða sig fram.Fiskimenn á lista Heiðveigar Framboðslistinn er sem hér segir eftirfarandi: Formaður: Heiðveig María Einarsdóttir, kokkur og háseti á Engey RE1 Varaformaður: Sigurður Þórður Jónsson, kokkur á Viðey RE 50 Féhirðir: Rúnar Gunnarsson netamaður á Fróða ÁR 38 Varaféhirðir: Arilíus Smári Hauksson kokkur á Víkingi AK 100 Meðstjórnendur: Arnar Leó Árnason háseti á Höfrungi 111 AK 250, Friðrik Elís Ásmundsson netamaður á Bylgjunni VE 75 og Sturla Bergsson netamaður á Örfirisey RE 4. Varamenn til stjórnar: Júlíus Jakobsson háseti Höfrungi 111 AK 250, Kjartan Thor Pálsson Netamaður, bátsmaður, stýrimaður á Viðey RE 50 og Víðir Lárusson 2. stýrimaður Örfirisey RE 4.Listi Heiðveigar Maríu lagður fram en meðmælendur eru rúmlega hundrað, eða eins og það heitir á sjómannamáli: Fullfermi og nokkuð laust með.visir/vilhelmMál sem Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar, rekur fyrir félagsdómi vegna brottrekstursins, verður tekið fyrir í dag.Áttu að vera málamyndakosningar Ekki er ofsögum sagt að allt hafi logað í illdeilum innan Sjómannafélags Íslands vegna framboðs Heiðveigar Maríu. Vaninn er sá að um leið og auglýst er eftir framboðum, en engin dæmi eru um á seinni tímum að kosið hafi verið milli tveggja kosta, er listi kjörnefndar kynntur. Svo var ekki að þessu sinni enda var þessi kosning hugsuð til málamynda. Samkvæmt lögum félagsins situr Jónas Garðarsson áfram sem formaður út næsta ár, fram að aðalfundi sem fram fer í desembermánuði. Áður en til þess kæmi að hann þyrfti að láta af störfum var hugmyndin sú að félagið yrði lagt niður í núverandi mynd, eftir sameiningu SÍ og nokkurra annarra félaga sjómanna. Þeim viðræðum var hins vegar slitið. Jónas hefur gefið það út að hann ætli ekki að gefa kost á sér.Jónas Garðarsson formaður stendur í ströngu en hann hefur gefið það út að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Hvort hann hafi breytt um afstöðu í ljósi nýrra aðstæðna á eftir að koma í ljós á næstu tímum.visir/vilhelmFarmenn fá tiltal Vísir leitaði svara við því, á skrifstofu SÍ, hvort listi kjörnefndar lægi fyrir en var tjáð af Guðbjörgu Elínu Friðfinnsdóttur að kjörnefnd væri ekki komin saman til að ganga frá listanum. Eftir að hafa ráðfært sig við þá sem á skrifstofunni voru benti Guðbjörg blaðamanni á að reyna að hringja á morgun til að leita upplýsinga. Þó framboðsfrestur hafi runnið út nú áðan. Vísir ræddi jafnframt við Heiðveigu Maríu og spurði hana af hverju farmenn væru ekki á lista hennar, heldur aðeins fiskimenn? Hún sagði að mikið hafi verið reynt til að fá þá á lista, margir hafi tekið vel í það, aðrir ekki eftir atvikum. En svörin voru á þann veg að þeir farmenn sem hafi til dæmis sett nafn sitt við kröfu um félagsfund, þar sem til stóð að ræða brottvikningu Heiðveigar Maríu, hafi fengið ábendingar um að það væri ekki vel séð, að styðja hana. Fyrir liggur undirskriftalisti sjómanna þar sem rúmlega hundrað lýsa yfir stuðningi við lista Heiðveigar til stjórnar. „Fullfermi og nokkuð laust með,“ segir frambjóðandinn. Heiðveig María segir að hún hafi ekki fengið að sjá félagatal en gagnrýni hennar á sitjandi stjórn hefur ekki síst snúið að skorti á upplýsingagjöf. Þannig liggur til að mynda ekki fyrir hversu margir eru í félaginu en talan 400 hefur verið nefnd.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49 Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 Sjómannafélag Íslands fer fram á málskostnaðartryggingu frá Heiðveigu Fjölskipaður dómur Félagsdóms kemur aftur saman á mánudag klukkan 15:45. Flýtimeðferð til skoðunar 16. nóvember 2018 18:38 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49
Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30
Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06
Sjómannafélag Íslands fer fram á málskostnaðartryggingu frá Heiðveigu Fjölskipaður dómur Félagsdóms kemur aftur saman á mánudag klukkan 15:45. Flýtimeðferð til skoðunar 16. nóvember 2018 18:38