Handbolti

Tvær detta út vegna veikinda og meiðsla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórey Anna Ásgeirsdóttir í leik með Stjörnunni í vetur.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir í leik með Stjörnunni í vetur. Vísir/Vilhelm
Axel Stefánsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur þurft að gera breytingu á landsliðshópnum sínum sem er á leiðinni í æfingaferð til Noregs.

Íslensku stelpurnar héldu út í morgun en þær Þórey Anna Ásgeirsdóttir og Ester Óskarsdóttir voru ekki með í för.

Axel hafði valið þær Þóreyju og Ester en Þórey Anna er meidd og Ester fór ekki út með hópnum sökum veikinda.

Steinunn Hansdóttir, leikmaður Horsens HK, var kölluð inn í hópinn fyrir Þóreyju Önnu.  Steinunn spilar samt í vinstra horni en Þórey Anna var valin í liðið sem hægri hornamaður.

Þórey Rósa Stefánsdóttir er nú eini formlegi hægri hornamaðurinn í íslenska hópnum.



Leikmannahópurinn er eftirfarandi:

Markmenn:

Hafdís Renötudóttir, Boden

Guðný Jenny Ásmundsdóttir, ÍBV

Vinstra horn:

Sigríður Hauksdóttir, HK

Steinunn Hansdóttir, Horsens HK

Vinstri skytta:

Andrea Jakobsen, Kristianstad

Helena Örvarsdóttir, Byåsen

Lovísa Thompson, Valur

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram

Miðjumenn:

Eva Björk Davíðsdóttir, Ajax

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfoss

Hægri Skytta:

Díana Dögg Magnúsdóttir, Valur

Thea Imani Sturludóttir, Volda

Hægra horn:

Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram

Línumenn:

Arna Sif Pálsdóttir, ÍBV

Perla Ruth Albertsdóttir, Selfoss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×