Rýir sex þúsund fjár á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. nóvember 2018 19:45 Jón Bjarnason sauðfjárbóndi á bænum Skipholti í Hrunamannahreppi situr ekki auðum höndum þessa dagana því hann hefur tekið að sér að rýja sex þúsund fjár á Suðurlandi. Jón var nýlega á rýja í sauðskinnskónum sínum á bænum Brúnastöðum í Flóahreppi. Á Brúnastöðum eru þau Ágúst Ingi Ketilsson og Elín Magnúsdóttir með kúa og sauðfjárbúskap. Jón Bjarnason er mættur í fjárhúsið þeirra til að rýja en á bænum eru um 150 fjár, allt mjög fallegt fé. Ágúst Ingi og Elín hjálpast að við að koma með féð í hendurnar á Jóni áður en hann byrjar að rýja það en Jón fer á milli bæja og rýir fyrir bændur og búalið. „Þetta gengur út á að klippa kindina, það er nú svo einfalt, reyna að gera það sem best“, segir Jón. Hann er ótrúlega fljótur að rýja enda er hann að rýja að meðaltali um þrjátíu ær á klukkustund. „Nú er bara vertíð, þessi mánuður er alveg bókaður eins og hann leggur sig. Þetta er alls ekki erfitt í dag en það var það þegar ég var að byrja að rýja, þá var ég að drepast þegar ég fór á sofa á kvöldin en þetta er býsna þægilegt í dag“, bætir Jón við og segir rúninginn ekki reyna á bakið ef hann beitir líkamanum rétt. Jón að rýgja einn af lambhrútunum á Brúnastöðum.Magnús HlynurEn er einhver munu á því að rýja hvítar kindur og hins vegar t.d. svartar, mórauðar eða flekkóttar? „Það er alltaf best að rýja þessar hvítu, svörtu eru alltaf leiðinlegastar, sérstaklega ef maður endar á þeim því þá er oftast orðið dimmara í húsunum“. Jón reiknar með að rýja um sex þúsund fjár á næstu vikum fyrir sauðfjárbændur á Suðurlandi. Hann er í sérstöku skóm við rúninginn, sauðskinnsskóm eins og vera ber innan um sauðféð. Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Jón Bjarnason sauðfjárbóndi á bænum Skipholti í Hrunamannahreppi situr ekki auðum höndum þessa dagana því hann hefur tekið að sér að rýja sex þúsund fjár á Suðurlandi. Jón var nýlega á rýja í sauðskinnskónum sínum á bænum Brúnastöðum í Flóahreppi. Á Brúnastöðum eru þau Ágúst Ingi Ketilsson og Elín Magnúsdóttir með kúa og sauðfjárbúskap. Jón Bjarnason er mættur í fjárhúsið þeirra til að rýja en á bænum eru um 150 fjár, allt mjög fallegt fé. Ágúst Ingi og Elín hjálpast að við að koma með féð í hendurnar á Jóni áður en hann byrjar að rýja það en Jón fer á milli bæja og rýir fyrir bændur og búalið. „Þetta gengur út á að klippa kindina, það er nú svo einfalt, reyna að gera það sem best“, segir Jón. Hann er ótrúlega fljótur að rýja enda er hann að rýja að meðaltali um þrjátíu ær á klukkustund. „Nú er bara vertíð, þessi mánuður er alveg bókaður eins og hann leggur sig. Þetta er alls ekki erfitt í dag en það var það þegar ég var að byrja að rýja, þá var ég að drepast þegar ég fór á sofa á kvöldin en þetta er býsna þægilegt í dag“, bætir Jón við og segir rúninginn ekki reyna á bakið ef hann beitir líkamanum rétt. Jón að rýgja einn af lambhrútunum á Brúnastöðum.Magnús HlynurEn er einhver munu á því að rýja hvítar kindur og hins vegar t.d. svartar, mórauðar eða flekkóttar? „Það er alltaf best að rýja þessar hvítu, svörtu eru alltaf leiðinlegastar, sérstaklega ef maður endar á þeim því þá er oftast orðið dimmara í húsunum“. Jón reiknar með að rýja um sex þúsund fjár á næstu vikum fyrir sauðfjárbændur á Suðurlandi. Hann er í sérstöku skóm við rúninginn, sauðskinnsskóm eins og vera ber innan um sauðféð.
Hrunamannahreppur Landbúnaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira