Gagnrýna hugmyndir ráðherra sem skerða fé til rannsókna Sveinn Arnarsson skrifar 17. nóvember 2018 08:00 Svandís Svavarsdóttir hefur lagt fram frumvarp á þingi sem gerir henni kleift að setja reglugerð um gjaldtöku vísindasiðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Fréttablaðið/Ernir Vísindi Prófessorar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri leggjast hart gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra sem leggur til að vísindasiðanefnd verði veitt heimild til að rukka fyrir umsóknir um rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Telja þeir hugmyndir ráðherra ekki í takt við að styrkja vísindi og rannsóknir hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á þingi sem gerir henni kleift að setja reglugerð um gjaldtöku vísindasiðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Gjaldtaka á borð við þá sem hér er lögð til vísar til framkvæmdar erlendis og mikilvægis þess að á Íslandi starfi öflug vísindasiðanefnd sem hefur burði til að takast á við þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt lögum. Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur í siðfræði rannsókna, segir þetta varhugaverða þróun. Hann segir áhugavert að Norðmenn skuli ekki fara þessa leið og telur of mörgum spurningum ósvarað hvað þessa lagabreytingu varðar. „Ef gjaldtakan á að standa undir kostnaði er það opinn tékki að mínu mati því kostnaður við rekstur vísindasiðanefndar getur verið reiknaður á ýmsa vegu og menn vita því ekki alveg hvað það þýðir. Einnig er mér sagt að í Svíþjóð sé gjaldið fimm þúsund sænskar krónur. Það er nóg til að vera hamlandi fyrir rannsóknir og skapa ójafnvægi milli rannsakenda,“ segir Sigurður.Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.„Einnig þurfum við að velta fyrir okkur hvort það sé heppilegt að koma á viðskiptasambandi milli vísindasiðanefndar og rannsakenda þar sem nefndin á að vera sjálfstæð og óháð. En fyrst og fremst er hættan sú að þetta fjármagn fari af öðru fé sem öllu jöfnu fer í rannsóknir og vísindi.“ „Þó að í hópi umsækjenda til VSN séu einnig nokkur öflug fyrirtæki [sem rekin eru í hagnaðarskyni] á hverju ári sem munar lítið um að greiða til nefndarinnar, þá telur Læknadeild ekki ásættanlegt að fara í þessa vegferð á meðan fjármögnun vísinda á heilbrigðissviði stendur jafn illa og raun ber vitni,“ stendur í gagnrýnni umsögn Engilberts Sigurðssonar, prófessors í geðlæknisfræði og forseta læknadeildar Háskóla Íslands. sveinn@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Vísindi Prófessorar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri leggjast hart gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra sem leggur til að vísindasiðanefnd verði veitt heimild til að rukka fyrir umsóknir um rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Telja þeir hugmyndir ráðherra ekki í takt við að styrkja vísindi og rannsóknir hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á þingi sem gerir henni kleift að setja reglugerð um gjaldtöku vísindasiðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Gjaldtaka á borð við þá sem hér er lögð til vísar til framkvæmdar erlendis og mikilvægis þess að á Íslandi starfi öflug vísindasiðanefnd sem hefur burði til að takast á við þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt lögum. Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur í siðfræði rannsókna, segir þetta varhugaverða þróun. Hann segir áhugavert að Norðmenn skuli ekki fara þessa leið og telur of mörgum spurningum ósvarað hvað þessa lagabreytingu varðar. „Ef gjaldtakan á að standa undir kostnaði er það opinn tékki að mínu mati því kostnaður við rekstur vísindasiðanefndar getur verið reiknaður á ýmsa vegu og menn vita því ekki alveg hvað það þýðir. Einnig er mér sagt að í Svíþjóð sé gjaldið fimm þúsund sænskar krónur. Það er nóg til að vera hamlandi fyrir rannsóknir og skapa ójafnvægi milli rannsakenda,“ segir Sigurður.Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.„Einnig þurfum við að velta fyrir okkur hvort það sé heppilegt að koma á viðskiptasambandi milli vísindasiðanefndar og rannsakenda þar sem nefndin á að vera sjálfstæð og óháð. En fyrst og fremst er hættan sú að þetta fjármagn fari af öðru fé sem öllu jöfnu fer í rannsóknir og vísindi.“ „Þó að í hópi umsækjenda til VSN séu einnig nokkur öflug fyrirtæki [sem rekin eru í hagnaðarskyni] á hverju ári sem munar lítið um að greiða til nefndarinnar, þá telur Læknadeild ekki ásættanlegt að fara í þessa vegferð á meðan fjármögnun vísinda á heilbrigðissviði stendur jafn illa og raun ber vitni,“ stendur í gagnrýnni umsögn Engilberts Sigurðssonar, prófessors í geðlæknisfræði og forseta læknadeildar Háskóla Íslands. sveinn@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira