Riðlist ekki á náttúrunni eins og rófulausir hundar á lóðatík 17. nóvember 2018 10:00 Arnarker, um fimm hundruð metra hellir, í landi Hlíðarenda í Ölfusi. Mynd/Guðmundur Brynjar Þorsteinsson Hellinum Arnarkeri, sem illa er farinn af sívaxandi ágangi ferðamanna, hefur verið lokað. „Við sitjum eins og saklausir afdalabændur og leyfum hlutunum að gerast í kring um okkur. Það er kjánalegt að gera ekkert í að verja þessar gersemar sem við erum að státa af,“ segir Árni B. Stefánsson, formaður hellaverndunarnefndar Hellarannsóknarfélags Íslands. Síðastliðinn sunnudag fjarlægðu fulltrúar Hellarannsóknarfélagsins járnstiga sem þeir höfðu sett ofan í op Arnarkers fyrir átján árum. Var það gert í samráði við landeiganda. Arnarker er á landi í eigu vatnsátöppunarfyrirtækis athafnamannsins Jóns Ólafssonar í Ölfusi. „Stígurinn að hellinum er orðinn eitt drullusvað sem og hellisbotninn sjálfur,“ segir í bókun markaðs- og menningarnefndar Ölfuss. Slysahætta sé við hellinn. Markaðsnefndin segir leyfi fengið frá landeiganda til þess að lagfæra stíginn og setja nýjan stiga. Óskað hafi verið eftir styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þá kveðst nefndin jákvæð gagnvart því að einkaaðilar byggi þar upp þjónustu. Árni B. Stefánsson segir ástandið við Arnarker langt í frá einsdæmi. Ferðaþjónustufyrirtæki beiti fyrir sig gömlum lögum frá þjóðveldisöld um frjálsa umferð um land. „Það nær náttúrlega engri átt að selja aðgang að landi annarra án samráðs við þá og eyðileggja fyrir viðkomandi. Það er ekki sanngjarnt,“ segir Árni og lýsir slæmri stöðu.Árni B. Stefánsson augnlæknir og hellakönnuður. Fréttablaðið/Vilhelm„Hellarnir eru viðkvæmustu náttúruminjar landsins og þeir hafa orðið fyrir óheyrilegum skaða – af mannavöldum eingöngu. Skreyttu hellarnir eru eins og gjafavöruverslun sem er opin til sjálfsafgreiðslu. Það hverfur allt sem hægt er að taka,“ útskýrir Árni. Að sögn Árna þarf að verja hellana en hafa þá samt sýnilega. Ferðaþjónustuaðilar láti sig málið engu varða og stjórnvöld þurfi því að taka á hlutunum. Leggja þurfi á gjöld svo ferðaþjónustan taki þátt í nauðsynlegum fyrirbyggjandi aðgerðum og mótvægisaðgerðum. „Það sem ég sé fyrir mér er að ferðamenn og ferðaþjónustufyrirtæki hætti að riðlast á þessu viðkvæma landi okkar eins og rófulaus hundur á lóðatík,“ segir Árni. „Ég hef með fullri alvöru farið fram á að menn leggi tíu prósent af brúttótekjum af ferðum í valda hella í varnar-, rannsókna- og fræðslusjóð. Þeir segja að það komi ekki til greina: ekki tíu prósent, ekki eitt prósent, ekki nokkurn skapaðan hlut.“ gar@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Ölfus Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Hellinum Arnarkeri, sem illa er farinn af sívaxandi ágangi ferðamanna, hefur verið lokað. „Við sitjum eins og saklausir afdalabændur og leyfum hlutunum að gerast í kring um okkur. Það er kjánalegt að gera ekkert í að verja þessar gersemar sem við erum að státa af,“ segir Árni B. Stefánsson, formaður hellaverndunarnefndar Hellarannsóknarfélags Íslands. Síðastliðinn sunnudag fjarlægðu fulltrúar Hellarannsóknarfélagsins járnstiga sem þeir höfðu sett ofan í op Arnarkers fyrir átján árum. Var það gert í samráði við landeiganda. Arnarker er á landi í eigu vatnsátöppunarfyrirtækis athafnamannsins Jóns Ólafssonar í Ölfusi. „Stígurinn að hellinum er orðinn eitt drullusvað sem og hellisbotninn sjálfur,“ segir í bókun markaðs- og menningarnefndar Ölfuss. Slysahætta sé við hellinn. Markaðsnefndin segir leyfi fengið frá landeiganda til þess að lagfæra stíginn og setja nýjan stiga. Óskað hafi verið eftir styrk í framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Þá kveðst nefndin jákvæð gagnvart því að einkaaðilar byggi þar upp þjónustu. Árni B. Stefánsson segir ástandið við Arnarker langt í frá einsdæmi. Ferðaþjónustufyrirtæki beiti fyrir sig gömlum lögum frá þjóðveldisöld um frjálsa umferð um land. „Það nær náttúrlega engri átt að selja aðgang að landi annarra án samráðs við þá og eyðileggja fyrir viðkomandi. Það er ekki sanngjarnt,“ segir Árni og lýsir slæmri stöðu.Árni B. Stefánsson augnlæknir og hellakönnuður. Fréttablaðið/Vilhelm„Hellarnir eru viðkvæmustu náttúruminjar landsins og þeir hafa orðið fyrir óheyrilegum skaða – af mannavöldum eingöngu. Skreyttu hellarnir eru eins og gjafavöruverslun sem er opin til sjálfsafgreiðslu. Það hverfur allt sem hægt er að taka,“ útskýrir Árni. Að sögn Árna þarf að verja hellana en hafa þá samt sýnilega. Ferðaþjónustuaðilar láti sig málið engu varða og stjórnvöld þurfi því að taka á hlutunum. Leggja þurfi á gjöld svo ferðaþjónustan taki þátt í nauðsynlegum fyrirbyggjandi aðgerðum og mótvægisaðgerðum. „Það sem ég sé fyrir mér er að ferðamenn og ferðaþjónustufyrirtæki hætti að riðlast á þessu viðkvæma landi okkar eins og rófulaus hundur á lóðatík,“ segir Árni. „Ég hef með fullri alvöru farið fram á að menn leggi tíu prósent af brúttótekjum af ferðum í valda hella í varnar-, rannsókna- og fræðslusjóð. Þeir segja að það komi ekki til greina: ekki tíu prósent, ekki eitt prósent, ekki nokkurn skapaðan hlut.“ gar@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Ölfus Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira