Ábyrgð óábyrgra Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 08:00 Theresa May hefur kynnt Brexit-samkomulagið fyrir ríkisstjórn sinni. Um er að ræða 585 síðna skjal sem á að verða undirstaða samninga Breta og Evrópusambandsins. Þegar May stóð fyrir utan dyrnar frægu við Downing-stræti númer 10 viðurkenndi hún að ekki væri samkomulagið fullkomið, en kostirnir væru bara þrír: að samþykkja samninginn, ganga úr Evrópusambandinu samningslaus eða hætta við útgöngu. Af þessu þrennu teldi hún samninginn skásta kostinn. Theresa May er praktískur pólitíkus. Hún varð leiðtogi með því að segja sem allra minnst um Brexit og mæta svo á vettvang eftir að David Cameron hrökklaðist frá. Hennar nálgun á Brexit ber keim af þessu. Hún er bundin af þjóðaratkvæði, og telur hlutverk sitt að klára samning sem veldur sem minnstu tjóni. Margir kollegar hennar í ríkisstjórn og Íhaldsflokknum eru annarrar gerðar. Sýn hinna svokölluðu Brexit-sinna, með spjátrunginn Jacob Rees-Mogg í fararbroddi, er úr takti við veruleikann og virðist eiga rætur í löngu úreltum breskum heimsveldisdraumum. Viðbrögð þessa arms mátti sjá fyrir. Nokkrir tugir þingmanna hafa lýst vantrausti á May, en 48 þingmenn þarf til að knýja fram leiðtogakjör. Að minnsta kosti fjórir ráðherrar hafa sagt af sér, þar á meðal Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála. May hefur misst tuttugu ráðherra úr ríkisstjórn frá því hún tók við völdum. Varla þarf að taka fram að það er met á ekki lengri valdatíma. Þessar væringar lögðust illa í markaði. Pundið hefur átt sína verstu daga frá þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, og gríðarlegar sveiflur hafa orðið á hlutabréfamarkaði. Venjulegt fólk finnur fyrir þessu á ferðum sínum, í verðlagi og algeru frosti á fasteignamarkaði. Þetta er gjaldið sem almenningur greiðir fyrir óábyrga stjórnmálamenn. Raunar hafa þessir sömu ábyrgðarlausu stjórnmálamenn ekki látið í ljós mikla efnislega gagnrýni á samkomulagið. Helst er að þeir hafi gagnrýnt að Bretland verður áfram í tollabandalagi við Evrópusambandið „þar til betri lausn finnst“. Þetta samþykkti May til að koma í veg fyrir að gamaldags landamæri risu milli Írlands og Norður-Írlands. Samningurinn er sömuleiðis þunnur um það sem mestu skiptir, viðskiptasamband Breta við Evrópusambandið eftir Brexit, en um það fjalla aðeins 7 síður af 585. Enn eitt merkið um að Brexit snýst að stórum hluta um gamaldags sýn á veröldina þar sem aukaatriði verða aðalatriði. Allsendis óvíst er hvort May tekst að koma samningnum gegnum þingið, eða hvort hún lifir hreinlega af sem forsætisráðherra. Kannski verður önnur þjóðaratkvæðagreiðsla eftir allt. Til þess þyrfti að kveða við nýjan tón í stjórnmálunum, og leiðtogarnir að viðurkenna að betur hefði verið heima setið en af stað farið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Theresa May hefur kynnt Brexit-samkomulagið fyrir ríkisstjórn sinni. Um er að ræða 585 síðna skjal sem á að verða undirstaða samninga Breta og Evrópusambandsins. Þegar May stóð fyrir utan dyrnar frægu við Downing-stræti númer 10 viðurkenndi hún að ekki væri samkomulagið fullkomið, en kostirnir væru bara þrír: að samþykkja samninginn, ganga úr Evrópusambandinu samningslaus eða hætta við útgöngu. Af þessu þrennu teldi hún samninginn skásta kostinn. Theresa May er praktískur pólitíkus. Hún varð leiðtogi með því að segja sem allra minnst um Brexit og mæta svo á vettvang eftir að David Cameron hrökklaðist frá. Hennar nálgun á Brexit ber keim af þessu. Hún er bundin af þjóðaratkvæði, og telur hlutverk sitt að klára samning sem veldur sem minnstu tjóni. Margir kollegar hennar í ríkisstjórn og Íhaldsflokknum eru annarrar gerðar. Sýn hinna svokölluðu Brexit-sinna, með spjátrunginn Jacob Rees-Mogg í fararbroddi, er úr takti við veruleikann og virðist eiga rætur í löngu úreltum breskum heimsveldisdraumum. Viðbrögð þessa arms mátti sjá fyrir. Nokkrir tugir þingmanna hafa lýst vantrausti á May, en 48 þingmenn þarf til að knýja fram leiðtogakjör. Að minnsta kosti fjórir ráðherrar hafa sagt af sér, þar á meðal Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála. May hefur misst tuttugu ráðherra úr ríkisstjórn frá því hún tók við völdum. Varla þarf að taka fram að það er met á ekki lengri valdatíma. Þessar væringar lögðust illa í markaði. Pundið hefur átt sína verstu daga frá þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, og gríðarlegar sveiflur hafa orðið á hlutabréfamarkaði. Venjulegt fólk finnur fyrir þessu á ferðum sínum, í verðlagi og algeru frosti á fasteignamarkaði. Þetta er gjaldið sem almenningur greiðir fyrir óábyrga stjórnmálamenn. Raunar hafa þessir sömu ábyrgðarlausu stjórnmálamenn ekki látið í ljós mikla efnislega gagnrýni á samkomulagið. Helst er að þeir hafi gagnrýnt að Bretland verður áfram í tollabandalagi við Evrópusambandið „þar til betri lausn finnst“. Þetta samþykkti May til að koma í veg fyrir að gamaldags landamæri risu milli Írlands og Norður-Írlands. Samningurinn er sömuleiðis þunnur um það sem mestu skiptir, viðskiptasamband Breta við Evrópusambandið eftir Brexit, en um það fjalla aðeins 7 síður af 585. Enn eitt merkið um að Brexit snýst að stórum hluta um gamaldags sýn á veröldina þar sem aukaatriði verða aðalatriði. Allsendis óvíst er hvort May tekst að koma samningnum gegnum þingið, eða hvort hún lifir hreinlega af sem forsætisráðherra. Kannski verður önnur þjóðaratkvæðagreiðsla eftir allt. Til þess þyrfti að kveða við nýjan tón í stjórnmálunum, og leiðtogarnir að viðurkenna að betur hefði verið heima setið en af stað farið.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun