Sjómannafélag Íslands fer fram á málskostnaðartryggingu frá Heiðveigu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. nóvember 2018 18:38 Heiðveig María Einarsdóttir við Félagdóm í dag Vísir/Vilhelm Sjómannafélag Íslands gerði í dag þá kröfu að Heiðveig María Einarsdóttir greiði málskostnaðartryggingu vegna stefnu hennar gegn félaginu fyrir félagsdómi. Málið var þingfest síðdegis þar sem málsaðilar lögðu fram gögn en skorið verður úr um kröfu félagins á mánudag. Lögmaður Heiðveigar stefndi Sjómannafélagi Íslands eftir að félagið gerði hana brottræka úr félaginu í lok síðasta mánaðar, með ólögmætum hætti að sögn lögmannsins. Heiðveig hafði gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og gefið út að hún hygði á framboð til stjórnar í komandi stjórnarkosningum sem hefjast 24. nóvember næstkomandi. Málið var þingfest í dag þar sem lögmaður Heiðveigar fór fram á flýtimeðferð en frestur til þess að leggja fram framboðslista í komandi stjórnarkjöri í Sjómannafélaginu rennur út á hádegi á mánudag. „Það er allt of seint að gera það núna. Lögin eru skýr með það að kosningar skulu hefjast 24. nóvember og þær gera það hvort sem það er einn listi eða tveir listar eða fleiri,“ sagði Jónas Haraldsson, lögmaður Sjómannafélags Íslands eftir þingfestinguna í dag. Lögmaður Sjómannafélags Íslands fór fram á það fyrir dómi að Heiðveigu yrði gert að leggja fram málskosnaðartryggingu vegna málaferlanna í ljósi þess að gert hafi verið árangurslaust fjárnám henni. Að sögn Heiðveigar er það vegna fasteignaveðkrafna frá því eftir hrun.Málið er komið töluvert lengra en þú hafði ætlað þér kannski í upphafi. Hversu langt ætlar þú með það?„Alla leið. Þetta er ekki boðlegt. Þetta er kolólöglegt að okkar mati og algjörlega fordæmalaust og engan veginn í lagi að okkar mati,“ sagði Heiðveig að lokinni þingfestingu.Sjómannafélagið leggur fram málskostnaðarkröfu á hendur þér, áttu von á því að það eigi eftir að eyðileggja málið fyrir þér„Að sjálfsögðu ekki nei. Ég er tryggð fyrir þessu og svo leyfi ég bara dómnum að úrskurða um það, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Heiðveig. Dómurinn gat ekki skorið úr um kröfuna eða upphæð hennar þar sem dómur var ekki fjölskipaður og verði gert síðdegis á mánudag. „Að þetta mál sé komið þetta langt er algjörlega galið að öllu leiti,“ segir Heiðveig.Hefur þú heyrt um önnur framboð sem fyrirhugað er að leggja fram fyrir hádegi á mánudag?„Já, ég hef heyrt það. Ég hef heyrt af lista stjórnar sem þeir hafa ekki gerst svo góðir að tilkynna fyrir félagsmönnum, þrátt fyrir að framboðsfrestur renni út á mánudag,“ segir Heiðveig. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38 Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49 Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira
Sjómannafélag Íslands gerði í dag þá kröfu að Heiðveig María Einarsdóttir greiði málskostnaðartryggingu vegna stefnu hennar gegn félaginu fyrir félagsdómi. Málið var þingfest síðdegis þar sem málsaðilar lögðu fram gögn en skorið verður úr um kröfu félagins á mánudag. Lögmaður Heiðveigar stefndi Sjómannafélagi Íslands eftir að félagið gerði hana brottræka úr félaginu í lok síðasta mánaðar, með ólögmætum hætti að sögn lögmannsins. Heiðveig hafði gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og gefið út að hún hygði á framboð til stjórnar í komandi stjórnarkosningum sem hefjast 24. nóvember næstkomandi. Málið var þingfest í dag þar sem lögmaður Heiðveigar fór fram á flýtimeðferð en frestur til þess að leggja fram framboðslista í komandi stjórnarkjöri í Sjómannafélaginu rennur út á hádegi á mánudag. „Það er allt of seint að gera það núna. Lögin eru skýr með það að kosningar skulu hefjast 24. nóvember og þær gera það hvort sem það er einn listi eða tveir listar eða fleiri,“ sagði Jónas Haraldsson, lögmaður Sjómannafélags Íslands eftir þingfestinguna í dag. Lögmaður Sjómannafélags Íslands fór fram á það fyrir dómi að Heiðveigu yrði gert að leggja fram málskosnaðartryggingu vegna málaferlanna í ljósi þess að gert hafi verið árangurslaust fjárnám henni. Að sögn Heiðveigar er það vegna fasteignaveðkrafna frá því eftir hrun.Málið er komið töluvert lengra en þú hafði ætlað þér kannski í upphafi. Hversu langt ætlar þú með það?„Alla leið. Þetta er ekki boðlegt. Þetta er kolólöglegt að okkar mati og algjörlega fordæmalaust og engan veginn í lagi að okkar mati,“ sagði Heiðveig að lokinni þingfestingu.Sjómannafélagið leggur fram málskostnaðarkröfu á hendur þér, áttu von á því að það eigi eftir að eyðileggja málið fyrir þér„Að sjálfsögðu ekki nei. Ég er tryggð fyrir þessu og svo leyfi ég bara dómnum að úrskurða um það, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Heiðveig. Dómurinn gat ekki skorið úr um kröfuna eða upphæð hennar þar sem dómur var ekki fjölskipaður og verði gert síðdegis á mánudag. „Að þetta mál sé komið þetta langt er algjörlega galið að öllu leiti,“ segir Heiðveig.Hefur þú heyrt um önnur framboð sem fyrirhugað er að leggja fram fyrir hádegi á mánudag?„Já, ég hef heyrt það. Ég hef heyrt af lista stjórnar sem þeir hafa ekki gerst svo góðir að tilkynna fyrir félagsmönnum, þrátt fyrir að framboðsfrestur renni út á mánudag,“ segir Heiðveig.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38 Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49 Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Sjá meira
Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38
Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49
Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30
Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59
Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06
„Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59