Réttarríkið og RÚV Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 12:00 Getur verið, eins og haldið er fram í bókinni Gjaldeyriseftirlitið, að upphaf málaferla Seðlabankans gegn Samherja megi rekja til þess að starfsmaður Kastljóss var á þorrablóti fyrir austan og ræddi þar yfir súrsuðum hrútspungum við einhvern sem taldi að Samherji væri að svindla á karfasölu? Ef svo er þá væri það efni í súrrealíska gamanþætti, ef það væri ekki jafn grafalvarlegt eins og raun ber vitni. Í kjölfar hrunsins voru handhafar ákæruvalds og eftirlitsaðilar undir þrýstingi frá stjórnmálamönnum, álitsgjöfum og fjölmiðlum um aðgerðir. Í slíku andrúmslofti reynir mjög á grundvallarreglur réttarríkisins. Þeim er ætlað að vernda alla þegna landsins og eru miklu mikilvægari heldur en tímabundin vandamál á gjaldeyrismarkaði svo dæmi sé tekið. Það er enginn vandi að virða reglur réttarríkisins þegar ekkert bjátar á, en það reynir á þegar samfélagið fer á hliðina. Þegar Seðlabankinn, FME og sérstakur saksóknari héldu blaðamannafund vegna Aserta málsins brá mörgum í brún. Þar var ákært, dæmt og refsað í beinni útsendingu. Síðar kom í ljós að ekki stóð steinn yfir steini, en fjöldi saklausra manna varð fyrir skaða. Fyrir það hefur ekki verið svarað. Samherjamálið er mjög alvarlegt og Seðlabankinn hefur farið fram af miklu gáleysi. Húsleitin fór fram í samstarfi við Ríkisútvarpið (sama gerðist í tilfelli Vinnslustöðvarinnar) og skýringar bankans á gangi málsins veiklulegar. Þessi meðferð valds getur ekki staðið óátalin, aðgerðarleysi er sama og samþykki. Jafnframt má minna þá á sem fara með vald að það er ekki líklegt til árangurs að vinna með Ríkisútvarpinu, spyrjið bara konuna sem rak Sjanghæ á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Getur verið, eins og haldið er fram í bókinni Gjaldeyriseftirlitið, að upphaf málaferla Seðlabankans gegn Samherja megi rekja til þess að starfsmaður Kastljóss var á þorrablóti fyrir austan og ræddi þar yfir súrsuðum hrútspungum við einhvern sem taldi að Samherji væri að svindla á karfasölu? Ef svo er þá væri það efni í súrrealíska gamanþætti, ef það væri ekki jafn grafalvarlegt eins og raun ber vitni. Í kjölfar hrunsins voru handhafar ákæruvalds og eftirlitsaðilar undir þrýstingi frá stjórnmálamönnum, álitsgjöfum og fjölmiðlum um aðgerðir. Í slíku andrúmslofti reynir mjög á grundvallarreglur réttarríkisins. Þeim er ætlað að vernda alla þegna landsins og eru miklu mikilvægari heldur en tímabundin vandamál á gjaldeyrismarkaði svo dæmi sé tekið. Það er enginn vandi að virða reglur réttarríkisins þegar ekkert bjátar á, en það reynir á þegar samfélagið fer á hliðina. Þegar Seðlabankinn, FME og sérstakur saksóknari héldu blaðamannafund vegna Aserta málsins brá mörgum í brún. Þar var ákært, dæmt og refsað í beinni útsendingu. Síðar kom í ljós að ekki stóð steinn yfir steini, en fjöldi saklausra manna varð fyrir skaða. Fyrir það hefur ekki verið svarað. Samherjamálið er mjög alvarlegt og Seðlabankinn hefur farið fram af miklu gáleysi. Húsleitin fór fram í samstarfi við Ríkisútvarpið (sama gerðist í tilfelli Vinnslustöðvarinnar) og skýringar bankans á gangi málsins veiklulegar. Þessi meðferð valds getur ekki staðið óátalin, aðgerðarleysi er sama og samþykki. Jafnframt má minna þá á sem fara með vald að það er ekki líklegt til árangurs að vinna með Ríkisútvarpinu, spyrjið bara konuna sem rak Sjanghæ á Akureyri.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun