Ók af vettvangi þar sem þrjár ungar konur slösuðust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2018 09:45 Svona fór fyrir bílnum en karlmaðurinn er sagður hafa ekið á brott án þess að aðstoða ungu konurnar þrjár. Karlmaður um tvítugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Kópavogi síðdegis laugardaginn 24. febrúar. Málið er til meðferðar hjá héraðsdómstól Reykjavíkur. Karlinn er sakaður um að hafa viljandi ekið bíl sínum á annan bíl á Hafnarfjarðarvegi við frárein upp í Hamraborg. Þrjár konur voru í hinum bílnum sem valt og slösuðust þær allar. Ók karlinn af vettvangi og sinnti þannig ekki skyldu sinni við umferðarslys eins og segir í ákærunni sem er tvískipt. Annars vegar er hann sakaður um sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir að hafa með ásetningi ekið á hinn bílinn sem skall á vegriði og valt utan vegar. Kona undir tvítugu, sem ók hinum bílnum, hlaut heilahristing, tognaði á hálsi og brjósthrygg auk þess að fá skrámur á hönd og fingri. Farþegarnir, kona undir tvítugu og ólögráða stúlka, slösuðust sömuleiðis. Tognuðu þær á hálsi og brjósthrygg ásamt því að önnur fékk mar á lunga og kviðvegg en hin yfirborðsáverka á mjaðmagrind. Karlinn er hins vegar sakaður um hættubrot og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bílnum án ökuréttinda um miðjan dag á fjölfarinni akbraut án nægjanlegrar aðgæslu og varúðar með fyrrnefndum afleiðingum. Í kjölfarið sinnti hann ekki skyldum sínum við umferðarslys heldur ók rakleiðis af vettvangi án þess að gæta að farþegum bifreiðar. Með akstrinum er hann sagður hafa raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu kvennanna í hinum bílnum í augljósan háska sem og annarra vegfarenda. Karlmaðurinn á að baki tveggja mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás. Kópavogur Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi Bíl ekið á ljósastaur. 24. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Karlmaður um tvítugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Kópavogi síðdegis laugardaginn 24. febrúar. Málið er til meðferðar hjá héraðsdómstól Reykjavíkur. Karlinn er sakaður um að hafa viljandi ekið bíl sínum á annan bíl á Hafnarfjarðarvegi við frárein upp í Hamraborg. Þrjár konur voru í hinum bílnum sem valt og slösuðust þær allar. Ók karlinn af vettvangi og sinnti þannig ekki skyldu sinni við umferðarslys eins og segir í ákærunni sem er tvískipt. Annars vegar er hann sakaður um sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir að hafa með ásetningi ekið á hinn bílinn sem skall á vegriði og valt utan vegar. Kona undir tvítugu, sem ók hinum bílnum, hlaut heilahristing, tognaði á hálsi og brjósthrygg auk þess að fá skrámur á hönd og fingri. Farþegarnir, kona undir tvítugu og ólögráða stúlka, slösuðust sömuleiðis. Tognuðu þær á hálsi og brjósthrygg ásamt því að önnur fékk mar á lunga og kviðvegg en hin yfirborðsáverka á mjaðmagrind. Karlinn er hins vegar sakaður um hættubrot og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bílnum án ökuréttinda um miðjan dag á fjölfarinni akbraut án nægjanlegrar aðgæslu og varúðar með fyrrnefndum afleiðingum. Í kjölfarið sinnti hann ekki skyldum sínum við umferðarslys heldur ók rakleiðis af vettvangi án þess að gæta að farþegum bifreiðar. Með akstrinum er hann sagður hafa raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu kvennanna í hinum bílnum í augljósan háska sem og annarra vegfarenda. Karlmaðurinn á að baki tveggja mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás.
Kópavogur Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi Bíl ekið á ljósastaur. 24. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi Bíl ekið á ljósastaur. 24. febrúar 2018 14:50