Fjármálaráðherra segir Samfylkinguna bara bjóða upp á skattahækkanir Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2018 19:00 Samfylkingin leggur fram breytingartillögur um aukin útgjöld upp á 24 milljarða við aðra umræðu fjárlaga sem hófst í dag. Fjármálaráðherra segir flokkinn ekki bjóða upp á neitt annað en skattahækkanir. Stjórnarandstöðuflokkarnir leggja allir fram einhverjar breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið en Samfylkingin kynnti sínar tillögur í sautján liðum á fréttamannafundi í dag. Þar er meðal annars lagt til að auka framlög til almennra íbúða, barnabóta og vaxtabóta um tvo milljarða hvert fyrir sig og framlög til öryrkja annars vegar og eldri borgara hins vegar hækki um fjóra milljarða. Logi Einarsson, formaður flokksins, segir markmiðið með tillögunum að auka félagslegan stöðugleika. „Koma til móts við hópa sem hafa þurft að sitja eftir í uppsveiflunni og leggja meiri áherslu á átak í húsnæðismálum. Sem er auðvitað forsenda þess að mati atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar að hér geti náðst góðir kjarasamningar,” segir Logi.Grafík/TótlaÞá leggur Samfylkingin til aukin framlög til háskólanna og framhaldsskólanna, til Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, til hjúkrunarheimila, samgangna og að óskum SÁÁ um aukin framlög upp á tæpar 300 milljónir verði að fullu mætt. Á móti leggur flokkurinn til að fallið verði frá lækkun veiðigjalda, tekinn verði upp tekju- og eignatengdur auðlegðarskattur, bankaskattur endurvakinn sem og sykurskattur. Þetta fjármagni útgjaldaaukninguna að fullu og rúmlega það. „Við viljum leggja meiri álögur á þá sem sannarlega geta borið það og verja millitekju- og lágtekjufólk sem á bara erfitt með að draga fram lífið. Við munum hins vegar líka skila auknum afgangi,” segir Logi. Í umræðunni um frumvarpið á Alþingi í dag sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Samfylkinguna tala eins og ekki sé verið að stórauka útgjöld á næsta ári, eða um 4,6 prósent, og hafi bara eitt svar. „Nýjan skatt á ferðaþjónustuna, komum aftur með sykurskattinn sem mun engu breyta í neysluvenjum, ekki frekar en síðast. Hann mun hækka matvöru, hann mun hækka verðlag. Hækka skatta endalaust. Það eru einu hugmyndirnar sem menn hafa úr þessari átt,” sagði fjármálaráðherra. Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Samfylkingin leggur fram breytingartillögur um aukin útgjöld upp á 24 milljarða við aðra umræðu fjárlaga sem hófst í dag. Fjármálaráðherra segir flokkinn ekki bjóða upp á neitt annað en skattahækkanir. Stjórnarandstöðuflokkarnir leggja allir fram einhverjar breytingartillögur við fjárlagafrumvarpið en Samfylkingin kynnti sínar tillögur í sautján liðum á fréttamannafundi í dag. Þar er meðal annars lagt til að auka framlög til almennra íbúða, barnabóta og vaxtabóta um tvo milljarða hvert fyrir sig og framlög til öryrkja annars vegar og eldri borgara hins vegar hækki um fjóra milljarða. Logi Einarsson, formaður flokksins, segir markmiðið með tillögunum að auka félagslegan stöðugleika. „Koma til móts við hópa sem hafa þurft að sitja eftir í uppsveiflunni og leggja meiri áherslu á átak í húsnæðismálum. Sem er auðvitað forsenda þess að mati atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar að hér geti náðst góðir kjarasamningar,” segir Logi.Grafík/TótlaÞá leggur Samfylkingin til aukin framlög til háskólanna og framhaldsskólanna, til Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri og heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, til hjúkrunarheimila, samgangna og að óskum SÁÁ um aukin framlög upp á tæpar 300 milljónir verði að fullu mætt. Á móti leggur flokkurinn til að fallið verði frá lækkun veiðigjalda, tekinn verði upp tekju- og eignatengdur auðlegðarskattur, bankaskattur endurvakinn sem og sykurskattur. Þetta fjármagni útgjaldaaukninguna að fullu og rúmlega það. „Við viljum leggja meiri álögur á þá sem sannarlega geta borið það og verja millitekju- og lágtekjufólk sem á bara erfitt með að draga fram lífið. Við munum hins vegar líka skila auknum afgangi,” segir Logi. Í umræðunni um frumvarpið á Alþingi í dag sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Samfylkinguna tala eins og ekki sé verið að stórauka útgjöld á næsta ári, eða um 4,6 prósent, og hafi bara eitt svar. „Nýjan skatt á ferðaþjónustuna, komum aftur með sykurskattinn sem mun engu breyta í neysluvenjum, ekki frekar en síðast. Hann mun hækka matvöru, hann mun hækka verðlag. Hækka skatta endalaust. Það eru einu hugmyndirnar sem menn hafa úr þessari átt,” sagði fjármálaráðherra.
Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Skattar og tollar Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent