Fimm æfingar í fjórum bæjarfélögum: Ríkisvaldið þarf að vakna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 08:00 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. vísir/eyþór Íslensku landsliðin í handbolta og körfubolta þurfa nýjan heimavöll. Laugardalshöllin er ekki lengur í stakk búin til þess að þjóna sem heimavöllur liðanna. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, kallaði eftir því að ríkisstjórnin færi að taka til aðgerða á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni. „Hér erum við stödd í nýjum húsakynnum Fjölnis. Í gær vorum við í Ólafssal í Hafnarfirði og í kvöld er það Smárinn í Kópavogi. Á morgun er það aftur Hafnarfjörður og svo á fimmtudaginn Garðabær. Áður en við fáum í raun æfingu á okkar eigin heimavelli þá þurfum við að taka landsliðsæfingar á fjórum stöðum í fjórum bæjarfélögum,“ sagði Hannes. Kvennalandsliðið spilar tvo leiki í undankeppni EuroBasket í Laugardalshöll á næstu dögum. „Númer eitt, tvö og þrjú er þetta ríkisvaldið. Ríkisvaldið og ráðherra íþróttamála þarf alvarlega að fara að taka þetta mál upp svo eitthvað verði gert.“ „Ef við ætlum að ná árangri í íþróttum þá þurfum við góða aðstöðu og við þurfum góða heimavelli. Við höfum það ekki í dag.“ „Ráðamenn verða að vakna. Þeir þurfa að vakna núna en ekki eftir tíu ár. Íþróttahreyfingin í heild sinni þarf að taka sig saman og ræða þetta mál, taka þetta á hærra plan og hætta að pukrast með þetta í einhverjum hornum.“ „Við þurfum að eignast okkar heimavöll. Okkar þjóðarleikvang,“ sagði Hannes. Í sumar felldi EHF, evrópska handknattleikssambandið, úr gildi undanþágu sem íþróttahöllin í Þórshöfn í Færeyjum var á svo færeyska landsliðið þarf nú að spila utan landssteinanna. Laugardalshöllin er á slíkri undanþágu og mun hún á endanum renna út. „Við höfum óskað eftir viðræðum við ríki og borg um nýjan þjóðarleikvang en ekki fengið mikil viðbrögð. Í vor stóð til að stofna samráðshóp ríkis, borgar, HSÍ og KKÍ en það hefur ekki verið skipað í hann enn,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, þegar málið kom upp í ágúst. Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Undanþágan sem Höllin er á fellur úr gildi á endanum Færeyingar fá ekki að spila heimaleiki sína í undankeppni EM 2020 í handbolta í íþróttahöllinni á Hálsi því hún stenst ekki kröfur EHF. 24. ágúst 2018 08:00 Jonni um landsliðið: „Búinn að hafa áhyggjur í langan tíma“ Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. 11. nóvember 2018 12:00 Þolinmæðin mun á endanum bresta Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. 21. september 2018 11:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
Íslensku landsliðin í handbolta og körfubolta þurfa nýjan heimavöll. Laugardalshöllin er ekki lengur í stakk búin til þess að þjóna sem heimavöllur liðanna. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, kallaði eftir því að ríkisstjórnin færi að taka til aðgerða á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni. „Hér erum við stödd í nýjum húsakynnum Fjölnis. Í gær vorum við í Ólafssal í Hafnarfirði og í kvöld er það Smárinn í Kópavogi. Á morgun er það aftur Hafnarfjörður og svo á fimmtudaginn Garðabær. Áður en við fáum í raun æfingu á okkar eigin heimavelli þá þurfum við að taka landsliðsæfingar á fjórum stöðum í fjórum bæjarfélögum,“ sagði Hannes. Kvennalandsliðið spilar tvo leiki í undankeppni EuroBasket í Laugardalshöll á næstu dögum. „Númer eitt, tvö og þrjú er þetta ríkisvaldið. Ríkisvaldið og ráðherra íþróttamála þarf alvarlega að fara að taka þetta mál upp svo eitthvað verði gert.“ „Ef við ætlum að ná árangri í íþróttum þá þurfum við góða aðstöðu og við þurfum góða heimavelli. Við höfum það ekki í dag.“ „Ráðamenn verða að vakna. Þeir þurfa að vakna núna en ekki eftir tíu ár. Íþróttahreyfingin í heild sinni þarf að taka sig saman og ræða þetta mál, taka þetta á hærra plan og hætta að pukrast með þetta í einhverjum hornum.“ „Við þurfum að eignast okkar heimavöll. Okkar þjóðarleikvang,“ sagði Hannes. Í sumar felldi EHF, evrópska handknattleikssambandið, úr gildi undanþágu sem íþróttahöllin í Þórshöfn í Færeyjum var á svo færeyska landsliðið þarf nú að spila utan landssteinanna. Laugardalshöllin er á slíkri undanþágu og mun hún á endanum renna út. „Við höfum óskað eftir viðræðum við ríki og borg um nýjan þjóðarleikvang en ekki fengið mikil viðbrögð. Í vor stóð til að stofna samráðshóp ríkis, borgar, HSÍ og KKÍ en það hefur ekki verið skipað í hann enn,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, þegar málið kom upp í ágúst.
Íslenski handboltinn Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Undanþágan sem Höllin er á fellur úr gildi á endanum Færeyingar fá ekki að spila heimaleiki sína í undankeppni EM 2020 í handbolta í íþróttahöllinni á Hálsi því hún stenst ekki kröfur EHF. 24. ágúst 2018 08:00 Jonni um landsliðið: „Búinn að hafa áhyggjur í langan tíma“ Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. 11. nóvember 2018 12:00 Þolinmæðin mun á endanum bresta Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. 21. september 2018 11:00 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
Undanþágan sem Höllin er á fellur úr gildi á endanum Færeyingar fá ekki að spila heimaleiki sína í undankeppni EM 2020 í handbolta í íþróttahöllinni á Hálsi því hún stenst ekki kröfur EHF. 24. ágúst 2018 08:00
Jonni um landsliðið: „Búinn að hafa áhyggjur í langan tíma“ Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta leikur tvo leiki í undankeppni EM 2019 í Laugardalshöll í nóvember. Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport ræddu stöðu landsliðsins. 11. nóvember 2018 12:00
Þolinmæðin mun á endanum bresta Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, er vakinn og sofinn yfir framgangi körfuboltans hér á landi. Álitaefnin sem valda honum mestu hugarangri þessa dagana eru eins og svo oft áður fjárhagsstaða sambandsins og málefni Laugardalshallarinnar. 21. september 2018 11:00