Horfa verði til heilsufarsógna loftslagsbreytinga Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. nóvember 2018 06:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Fréttablaðið/Valli „Það eru að mínu mati hálfógnvænlegir tímar fram undan ef ekkert gerist. Það er full þörf á að vekja alla til umhugsunar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann sat nýverið alþjóðlega ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Genf um heilsufarsógnir af völdum loftmengunar og loftslagsbreytinga. Útgangspunktur ráðstefnunnar var að tími umræðu sé liðinn og stund aðgerða sé runnin upp. Þórólfur segir það líka eiga við um Ísland. Á ári hverju er talið að í heiminum látist sjö milljónir einstaklinga af völdum loftmengunar, þar af 500 þúsund börn yngri en fimm ára. Þórólfur bendir á að evrópska Umhverfisstofnunin áætli að hér á landi valdi loftmengun 80 ótímabærum dauðsföllum á ári og að nokkrar íslenskar rannsóknir sýni óyggjandi að mengunin veldur hér ýmsum heilsufarslegum vandamálum. Bendir Þórólfur á að um áramótin síðustu hafi mengun af völdum skotelda í Reykjavík slegið öll met og á bilinu 10-20 einstaklingar leitað til heilbrigðiskerfisins vegna öndunarvandamála og óþæginda. Það sé bara toppurinn á ísjakanum. „Það má búast við að ef ekkert verður að gert, eins og margir hafa bent á, þá mun væntanlega margt breytast hér ef ekki tekst að snúa þróuninni við. Við munum fá aukinn fjölda flóttamanna, óbyggileg svæði víða um heim, við munum fá nýja sjúkdóma hingað vegna breytinga á dýralífi og svo framvegis.“ Hann kveðst ekki ætla að leggja mat á það hvort loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gangi nógu langt, þar sem hann sé ekki sérfræðingur í loftslagsmálum. „En við þurfum að fara að hugsa okkur um hvernig þessi mál eru að þróast, bæði hér á Íslandi og í heiminum öllum.“ –smj Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira
„Það eru að mínu mati hálfógnvænlegir tímar fram undan ef ekkert gerist. Það er full þörf á að vekja alla til umhugsunar,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann sat nýverið alþjóðlega ráðstefnu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Genf um heilsufarsógnir af völdum loftmengunar og loftslagsbreytinga. Útgangspunktur ráðstefnunnar var að tími umræðu sé liðinn og stund aðgerða sé runnin upp. Þórólfur segir það líka eiga við um Ísland. Á ári hverju er talið að í heiminum látist sjö milljónir einstaklinga af völdum loftmengunar, þar af 500 þúsund börn yngri en fimm ára. Þórólfur bendir á að evrópska Umhverfisstofnunin áætli að hér á landi valdi loftmengun 80 ótímabærum dauðsföllum á ári og að nokkrar íslenskar rannsóknir sýni óyggjandi að mengunin veldur hér ýmsum heilsufarslegum vandamálum. Bendir Þórólfur á að um áramótin síðustu hafi mengun af völdum skotelda í Reykjavík slegið öll met og á bilinu 10-20 einstaklingar leitað til heilbrigðiskerfisins vegna öndunarvandamála og óþæginda. Það sé bara toppurinn á ísjakanum. „Það má búast við að ef ekkert verður að gert, eins og margir hafa bent á, þá mun væntanlega margt breytast hér ef ekki tekst að snúa þróuninni við. Við munum fá aukinn fjölda flóttamanna, óbyggileg svæði víða um heim, við munum fá nýja sjúkdóma hingað vegna breytinga á dýralífi og svo framvegis.“ Hann kveðst ekki ætla að leggja mat á það hvort loftslagsáætlun ríkisstjórnarinnar gangi nógu langt, þar sem hann sé ekki sérfræðingur í loftslagsmálum. „En við þurfum að fara að hugsa okkur um hvernig þessi mál eru að þróast, bæði hér á Íslandi og í heiminum öllum.“ –smj
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Sjá meira