Jón Gnarr fargar Banksy-verkinu Birgir Olgeirsson skrifar 13. nóvember 2018 17:57 Jón Gnarr var borgarstjóri á árunum 2010 til 2014. Fréttablaðið/GVA Jón Gnarr hefur ákveðið að farga Banksy-verkinu sem hann fékk að gjöf þegar var borgarstjóri Reykjavíkur. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Greint var frá því fyrir skemmstu að Jón Gnarr hefði tekið verkið með sér heim eftir að hann lét af störfum sem borgarstjóri, en það hafði prýtt skrifstofu borgarstjóra á meðan Jón Gnarr gegndi því embætti. Fullyrt var að Banksy hefði samþykkt bón Jóns um að gefa honum verk ef það fengi að hanga uppi á skrifstofu borgarstjóra Reykjavíkur. Mikil umræða skapaðist í kjölfar fréttar Fréttablaðsins af málinu og því haldið fram að verkið væri milljóna virði og jafnvel að Jón Gnarr þyrfti að gefa það upp til skatts.Ætlar að farga verkinu svo það trufli engan Jón Gnarr sagði það af og frá að verkið væri milljóna virði, í raun væri einungis um að ræða eftirprentun, eða plakat, sem hægt er að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir. Hann segir í dag á Facebook að hann hafi ákveðið, í samráði við eiginkonu sína Jógu Jóhannsdóttur, að farga Banksy-myndinni við fyrsta tækifæri. „Þannig að hún og allt það sem hún stendur fyrir trufli engan. Ég vil líka nota þetta tækifæri og þakka öllum sem hafa tekið upp hanskan fyrir í þessu máli og hafa ekki viljað trúa því að ég væri svona illa innréttaður eins og sumir hafa verið að gera skóna.“Jón Gnarr og Jóga. Fréttablaðið/EyþórHafði samband við Banksy eftir krókaleiðum Jón Gnarr segist hafa verið aðdáandi listamannsins Banksy lengi og að hann hefði haft samband við hann eftir krókaleiðum þegar kosningarnar árið 2010 voru afstaðnar. Hann segist hafa lýst yfir aðdáun sinni og beðið hann um verk til að hengja upp á skrifstofunni. Tók myndina heim til minningar um borgarstjóratíðina Hann segir öll samskiptin hafa farið fram í gegnum þriðja aðila en eftir langan tíma þá fékk hann myndina senda í tölvupósti með þeim skilaboðum að hann mætti prenta hana út og hengja hana upp. „Mér fannst þetta mikil upphefð. Ég var bara sá einfeldningur að halda að þetta væri eitthvað merkilegt og þess vegna fullyrti ég það í þessu viðtali sem við mig var tekið. Seinna þegar mér varð ljós einfeldni mín reyndi ég bara að hafa gaman af þessu og fannst þetta bara krúttlegt. Þegar ég svo hætti störfum tók ég myndina með mér til minningar um þennan tíma og hef svo sem ekkert velt þessu neitt fyrir mér,“ skrifar Jón. Banksy vakti athygli gesta á skrifstofu Jóns Gnarr.Fréttablaðið/GVASegir myndina verðlausa Hann segir myndina hafa hangið uppi og hann tekið fjölda mynda af sér og öðrum fyrir framan hana sem birst hafa á Facebook, Twitter og öðrum stöðum. „Og mér fannst það ekkert tiltökumál þar sem myndin er verðlaus og hefur takmarkað gildi fyrir nokkurn nema mig. Annars hefði mér aldrei dottið í hug að taka hana með mér og hvorki starfsfólk Ráðhússins, Listasafn Reykjavíkur eða samstarfsfólk mitt hefði heldur látið það gerast hefði verið um raunveruleg verðmæti að ræða, sem ég hefði ekki áttað mig á.“ Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Breski listamaðurinn Banksy færði Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra, mynd að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa. Persónuleg gjöf segir Jón. 10. nóvember 2018 07:00 Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Jón Gnarr hefur ákveðið að farga Banksy-verkinu sem hann fékk að gjöf þegar var borgarstjóri Reykjavíkur. Hann greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Greint var frá því fyrir skemmstu að Jón Gnarr hefði tekið verkið með sér heim eftir að hann lét af störfum sem borgarstjóri, en það hafði prýtt skrifstofu borgarstjóra á meðan Jón Gnarr gegndi því embætti. Fullyrt var að Banksy hefði samþykkt bón Jóns um að gefa honum verk ef það fengi að hanga uppi á skrifstofu borgarstjóra Reykjavíkur. Mikil umræða skapaðist í kjölfar fréttar Fréttablaðsins af málinu og því haldið fram að verkið væri milljóna virði og jafnvel að Jón Gnarr þyrfti að gefa það upp til skatts.Ætlar að farga verkinu svo það trufli engan Jón Gnarr sagði það af og frá að verkið væri milljóna virði, í raun væri einungis um að ræða eftirprentun, eða plakat, sem hægt er að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir. Hann segir í dag á Facebook að hann hafi ákveðið, í samráði við eiginkonu sína Jógu Jóhannsdóttur, að farga Banksy-myndinni við fyrsta tækifæri. „Þannig að hún og allt það sem hún stendur fyrir trufli engan. Ég vil líka nota þetta tækifæri og þakka öllum sem hafa tekið upp hanskan fyrir í þessu máli og hafa ekki viljað trúa því að ég væri svona illa innréttaður eins og sumir hafa verið að gera skóna.“Jón Gnarr og Jóga. Fréttablaðið/EyþórHafði samband við Banksy eftir krókaleiðum Jón Gnarr segist hafa verið aðdáandi listamannsins Banksy lengi og að hann hefði haft samband við hann eftir krókaleiðum þegar kosningarnar árið 2010 voru afstaðnar. Hann segist hafa lýst yfir aðdáun sinni og beðið hann um verk til að hengja upp á skrifstofunni. Tók myndina heim til minningar um borgarstjóratíðina Hann segir öll samskiptin hafa farið fram í gegnum þriðja aðila en eftir langan tíma þá fékk hann myndina senda í tölvupósti með þeim skilaboðum að hann mætti prenta hana út og hengja hana upp. „Mér fannst þetta mikil upphefð. Ég var bara sá einfeldningur að halda að þetta væri eitthvað merkilegt og þess vegna fullyrti ég það í þessu viðtali sem við mig var tekið. Seinna þegar mér varð ljós einfeldni mín reyndi ég bara að hafa gaman af þessu og fannst þetta bara krúttlegt. Þegar ég svo hætti störfum tók ég myndina með mér til minningar um þennan tíma og hef svo sem ekkert velt þessu neitt fyrir mér,“ skrifar Jón. Banksy vakti athygli gesta á skrifstofu Jóns Gnarr.Fréttablaðið/GVASegir myndina verðlausa Hann segir myndina hafa hangið uppi og hann tekið fjölda mynda af sér og öðrum fyrir framan hana sem birst hafa á Facebook, Twitter og öðrum stöðum. „Og mér fannst það ekkert tiltökumál þar sem myndin er verðlaus og hefur takmarkað gildi fyrir nokkurn nema mig. Annars hefði mér aldrei dottið í hug að taka hana með mér og hvorki starfsfólk Ráðhússins, Listasafn Reykjavíkur eða samstarfsfólk mitt hefði heldur látið það gerast hefði verið um raunveruleg verðmæti að ræða, sem ég hefði ekki áttað mig á.“
Banksy og Jón Gnarr Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Breski listamaðurinn Banksy færði Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra, mynd að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa. Persónuleg gjöf segir Jón. 10. nóvember 2018 07:00 Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13
Banksy persónuleg gjöf og endaði heima í stofu Breski listamaðurinn Banksy færði Jóni Gnarr, þáverandi borgarstjóra, mynd að gjöf með því skilyrði að hún yrði á skrifstofu borgarstjóra. Strangar reglur gilda um gjafir til kjörinna fulltrúa. Persónuleg gjöf segir Jón. 10. nóvember 2018 07:00
Jón Gnarr segir að Banksy-verk hans sé einungis plakat sem sé hægt að kaupa á netinu fyrir smápeninga Jón Gnarr segir að Banksy-listaverkið sem honum var gefið er hann var borgarstjóri og hangi nú heima hjá honum sé ekki upprunalegt verk eftir Banksy heldur einungis plaggat sem hægt sé að kaupa á netinu fyrir litlar fjárhæðir 11. nóvember 2018 13:58