Þurfa ekkert að óttast í búðarrápinu í einu öruggasta hverfi Brussel Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 13. nóvember 2018 17:30 Kári Árnason og félagar eru í öruggum höndum. Vísir/Getty Strákarnir okkar hafa það huggulegt á stórglæsilegu fjögurra stjörnu hóteli í Brussel þar sem þeir hvíla lúin bein á milli æfinga fram að leiknum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á fimmtudagskvöldið. Hótelið er hverfi þeirra tekjuhærri í Brussel og hefur yfirmaður lögreglunnar í hverfinu því litlar áhyggjur af einhverjum uppákomum ef íslensku strákarnir fara á búðarráp í hverfinu en margar glæsilegar verslanir eru í kringum hótelið. Víðir Reynisson, öryggisstjóri íslenska landsliðsins, fundaði með yfirmanni lögreglunnar í hverfinu þar sem strákarnir gista en sá hinn sami benti á að þarna væru nánast engir glæpir. Glæpamenn Brussel halda sig í öðrum hverfum. Víðir tjáði Vísi að í heildina væru Belgarnar með allt á hreinu í öryggismálum en væru annars nokkuð rólegir yfir öllu. Stressið var meira í Frakklandi í síðasta mánuði þar sem íslenska liðið fór ekkert nema í lögreglufylgd. Strákarnir okkar komu heim á hótel af æfingu rétt fyrir klukkan tvö að staðartíma í dag og fengu þá hádegismat en að honum loknum nýttu þeir frítímann til að rölta aðeins um höfuðborg Brussel, svona rétt til að komast út af hótelinu. Íslenska liðið mætir því belgíska á fimmtudagskvöldið í lokaleik okkar manna í Þjóðadeildinni en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun klukkan 19.00. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Meiðslalistinn lengist enn Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á langan meiðslalista íslenska landsliðsins. Átta verða fjarverandi vegna meiðsla í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Íslenski hópurinn er reynsluminni en oft áður. 13. nóvember 2018 08:00 Alfreð: Tækifæri til að sýna hvort menn séu klárir Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. 13. nóvember 2018 16:30 Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45 Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30 Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. 13. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Strákarnir okkar hafa það huggulegt á stórglæsilegu fjögurra stjörnu hóteli í Brussel þar sem þeir hvíla lúin bein á milli æfinga fram að leiknum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á fimmtudagskvöldið. Hótelið er hverfi þeirra tekjuhærri í Brussel og hefur yfirmaður lögreglunnar í hverfinu því litlar áhyggjur af einhverjum uppákomum ef íslensku strákarnir fara á búðarráp í hverfinu en margar glæsilegar verslanir eru í kringum hótelið. Víðir Reynisson, öryggisstjóri íslenska landsliðsins, fundaði með yfirmanni lögreglunnar í hverfinu þar sem strákarnir gista en sá hinn sami benti á að þarna væru nánast engir glæpir. Glæpamenn Brussel halda sig í öðrum hverfum. Víðir tjáði Vísi að í heildina væru Belgarnar með allt á hreinu í öryggismálum en væru annars nokkuð rólegir yfir öllu. Stressið var meira í Frakklandi í síðasta mánuði þar sem íslenska liðið fór ekkert nema í lögreglufylgd. Strákarnir okkar komu heim á hótel af æfingu rétt fyrir klukkan tvö að staðartíma í dag og fengu þá hádegismat en að honum loknum nýttu þeir frítímann til að rölta aðeins um höfuðborg Brussel, svona rétt til að komast út af hótelinu. Íslenska liðið mætir því belgíska á fimmtudagskvöldið í lokaleik okkar manna í Þjóðadeildinni en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD og hefst upphitun klukkan 19.00.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Meiðslalistinn lengist enn Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á langan meiðslalista íslenska landsliðsins. Átta verða fjarverandi vegna meiðsla í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Íslenski hópurinn er reynsluminni en oft áður. 13. nóvember 2018 08:00 Alfreð: Tækifæri til að sýna hvort menn séu klárir Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. 13. nóvember 2018 16:30 Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45 Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30 Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. 13. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti Fleiri fréttir Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir Sjá meira
Meiðslalistinn lengist enn Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á langan meiðslalista íslenska landsliðsins. Átta verða fjarverandi vegna meiðsla í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Íslenski hópurinn er reynsluminni en oft áður. 13. nóvember 2018 08:00
Alfreð: Tækifæri til að sýna hvort menn séu klárir Alfreð Finnbogason skorar eins og enginn sé morgundagurinn í þýsku Bundesligunni í fótbolta, hann er með sjö mörk í sex leikjum á tímabilinu. 13. nóvember 2018 16:30
Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45
Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Um 400 Íslendingar verða í stúkunni á móti Belgíu. 13. nóvember 2018 15:30
Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. 13. nóvember 2018 14:28