Íslendingar hittast í miðborg Brussel fyrir leik Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 13. nóvember 2018 15:30 Það þarf að smyrja sig fyrir Víkingaklappið. Vísir/vilhelm KSÍ er búið að selja 400 miða á landsleik Belgíu og Íslands sem fram fer á King Badouin-vellinum í Brussel á fimmtudagskvöldið klukkan 20.45 að staðartíma. Þetta er síðasti leikur strákanna okkar í Þjóðadeildinni en liðið er nú þegar fallið niður í B-deild. Okkar menn geta enn þá náð 10. sæti heilt yfir og þannig verið í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn til undankeppni EM 2020. Mikil spenna er á meðal Íslendinga í Belgíu fyrir leiknum en KSÍ er búið að selja 400 miða á leikinn. Þar af keypti Íslendingafélagið í Brussel 200 miða en það stendur svo fyrir hittingi á leikdag. Íslensku stuðningsmennirnir ætla að hittast á staðnum O'Learys á hinu sögufræga Grand Place-torgi í miðborg Brussel klukkan 15.00 á fimmtudaginn og hita upp fyrir leikinn sem hefst svo seinna um kvöldið. Mikið af Íslendingum búa í Brussel enda hér í borg tvö stærstu sendiráð Íslendinga og þá búa margir Íslendingar í Lúxemborg og koma einhverjir þaðan. Leikur Belgíu og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á fimmtudaginn en upphitun hefst klukkan 19.00.Uppfært: Lögreglan í Brussel vill síður að stuðningsmenn safnist á miðju Grand place. Stuðningsmenn Íslands munu hittast á O’Reilley’s sem er nálægt Grand place í miðborg Brussel. Í kringum O’Reilley’s eru margir veitingastaðir og búast má við góðri stemningu. Lögreglan ætlar svo að fylgja Íslendingum með lest á völlinn klukkan 18.30. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Meiðslalistinn lengist enn Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á langan meiðslalista íslenska landsliðsins. Átta verða fjarverandi vegna meiðsla í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Íslenski hópurinn er reynsluminni en oft áður. 13. nóvember 2018 08:00 Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45 Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. 13. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
KSÍ er búið að selja 400 miða á landsleik Belgíu og Íslands sem fram fer á King Badouin-vellinum í Brussel á fimmtudagskvöldið klukkan 20.45 að staðartíma. Þetta er síðasti leikur strákanna okkar í Þjóðadeildinni en liðið er nú þegar fallið niður í B-deild. Okkar menn geta enn þá náð 10. sæti heilt yfir og þannig verið í efsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn til undankeppni EM 2020. Mikil spenna er á meðal Íslendinga í Belgíu fyrir leiknum en KSÍ er búið að selja 400 miða á leikinn. Þar af keypti Íslendingafélagið í Brussel 200 miða en það stendur svo fyrir hittingi á leikdag. Íslensku stuðningsmennirnir ætla að hittast á staðnum O'Learys á hinu sögufræga Grand Place-torgi í miðborg Brussel klukkan 15.00 á fimmtudaginn og hita upp fyrir leikinn sem hefst svo seinna um kvöldið. Mikið af Íslendingum búa í Brussel enda hér í borg tvö stærstu sendiráð Íslendinga og þá búa margir Íslendingar í Lúxemborg og koma einhverjir þaðan. Leikur Belgíu og Íslands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD á fimmtudaginn en upphitun hefst klukkan 19.00.Uppfært: Lögreglan í Brussel vill síður að stuðningsmenn safnist á miðju Grand place. Stuðningsmenn Íslands munu hittast á O’Reilley’s sem er nálægt Grand place í miðborg Brussel. Í kringum O’Reilley’s eru margir veitingastaðir og búast má við góðri stemningu. Lögreglan ætlar svo að fylgja Íslendingum með lest á völlinn klukkan 18.30.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Meiðslalistinn lengist enn Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á langan meiðslalista íslenska landsliðsins. Átta verða fjarverandi vegna meiðsla í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Íslenski hópurinn er reynsluminni en oft áður. 13. nóvember 2018 08:00 Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45 Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. 13. nóvember 2018 14:28 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Meiðslalistinn lengist enn Gylfi Þór Sigurðsson var síðastur til að bætast á langan meiðslalista íslenska landsliðsins. Átta verða fjarverandi vegna meiðsla í leikjunum gegn Belgíu og Katar. Íslenski hópurinn er reynsluminni en oft áður. 13. nóvember 2018 08:00
Freyr stjórnaði æfingunni á meðan Hamrén fundaði upp á liðshóteli Íslenska fótboltalandsliðið er komið til Brussel í Belgíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir leikinn á móti Belgíu á fimmtudaginn kemur. Landsliðsþjálfarinn stýrði þó ekki æfingu íslenska liðsins í gær. 13. nóvember 2018 08:45
Arnór: Þýðir ekki að hanga í skýjunum Stjarna Arnórs Sigurðssonar skín hátt þessa dagana, hann skoraði fyrsta markið í Meistaradeild Evrópu á dögunum og fylgdi því eftir með fyrsta deildarmarkinu fyrir CSKA Moskvu. 13. nóvember 2018 14:28