Neitar að hafa stolið skútunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2018 13:19 Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið seglskútunni Inook úr Ísafjarðarhöfn í október neitaði sök eins og sett er fram í ákæru við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Vestfjarða í morgun. Þá hefur farbann yfir manninum verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. Maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn og fæddur árið 1969, er ákærður fyrir þjófnað, en til vara fyrir nytjastuld, á skútunni með því að hafa spennt upp hurð í stýrisrými hennar með skrúfjárni. Þá hafi hann í auðgunarskyni og heimildarleysi siglt skútunni út úr höfninni og inn á Breiðafjörð, á leið sinni til Skotlands eða Færeyja. Einnig segir í ákæru að skútan sé metin á 750 þúsund evrur, eða rúmar 100 milljónir króna. Þingfesting í málinu fór fram í Héraðsdómi Vestfjarða í morgun. Bryndís Ósk Jónsdóttir saksóknarfulltrúi hjá lögreglustjóranum á Vestfjörðum staðfestir í samtali við Vísi að maðurinn hafi neitað sök eins og hún var sett fram í ákærunni, en játað að hafa tekið bátinn í heimildarleysi. Aðalmeðferð í málinu fer fram í héraðsdómi þann 6. desember næstkomandi. Lögreglan á Ísafirði óskaði eftir því við þingfestingu að farbann yfir manninum yrði framlengt til 10. desember og var beiðni lögreglu staðfest í dómnum fyrir hádegi. Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. 15. október 2018 12:10 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa stolið seglskútunni Inook úr Ísafjarðarhöfn í október neitaði sök eins og sett er fram í ákæru við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Vestfjarða í morgun. Þá hefur farbann yfir manninum verið framlengt þangað til 10. desember næstkomandi. Maðurinn, sem er af erlendu bergi brotinn og fæddur árið 1969, er ákærður fyrir þjófnað, en til vara fyrir nytjastuld, á skútunni með því að hafa spennt upp hurð í stýrisrými hennar með skrúfjárni. Þá hafi hann í auðgunarskyni og heimildarleysi siglt skútunni út úr höfninni og inn á Breiðafjörð, á leið sinni til Skotlands eða Færeyja. Einnig segir í ákæru að skútan sé metin á 750 þúsund evrur, eða rúmar 100 milljónir króna. Þingfesting í málinu fór fram í Héraðsdómi Vestfjarða í morgun. Bryndís Ósk Jónsdóttir saksóknarfulltrúi hjá lögreglustjóranum á Vestfjörðum staðfestir í samtali við Vísi að maðurinn hafi neitað sök eins og hún var sett fram í ákærunni, en játað að hafa tekið bátinn í heimildarleysi. Aðalmeðferð í málinu fer fram í héraðsdómi þann 6. desember næstkomandi. Lögreglan á Ísafirði óskaði eftir því við þingfestingu að farbann yfir manninum yrði framlengt til 10. desember og var beiðni lögreglu staðfest í dómnum fyrir hádegi.
Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28 Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24 Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. 15. október 2018 12:10 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Meintur skútuþjófur ekki búinn að vera lengi á Íslandi Rannsókn á skútuþjófnaðinum á Ísafirði miðar vel, að sögn lögreglu á Vestfjörðum. 16. október 2018 13:28
Sér fyrir endann á rannsókn á skútuþjófnaði Erlendur karlmaður hefur einn réttarstöðu sakbornings í málinu. 2. nóvember 2018 11:24
Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. 15. október 2018 12:10