Efsta þrepið innan seilingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2018 12:30 Júlían J. K. Jóhannsson, heimsmethafi í réttstöðulyftu. Fréttablaðið/Anton „Þetta var ansi ljúft. Ég hef lengi stefnt að þessu og í raun alveg síðan ég byrjaði að æfa,“ sagði Júlían J. K. Jóhannsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Á laugardaginn gerði hann sér lítið fyrir og tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum með búnaði í Halmstad í Svíþjóð. Júlían byrjaði á 360 kg og fóru þau auðveldlega upp. Næst reyndi hann við 398 kg, nýtt heimsmet, og það gekk eins og í sögu. Júlían var ekki hættur og í þriðju og síðustu lyftunni hlóð hann 405 kg á stöngina. Og upp fóru þau og langþráðu markmiði um að lyfta 400 kg var því náð. „Fjögur hundruð kg í réttstöðulyftu hefur verið draumatala; eitthvað sem maður sér í hillingum. En ég hef alltaf færst nær og nær þessari tölu. Fyrir þetta mót vissi ég að ég gæti tekið þetta. En til að það yrði að veruleika þyrfti allt að koma heim og saman,“ sagði Júlían. „Ég byrjaði á 360 kg og hoppaði svo strax í heimsmetið, 398 kg. Ég fann að þetta væri dagurinn. Fyrsta lyftan var mjög létt. Ég lyfti þeim upp og það lá við að ég heyrði andköf í salnum. Það var hvetjandi.“ Júlían segir tilfinninguna þegar hann lyfti 405 kg hafa verið magnaða. „Manni líður ótrúlega vel. Maður hefur stefnt lengi að þessu og hugsað um þetta á hverjum degi. Það er einstök tilfinning að ná markmiði og hvað þá að setja heimsmet,“ sagði Júlían. Heimsmetið í réttstöðulyftu var sjö ára gamalt en Bandaríkjamaðurinn Brad Gillingham lyfti 397,5 kg á HM 2011. Nú er þetta met í eigu Íslendings. Júlían endaði í 4. sæti í opnum flokki á HM í Halmstad. Hann lyfti samtals 1.115 kg og bætti sitt persónulega met. Gamla metið var 1.060 kg. Hann var aðeins 20 kg frá því að komast á verðlaunapall. Júlían bætti sitt persónulega met í hnébeygju en hann lyfti 410 kg sem er bæting upp á 20 kg. Hann tók svo 300 kg í bekkpressu. „Ég á best 312,5 kg í bekkpressu. Þetta var undir væntingum þar. Ég hringdi í Auðun Jónsson kraftlyftingamann, góðan vin og læriföður, og hann vildi meina að ég hefði verið svona spenntur að taka á því í réttstöðulyftunni,“ sagði Júlían og bætti við að réttstöðulyftan hafi alltaf verið hans grein, ef svo má segja. „Frá byrjun hefur það verið mín besta grein. Það kom smá millikafli þar sem hnébeygjan og bekkpressan sigu fram en réttstöðulyftan hefur alltaf verið mín uppáhaldsgrein.“ Þrátt fyrir frábæran árangur á HM er Júlían hvergi nærri hættur og stefnir á toppinn. „Núna er bara að halda áfram. Mín næstu markmið eru að bæta þetta heimsmet enn frekar og komast á pall í samanlögðu; verða heimsmeistari,“ sagði Júlían. Andrey Konovalov frá Rússlandi varð heimsmeistari en hann lyfti samtals 1.227,5 kg. Bandaríkjamaðurinn Sumner Blaine varð annar með 1.225 kg. Þeir eru báðir talsvert eldri en Júlían. „Efstu tvö sætin í dálitlum sérflokki en ég upplifi að ég sé ekki langt frá þeim. Þeir eru eldri og hafa stundað þetta lengur,“ sagði Júlían. „Núna svíf ég bara um á skýi og er rosalega ánægður og jákvæður. Ég upplifi að það sé innan seilingar að stíga upp á efsta þrepið.“ Júlían er 25 ára og því ættu að vera nokkur ár þangað til hann toppar. „Lengi vel toppuðu menn í kringum 33-35 ára en það hefur færst neðar. Þetta er um þrítugt og rétt rúmlega það,“ sagði Júlían að lokum. Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Kraftlyftingar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
„Þetta var ansi ljúft. Ég hef lengi stefnt að þessu og í raun alveg síðan ég byrjaði að æfa,“ sagði Júlían J. K. Jóhannsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Á laugardaginn gerði hann sér lítið fyrir og tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum með búnaði í Halmstad í Svíþjóð. Júlían byrjaði á 360 kg og fóru þau auðveldlega upp. Næst reyndi hann við 398 kg, nýtt heimsmet, og það gekk eins og í sögu. Júlían var ekki hættur og í þriðju og síðustu lyftunni hlóð hann 405 kg á stöngina. Og upp fóru þau og langþráðu markmiði um að lyfta 400 kg var því náð. „Fjögur hundruð kg í réttstöðulyftu hefur verið draumatala; eitthvað sem maður sér í hillingum. En ég hef alltaf færst nær og nær þessari tölu. Fyrir þetta mót vissi ég að ég gæti tekið þetta. En til að það yrði að veruleika þyrfti allt að koma heim og saman,“ sagði Júlían. „Ég byrjaði á 360 kg og hoppaði svo strax í heimsmetið, 398 kg. Ég fann að þetta væri dagurinn. Fyrsta lyftan var mjög létt. Ég lyfti þeim upp og það lá við að ég heyrði andköf í salnum. Það var hvetjandi.“ Júlían segir tilfinninguna þegar hann lyfti 405 kg hafa verið magnaða. „Manni líður ótrúlega vel. Maður hefur stefnt lengi að þessu og hugsað um þetta á hverjum degi. Það er einstök tilfinning að ná markmiði og hvað þá að setja heimsmet,“ sagði Júlían. Heimsmetið í réttstöðulyftu var sjö ára gamalt en Bandaríkjamaðurinn Brad Gillingham lyfti 397,5 kg á HM 2011. Nú er þetta met í eigu Íslendings. Júlían endaði í 4. sæti í opnum flokki á HM í Halmstad. Hann lyfti samtals 1.115 kg og bætti sitt persónulega met. Gamla metið var 1.060 kg. Hann var aðeins 20 kg frá því að komast á verðlaunapall. Júlían bætti sitt persónulega met í hnébeygju en hann lyfti 410 kg sem er bæting upp á 20 kg. Hann tók svo 300 kg í bekkpressu. „Ég á best 312,5 kg í bekkpressu. Þetta var undir væntingum þar. Ég hringdi í Auðun Jónsson kraftlyftingamann, góðan vin og læriföður, og hann vildi meina að ég hefði verið svona spenntur að taka á því í réttstöðulyftunni,“ sagði Júlían og bætti við að réttstöðulyftan hafi alltaf verið hans grein, ef svo má segja. „Frá byrjun hefur það verið mín besta grein. Það kom smá millikafli þar sem hnébeygjan og bekkpressan sigu fram en réttstöðulyftan hefur alltaf verið mín uppáhaldsgrein.“ Þrátt fyrir frábæran árangur á HM er Júlían hvergi nærri hættur og stefnir á toppinn. „Núna er bara að halda áfram. Mín næstu markmið eru að bæta þetta heimsmet enn frekar og komast á pall í samanlögðu; verða heimsmeistari,“ sagði Júlían. Andrey Konovalov frá Rússlandi varð heimsmeistari en hann lyfti samtals 1.227,5 kg. Bandaríkjamaðurinn Sumner Blaine varð annar með 1.225 kg. Þeir eru báðir talsvert eldri en Júlían. „Efstu tvö sætin í dálitlum sérflokki en ég upplifi að ég sé ekki langt frá þeim. Þeir eru eldri og hafa stundað þetta lengur,“ sagði Júlían. „Núna svíf ég bara um á skýi og er rosalega ánægður og jákvæður. Ég upplifi að það sé innan seilingar að stíga upp á efsta þrepið.“ Júlían er 25 ára og því ættu að vera nokkur ár þangað til hann toppar. „Lengi vel toppuðu menn í kringum 33-35 ára en það hefur færst neðar. Þetta er um þrítugt og rétt rúmlega það,“ sagði Júlían að lokum.
Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Kraftlyftingar Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti