Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Andri Eysteinsson skrifar 10. nóvember 2018 20:16 Donald Trump undir regnhlíf fyrir utan aðsetur Frakklandsforseta í dag. Bandaríkjaforseti, Donald Trump, aflýsti í morgun fyrirhugaðri heimsókn sinni í Belleau kirkjugarðinn, 85km austur af París, höfuðborgar Frakklands. Forsetinn ásamt eiginkonu sinni átti að mæta á minningarathöfn um þá hermenn Bandaríkjanna sem létu lífið í fyrri heimsstyrjöldinni. Washington Post greinir frá.Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu sem í segir að veður hafi komið í veg fyrir heimsókn forsetans. Í stað forsetans var starfsmannastjóri Hvíta hússins, fyrrum hershöfðinginn Jon Kelly, sendur á staðinn ásamt fylgdarliði. Ákvörðun forsetans féll ekki í kramið hjá gagnrýnendum sem sökuðu hann um óvirðingu í garð þeirra sem létu lífið fyrir Bandaríkin í styrjöldinni. Hundrað ár eru liðin frá stríðslokum en 11. nóvember 1918 skrifuðu Bandamenn og Þjóðverjar undir vopnahlé í bænum Compiegne og með því lauk hernaði í fyrri heimsstyrjöldinni. Meðal þeirra sem gagnrýndu forsetans var breski þingmaðurinn Nicholas Soames, afabarn Winston Churchill.They died with their face to the foe and that pathetic inadequate @realDonaldTrump couldn’t even defy the weather to pay his respects to The Fallen #hesnotfittorepresenthisgreatcountry — Nicholas Soames (@NSoames) November 10, 2018 Samkvæmt Jill Colvin blaðamanni Associated Press hafði verið áætlað að forsetinn færi með þyrlu til minningarathafnarinnar en rigning hafi sett strik í reikninginn, þá hafi eini möguleikinn verið að keyra á staðinn en forsetanum þarf að fylgja mikil bílalest.He was supposed to go by helicopter - but helicopters can't fly in this bad weather. — Jill Colvin (@colvinj) November 10, 2018The president going would require a very lengthy, unplanned motorcade. Mr and Mrs Kelly and others can drive much more easily. — Jill Colvin (@colvinj) November 10, 2018 Ákveðið var því að senda starfsmannastjórann Kelly á staðinn en hann þarf ekki slíka bílalest í för með sér.Annars staðar í Frakklandi létu Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, veðrið ekki stöðva sig og mættu til athafnar í Compiegne. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, mætti einnig til minningarathafnar en kanadískra hermanna var minnst í Vimy í norðurhluta Frakklands.Á morgun, þegar hundrað ár eru liðin frá stríðslokum verða leiðtogarnir fjórir auk á sjöunda tug annara þjóðarleiðtoga viðstaddir athöfn við Sigurbogann í París í tilefni 100 ára frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Bandaríkin Donald Trump Evrópa Frakkland Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira
Bandaríkjaforseti, Donald Trump, aflýsti í morgun fyrirhugaðri heimsókn sinni í Belleau kirkjugarðinn, 85km austur af París, höfuðborgar Frakklands. Forsetinn ásamt eiginkonu sinni átti að mæta á minningarathöfn um þá hermenn Bandaríkjanna sem létu lífið í fyrri heimsstyrjöldinni. Washington Post greinir frá.Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu sem í segir að veður hafi komið í veg fyrir heimsókn forsetans. Í stað forsetans var starfsmannastjóri Hvíta hússins, fyrrum hershöfðinginn Jon Kelly, sendur á staðinn ásamt fylgdarliði. Ákvörðun forsetans féll ekki í kramið hjá gagnrýnendum sem sökuðu hann um óvirðingu í garð þeirra sem létu lífið fyrir Bandaríkin í styrjöldinni. Hundrað ár eru liðin frá stríðslokum en 11. nóvember 1918 skrifuðu Bandamenn og Þjóðverjar undir vopnahlé í bænum Compiegne og með því lauk hernaði í fyrri heimsstyrjöldinni. Meðal þeirra sem gagnrýndu forsetans var breski þingmaðurinn Nicholas Soames, afabarn Winston Churchill.They died with their face to the foe and that pathetic inadequate @realDonaldTrump couldn’t even defy the weather to pay his respects to The Fallen #hesnotfittorepresenthisgreatcountry — Nicholas Soames (@NSoames) November 10, 2018 Samkvæmt Jill Colvin blaðamanni Associated Press hafði verið áætlað að forsetinn færi með þyrlu til minningarathafnarinnar en rigning hafi sett strik í reikninginn, þá hafi eini möguleikinn verið að keyra á staðinn en forsetanum þarf að fylgja mikil bílalest.He was supposed to go by helicopter - but helicopters can't fly in this bad weather. — Jill Colvin (@colvinj) November 10, 2018The president going would require a very lengthy, unplanned motorcade. Mr and Mrs Kelly and others can drive much more easily. — Jill Colvin (@colvinj) November 10, 2018 Ákveðið var því að senda starfsmannastjórann Kelly á staðinn en hann þarf ekki slíka bílalest í för með sér.Annars staðar í Frakklandi létu Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, veðrið ekki stöðva sig og mættu til athafnar í Compiegne. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, mætti einnig til minningarathafnar en kanadískra hermanna var minnst í Vimy í norðurhluta Frakklands.Á morgun, þegar hundrað ár eru liðin frá stríðslokum verða leiðtogarnir fjórir auk á sjöunda tug annara þjóðarleiðtoga viðstaddir athöfn við Sigurbogann í París í tilefni 100 ára frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Evrópa Frakkland Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Sjá meira