Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Andri Eysteinsson skrifar 10. nóvember 2018 20:16 Donald Trump undir regnhlíf fyrir utan aðsetur Frakklandsforseta í dag. Bandaríkjaforseti, Donald Trump, aflýsti í morgun fyrirhugaðri heimsókn sinni í Belleau kirkjugarðinn, 85km austur af París, höfuðborgar Frakklands. Forsetinn ásamt eiginkonu sinni átti að mæta á minningarathöfn um þá hermenn Bandaríkjanna sem létu lífið í fyrri heimsstyrjöldinni. Washington Post greinir frá.Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu sem í segir að veður hafi komið í veg fyrir heimsókn forsetans. Í stað forsetans var starfsmannastjóri Hvíta hússins, fyrrum hershöfðinginn Jon Kelly, sendur á staðinn ásamt fylgdarliði. Ákvörðun forsetans féll ekki í kramið hjá gagnrýnendum sem sökuðu hann um óvirðingu í garð þeirra sem létu lífið fyrir Bandaríkin í styrjöldinni. Hundrað ár eru liðin frá stríðslokum en 11. nóvember 1918 skrifuðu Bandamenn og Þjóðverjar undir vopnahlé í bænum Compiegne og með því lauk hernaði í fyrri heimsstyrjöldinni. Meðal þeirra sem gagnrýndu forsetans var breski þingmaðurinn Nicholas Soames, afabarn Winston Churchill.They died with their face to the foe and that pathetic inadequate @realDonaldTrump couldn’t even defy the weather to pay his respects to The Fallen #hesnotfittorepresenthisgreatcountry — Nicholas Soames (@NSoames) November 10, 2018 Samkvæmt Jill Colvin blaðamanni Associated Press hafði verið áætlað að forsetinn færi með þyrlu til minningarathafnarinnar en rigning hafi sett strik í reikninginn, þá hafi eini möguleikinn verið að keyra á staðinn en forsetanum þarf að fylgja mikil bílalest.He was supposed to go by helicopter - but helicopters can't fly in this bad weather. — Jill Colvin (@colvinj) November 10, 2018The president going would require a very lengthy, unplanned motorcade. Mr and Mrs Kelly and others can drive much more easily. — Jill Colvin (@colvinj) November 10, 2018 Ákveðið var því að senda starfsmannastjórann Kelly á staðinn en hann þarf ekki slíka bílalest í för með sér.Annars staðar í Frakklandi létu Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, veðrið ekki stöðva sig og mættu til athafnar í Compiegne. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, mætti einnig til minningarathafnar en kanadískra hermanna var minnst í Vimy í norðurhluta Frakklands.Á morgun, þegar hundrað ár eru liðin frá stríðslokum verða leiðtogarnir fjórir auk á sjöunda tug annara þjóðarleiðtoga viðstaddir athöfn við Sigurbogann í París í tilefni 100 ára frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Bandaríkin Donald Trump Evrópa Frakkland Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Bandaríkjaforseti, Donald Trump, aflýsti í morgun fyrirhugaðri heimsókn sinni í Belleau kirkjugarðinn, 85km austur af París, höfuðborgar Frakklands. Forsetinn ásamt eiginkonu sinni átti að mæta á minningarathöfn um þá hermenn Bandaríkjanna sem létu lífið í fyrri heimsstyrjöldinni. Washington Post greinir frá.Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu sem í segir að veður hafi komið í veg fyrir heimsókn forsetans. Í stað forsetans var starfsmannastjóri Hvíta hússins, fyrrum hershöfðinginn Jon Kelly, sendur á staðinn ásamt fylgdarliði. Ákvörðun forsetans féll ekki í kramið hjá gagnrýnendum sem sökuðu hann um óvirðingu í garð þeirra sem létu lífið fyrir Bandaríkin í styrjöldinni. Hundrað ár eru liðin frá stríðslokum en 11. nóvember 1918 skrifuðu Bandamenn og Þjóðverjar undir vopnahlé í bænum Compiegne og með því lauk hernaði í fyrri heimsstyrjöldinni. Meðal þeirra sem gagnrýndu forsetans var breski þingmaðurinn Nicholas Soames, afabarn Winston Churchill.They died with their face to the foe and that pathetic inadequate @realDonaldTrump couldn’t even defy the weather to pay his respects to The Fallen #hesnotfittorepresenthisgreatcountry — Nicholas Soames (@NSoames) November 10, 2018 Samkvæmt Jill Colvin blaðamanni Associated Press hafði verið áætlað að forsetinn færi með þyrlu til minningarathafnarinnar en rigning hafi sett strik í reikninginn, þá hafi eini möguleikinn verið að keyra á staðinn en forsetanum þarf að fylgja mikil bílalest.He was supposed to go by helicopter - but helicopters can't fly in this bad weather. — Jill Colvin (@colvinj) November 10, 2018The president going would require a very lengthy, unplanned motorcade. Mr and Mrs Kelly and others can drive much more easily. — Jill Colvin (@colvinj) November 10, 2018 Ákveðið var því að senda starfsmannastjórann Kelly á staðinn en hann þarf ekki slíka bílalest í för með sér.Annars staðar í Frakklandi létu Angela Merkel, kanslari Þýskalands og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, veðrið ekki stöðva sig og mættu til athafnar í Compiegne. Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, mætti einnig til minningarathafnar en kanadískra hermanna var minnst í Vimy í norðurhluta Frakklands.Á morgun, þegar hundrað ár eru liðin frá stríðslokum verða leiðtogarnir fjórir auk á sjöunda tug annara þjóðarleiðtoga viðstaddir athöfn við Sigurbogann í París í tilefni 100 ára frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Evrópa Frakkland Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira