„Gerviverktökum“ fjölgar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. nóvember 2018 19:45 Tímabundnar ráðningar hafa færst í vöxt hérlendis en slíkum ráðningum fylgir engin vernd vinnuafls þar sem samningur liggur ekki fyrir. Sviðsstjóri Félagssviðs Eflingar segir að taka þurfi á stækkandi vanda sem sé orðinn ansi sjáanlegur í iðngreinum. Í dag efndi Efling til fundar um stöðu verktaka og lausavinnufólks. Umræðuefni fundarins var svokallað „tengihagkerfi“, fyrirkomulag vinnu sem byggir á tímabundnum ráðningum með litlu sem engu atvinnuöryggi. Slíkar ráðningar hafa færst í vöxt hérlendis en slíkt vinnuafl fellur oft utan stéttarfélaga þar sem ekki er um launþega að ræða í hefðbundnum skilningi heldur svokallaða gerviverktaka. Sviðstjóri Félagssviðs Eflingar segir vandann mjög sjáanlegan í iðngreinum. „Það sem við stöndum frammi fyrir hérna er að starfsmenn í ýmsum atvinnugreinum eru beðnir um að vinna án nokkurs samnings eða samkvæmt samningi sem þýðir í raun að menn fá engar tryggðar vinnustundir og fá enga vernd. Við sjáum þetta í öllum atvinnugreinum. Daglaunamönnum er sagt að mæta á byggingarstað einn dag en kannski ekki næsta dag. Þetta þýðir að þeir hafa ekkert atvinnuöryggi, þeir hafa enga talsmenn, þeit óttast að leita til vetkalýðsfélags eða opinberra stofnanna,“ segir Maxim Baru, sviðsstjóri Félagssviðs Eflingar.Fréttablaðið/Anton brinkHann segir mikilvægt að gerviverktakar, stilli saman strengi og tilgreini kröfur sínar. „Við þurfum að kenna fólki að þekkja raunhæfar kröfur sem það getur gert til greinarinnar og skipuleggja baráttu og setja þrýsting á stjórnvöld og atvinnurekendur til að breyta þessari hegðun. Verkalýðsfélögin hafa úrræði og þekkingu til að gera þetta en við verðum að hugsa á skapandi hátt. Atvinnurekendur hugsa á skapandi hátt um hvernig hægt sé að sundra fólki og við verðum að hugsa um hvernig hægt sé að sameina það, sem þýðir að tala við þau og sjá hvers konar stofnanir þau þurfa,“ segir Maxim. Kjaramál Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira
Tímabundnar ráðningar hafa færst í vöxt hérlendis en slíkum ráðningum fylgir engin vernd vinnuafls þar sem samningur liggur ekki fyrir. Sviðsstjóri Félagssviðs Eflingar segir að taka þurfi á stækkandi vanda sem sé orðinn ansi sjáanlegur í iðngreinum. Í dag efndi Efling til fundar um stöðu verktaka og lausavinnufólks. Umræðuefni fundarins var svokallað „tengihagkerfi“, fyrirkomulag vinnu sem byggir á tímabundnum ráðningum með litlu sem engu atvinnuöryggi. Slíkar ráðningar hafa færst í vöxt hérlendis en slíkt vinnuafl fellur oft utan stéttarfélaga þar sem ekki er um launþega að ræða í hefðbundnum skilningi heldur svokallaða gerviverktaka. Sviðstjóri Félagssviðs Eflingar segir vandann mjög sjáanlegan í iðngreinum. „Það sem við stöndum frammi fyrir hérna er að starfsmenn í ýmsum atvinnugreinum eru beðnir um að vinna án nokkurs samnings eða samkvæmt samningi sem þýðir í raun að menn fá engar tryggðar vinnustundir og fá enga vernd. Við sjáum þetta í öllum atvinnugreinum. Daglaunamönnum er sagt að mæta á byggingarstað einn dag en kannski ekki næsta dag. Þetta þýðir að þeir hafa ekkert atvinnuöryggi, þeir hafa enga talsmenn, þeit óttast að leita til vetkalýðsfélags eða opinberra stofnanna,“ segir Maxim Baru, sviðsstjóri Félagssviðs Eflingar.Fréttablaðið/Anton brinkHann segir mikilvægt að gerviverktakar, stilli saman strengi og tilgreini kröfur sínar. „Við þurfum að kenna fólki að þekkja raunhæfar kröfur sem það getur gert til greinarinnar og skipuleggja baráttu og setja þrýsting á stjórnvöld og atvinnurekendur til að breyta þessari hegðun. Verkalýðsfélögin hafa úrræði og þekkingu til að gera þetta en við verðum að hugsa á skapandi hátt. Atvinnurekendur hugsa á skapandi hátt um hvernig hægt sé að sundra fólki og við verðum að hugsa um hvernig hægt sé að sameina það, sem þýðir að tala við þau og sjá hvers konar stofnanir þau þurfa,“ segir Maxim.
Kjaramál Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Sjá meira