Mikil óvissa í upphafi með braggann Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 14:04 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil óvissa hafi verið um braggamálið þar sem að um er að ræða minjar. Meira fé var veitt í verkefnið í september fyrir ári síðan en það dugði ekki til. Dagur var gestur í Víglínunni hjá Heimi Má Péturssyni í dag. „Þegar upphaflega áætlunin er lögð fram þá var reyndar flaggað á það að væri mikil óvissa í þessu af því að þetta voru minjar og svo framvegis. Svo fáum við inn á okkar borð í september 2017, nýja kostnaðaráætlun um meira fé til verksins um fimmtíu milljónir en það átti að duga til þess að klára. Það kemur síðan upp úr dúrnum í sumar að þetta hefur ekki dugað til og það er búið að verja meiri fjármunum og það kemur inn í svokölluðum viðauka sem eru nokkurn veginn okkar fjáraukalög sem eru lögð fram einu sinni á ári af borginni. Ég vakti sérstaka athygli borgarráðs á þessu að þetta væri frávik og ég hefði kallað eftir skýringum og það er vegna þess að við hjá borginni höfum í raun og veru undanfarin ár og raunar áratugi verið að taka fullt af þessum ferlum í gegn sem tengjast fjárfestingum og framkvæmdum og eigum þessu ekki að venjast. Þess vegna hefur þetta verið svona mikið til umræðu og þess vegna er þetta núna á borði innri endurskoðunar,“ segir Dagur. Dagur segist líta málið alvarlegum augum en segir meirihlutann hafa brugðist rétt við. „Við lítum þetta alvarlegum augum og þess vegna finnst mér meirihlutinn hafa brugðist rétt við, að setja þetta í þennan skýra farveg. Svo fáum við niðurstöðurnar úr því og drögum ályktanir sem eru réttar,“ segir Dagur.Mikilvægt að hlutirnir séu upp á borði Dagur segir það skipta miklu máli að þessir hlutir séu í lagi og vill komast að því hvernig hægt sé að tryggja að svona komi ekki upp aftur. „Mér finnst mikilvægt að hjá borginni sé sú menning að hlutirnir séu bara uppi á borðinu og það sé farið yfir þá. Það er ekki til þess að kasta einhverjum á sverð heldur til þess að átta okkur á því hvað fór þarna úrskeiðis, hvernig getum við tryggt að þetta gerist ekki aftur. Vegna þess að við verðum að vera með augun opin fyrir því að í opinberum framkvæmdum, mjög mörgum og mjög víða, kannski minnst hjá borginni allavega síðustu árin, en víða hafa hlutir farið langt fram úr og við erum stödd núna á einhverju mesta framkvæmda- og uppbyggingarskeiði hjá sögu borgarinnar. Það skiptir okkur bara mjög miklu máli að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Dagur. Dagur segir að það sé alltaf eitthvað óútreiknanlegt og ófyrirséð sem komi inn í svona áætlanir en þar sem að um endurgerð á minjum sé að ræða að þá sé erfiðara að gera nákvæmari áætlun í upphafi. Dagur segir þetta í raun bara vera samfélagslegt mál sem þarf að viðurkenna og takast á við. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að mikil óvissa hafi verið um braggamálið þar sem að um er að ræða minjar. Meira fé var veitt í verkefnið í september fyrir ári síðan en það dugði ekki til. Dagur var gestur í Víglínunni hjá Heimi Má Péturssyni í dag. „Þegar upphaflega áætlunin er lögð fram þá var reyndar flaggað á það að væri mikil óvissa í þessu af því að þetta voru minjar og svo framvegis. Svo fáum við inn á okkar borð í september 2017, nýja kostnaðaráætlun um meira fé til verksins um fimmtíu milljónir en það átti að duga til þess að klára. Það kemur síðan upp úr dúrnum í sumar að þetta hefur ekki dugað til og það er búið að verja meiri fjármunum og það kemur inn í svokölluðum viðauka sem eru nokkurn veginn okkar fjáraukalög sem eru lögð fram einu sinni á ári af borginni. Ég vakti sérstaka athygli borgarráðs á þessu að þetta væri frávik og ég hefði kallað eftir skýringum og það er vegna þess að við hjá borginni höfum í raun og veru undanfarin ár og raunar áratugi verið að taka fullt af þessum ferlum í gegn sem tengjast fjárfestingum og framkvæmdum og eigum þessu ekki að venjast. Þess vegna hefur þetta verið svona mikið til umræðu og þess vegna er þetta núna á borði innri endurskoðunar,“ segir Dagur. Dagur segist líta málið alvarlegum augum en segir meirihlutann hafa brugðist rétt við. „Við lítum þetta alvarlegum augum og þess vegna finnst mér meirihlutinn hafa brugðist rétt við, að setja þetta í þennan skýra farveg. Svo fáum við niðurstöðurnar úr því og drögum ályktanir sem eru réttar,“ segir Dagur.Mikilvægt að hlutirnir séu upp á borði Dagur segir það skipta miklu máli að þessir hlutir séu í lagi og vill komast að því hvernig hægt sé að tryggja að svona komi ekki upp aftur. „Mér finnst mikilvægt að hjá borginni sé sú menning að hlutirnir séu bara uppi á borðinu og það sé farið yfir þá. Það er ekki til þess að kasta einhverjum á sverð heldur til þess að átta okkur á því hvað fór þarna úrskeiðis, hvernig getum við tryggt að þetta gerist ekki aftur. Vegna þess að við verðum að vera með augun opin fyrir því að í opinberum framkvæmdum, mjög mörgum og mjög víða, kannski minnst hjá borginni allavega síðustu árin, en víða hafa hlutir farið langt fram úr og við erum stödd núna á einhverju mesta framkvæmda- og uppbyggingarskeiði hjá sögu borgarinnar. Það skiptir okkur bara mjög miklu máli að þessir hlutir séu í lagi,“ segir Dagur. Dagur segir að það sé alltaf eitthvað óútreiknanlegt og ófyrirséð sem komi inn í svona áætlanir en þar sem að um endurgerð á minjum sé að ræða að þá sé erfiðara að gera nákvæmari áætlun í upphafi. Dagur segir þetta í raun bara vera samfélagslegt mál sem þarf að viðurkenna og takast á við.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira