Kristófer: Verðum bara að fara til Belgíu og gera allt vitlaust Árni Jóhannsson skrifar 29. nóvember 2018 22:25 Gormafætur Kristófers hafa skilað ófáum troðslunum vísir/daníel Kristófer Acox skilaði ágætis framlagi komandi af bekknum í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu í forkeppni Eurobasket 2021. Hann var sammála blaðamanni að sóknarleikurinn hefði þurft að ganga betur til að Ísland hefði átt möguleika á sigri. „Við byrjuðum mjög vel og vorum að setja skotin okkar niður þá og náðum góðum sprett. Síðan vorum við að fá fullt af góðum skotum sem duttu ekki á meðan þeir hittu fáránlega vel. Við klikkuðum svo á einföldum atriðum varnarlega og Belgar eru með það gott lið að þeir sjá það strax og refsa okkur fyrir það. Við vorum samt í hörkuleik í alveg 38 mínútur en missum þetta pínulítið frá okkur í lokin en við verðum bara að finna það jákvæða úr þessum leik og halda ótrauðir áfram“. „Það var mjög erfitt að fá nánast alltaf þrist í smettið þegar við vorum að ná sprettunum okkar. Við vorum að klóra í bakkann í lokin og þá erum við að klikka á þessum atriðum sem við eigum að hafa einbeitinguna á en við erum kannski orðnir þreyttir enda búnir að elta mjög lengi. Það fer mikill kraftur og orka í það og þá gleymum við okkur varnarlega og allar skytturnar þeirra nýtta það vel að fá galopin skot þegar við vorum að hjálpa á sterku hliðinni. Það var alltaf það sem gerðist þannig að þeir náðu að slíta sig í sundur frá okkur. 13 stiga munur segir ekki alla sögu leiksins“. Kristófer var líka á því að liðið hafi saknað Martins Hermannssonar, Hauks Helga Pálsson og jafnvel Kára Jónssonar en þeir hafa verið að standa sig vel með sínum liðum en meiddust rétt fyrir landsleikjahlé. „Að sjálfsögðu, sérstaklega sóknarlega og varnarlega líka, þetta er bara sagan hans Hauks en hann hefur verið að meiðast rétt fyrir landsleikina. Við vonandi fáum þá alla bara heila í næsta verkefni“. Kristófer var þá spurður út í framhaldið í riðlinum en það er orðið erfitt fyrir Íslendinga að vinna riðilinn. „Framtíðin er klárlega björt en við erum ennþá inn í þessum riðli þannig að við eru ekki að fara í næstu leiki eins og einhverjar æfingaleiki. Við förum í leikina til að vinna upp þann mismun sem við höfum verið að tapa með í þessum tveim leikjum, við ætlum ekkert að gefast upp og höldum áfram. Við erum alls ekki þekktir fyrir að gefast upp en það getur allt gerst enn þá þó við séum komnir með bakið upp við vegginn. Það eru enn tveir leikir eftir og við getum alveg tekið Portúgal með meira en þremur stigum og svo verðum við bara að fara til Belgíu og gera allt vitlaust.“ Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Belgia 66-79 | Gekk ekki sem skyldi hjá Íslandi Strákarnir okkar sýndu á köflum hrikalega góðan varnarleik en hefðu þurft að fá körfur í kjölfarið til að halda Belgunum nær. 29. nóvember 2018 22:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Sjá meira
Kristófer Acox skilaði ágætis framlagi komandi af bekknum í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu í forkeppni Eurobasket 2021. Hann var sammála blaðamanni að sóknarleikurinn hefði þurft að ganga betur til að Ísland hefði átt möguleika á sigri. „Við byrjuðum mjög vel og vorum að setja skotin okkar niður þá og náðum góðum sprett. Síðan vorum við að fá fullt af góðum skotum sem duttu ekki á meðan þeir hittu fáránlega vel. Við klikkuðum svo á einföldum atriðum varnarlega og Belgar eru með það gott lið að þeir sjá það strax og refsa okkur fyrir það. Við vorum samt í hörkuleik í alveg 38 mínútur en missum þetta pínulítið frá okkur í lokin en við verðum bara að finna það jákvæða úr þessum leik og halda ótrauðir áfram“. „Það var mjög erfitt að fá nánast alltaf þrist í smettið þegar við vorum að ná sprettunum okkar. Við vorum að klóra í bakkann í lokin og þá erum við að klikka á þessum atriðum sem við eigum að hafa einbeitinguna á en við erum kannski orðnir þreyttir enda búnir að elta mjög lengi. Það fer mikill kraftur og orka í það og þá gleymum við okkur varnarlega og allar skytturnar þeirra nýtta það vel að fá galopin skot þegar við vorum að hjálpa á sterku hliðinni. Það var alltaf það sem gerðist þannig að þeir náðu að slíta sig í sundur frá okkur. 13 stiga munur segir ekki alla sögu leiksins“. Kristófer var líka á því að liðið hafi saknað Martins Hermannssonar, Hauks Helga Pálsson og jafnvel Kára Jónssonar en þeir hafa verið að standa sig vel með sínum liðum en meiddust rétt fyrir landsleikjahlé. „Að sjálfsögðu, sérstaklega sóknarlega og varnarlega líka, þetta er bara sagan hans Hauks en hann hefur verið að meiðast rétt fyrir landsleikina. Við vonandi fáum þá alla bara heila í næsta verkefni“. Kristófer var þá spurður út í framhaldið í riðlinum en það er orðið erfitt fyrir Íslendinga að vinna riðilinn. „Framtíðin er klárlega björt en við erum ennþá inn í þessum riðli þannig að við eru ekki að fara í næstu leiki eins og einhverjar æfingaleiki. Við förum í leikina til að vinna upp þann mismun sem við höfum verið að tapa með í þessum tveim leikjum, við ætlum ekkert að gefast upp og höldum áfram. Við erum alls ekki þekktir fyrir að gefast upp en það getur allt gerst enn þá þó við séum komnir með bakið upp við vegginn. Það eru enn tveir leikir eftir og við getum alveg tekið Portúgal með meira en þremur stigum og svo verðum við bara að fara til Belgíu og gera allt vitlaust.“
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Belgia 66-79 | Gekk ekki sem skyldi hjá Íslandi Strákarnir okkar sýndu á köflum hrikalega góðan varnarleik en hefðu þurft að fá körfur í kjölfarið til að halda Belgunum nær. 29. nóvember 2018 22:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Belgia 66-79 | Gekk ekki sem skyldi hjá Íslandi Strákarnir okkar sýndu á köflum hrikalega góðan varnarleik en hefðu þurft að fá körfur í kjölfarið til að halda Belgunum nær. 29. nóvember 2018 22:00
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum