Gunnar Bragi segir pólitíska inneign sína laskaða Atli Ísleifsson skrifar 29. nóvember 2018 22:03 Gunnar Bragi Sveinsson var í viðtali í Kastljósi í kvöld. vísir/vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að pólitísk inneign sín sé löskuð eftir fréttaflutning fjölmiðla af fundi fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á hótelbarnum Klaustri fyrr í mánuðinum. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem rætt var við Gunnar Braga. Á upptökunum mátti heyra þingmennina fara ófögrum orðum um fjölda nafngreindra þingkvenna. Gunnar Bragi segist ekki sjá ástæðu til þess að segja af sér, þar sem hann hafi ekki brotið af sér. Einar Þorsteinsson fréttamaður spyr í viðtalinu meðal annars um siðareglur þingsins, sem séu skýrar. „Það stendur bara að það eigi ekki að kasta rýrð á Alþingi, skaða ímynd þess með framkomu sinni - sem ég held að við hljótum að geta verið sammála um að þú hefur gert,“ segir Einar. „Það er örugglega alveg á mörkunum,“ svarar Gunnar Bragi þá.Albertína á göngum Alþingis í morgun.Vísir/VilhelmSpurður út í samskiptin við Albertínu Í upphafi viðtalsins er Gunnar Bragi spurður út í þau orð sín á upptökunum að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, núverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hafi reynt að nauðga sér á dansleik. „Við áttum ákveðin samskipti fyrir nokkuð löngu síðan, en nauðgun er alltof sterkt orð og ég er búinn að biðja Albertínu afsökunar á því,“ segir Gunnar Bragi. Hann segist svo ekki vilja fara nánar út í það hvað gerðist. „En við vorum á dansleik þar sem ákveðið atvik átti sér stað, en að saka hana um nauðgun er alltof sterkt orð og ég dreg það til baka.“ Þessu hafi verið varpað fram í einhverju fylleríisrausi. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að pólitísk inneign sín sé löskuð eftir fréttaflutning fjölmiðla af fundi fjögurra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins á hótelbarnum Klaustri fyrr í mánuðinum. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld þar sem rætt var við Gunnar Braga. Á upptökunum mátti heyra þingmennina fara ófögrum orðum um fjölda nafngreindra þingkvenna. Gunnar Bragi segist ekki sjá ástæðu til þess að segja af sér, þar sem hann hafi ekki brotið af sér. Einar Þorsteinsson fréttamaður spyr í viðtalinu meðal annars um siðareglur þingsins, sem séu skýrar. „Það stendur bara að það eigi ekki að kasta rýrð á Alþingi, skaða ímynd þess með framkomu sinni - sem ég held að við hljótum að geta verið sammála um að þú hefur gert,“ segir Einar. „Það er örugglega alveg á mörkunum,“ svarar Gunnar Bragi þá.Albertína á göngum Alþingis í morgun.Vísir/VilhelmSpurður út í samskiptin við Albertínu Í upphafi viðtalsins er Gunnar Bragi spurður út í þau orð sín á upptökunum að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, núverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hafi reynt að nauðga sér á dansleik. „Við áttum ákveðin samskipti fyrir nokkuð löngu síðan, en nauðgun er alltof sterkt orð og ég er búinn að biðja Albertínu afsökunar á því,“ segir Gunnar Bragi. Hann segist svo ekki vilja fara nánar út í það hvað gerðist. „En við vorum á dansleik þar sem ákveðið atvik átti sér stað, en að saka hana um nauðgun er alltof sterkt orð og ég dreg það til baka.“ Þessu hafi verið varpað fram í einhverju fylleríisrausi.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53 Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21 Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Erlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Lilja segir yfirlýsingar Miðflokksmanna óafsakanlegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að trúnaðarbrestur hafi átt sér stað milli þeirra, þings og þjóðar. 29. nóvember 2018 20:53
Þingmenn Miðflokksins ætla að læra af þessu Sendu frá sér stutta afsökunarbeiðni á Facebook. 29. nóvember 2018 13:21
Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56