Niðrandi ummæli Miðflokksmanna um Lilju Alfreðsdóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2018 16:59 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra er upptekin í Osló við fullveldishátíðarhöld. Fréttablaðið/Anton Brink Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. Svo mörg og fleiri voru orð þriggja þingmanna Miðflokksins um Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra eftir því sem Stundin hefur eftir upptökum af umræðum fyrrnefndra þingmanna sem fengu sér neðan í því á hótelbar fyrir rúmri viku. Af umræðum þeirra virðast þeir vera ósáttir við Lilju. Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð voru með Lilju í Framsóknarflokknum þar sem óhætt er að segja að loftið hafi súrnað eftir birtingu Panamaskjalanna. Sigmundur Davíð skipaði Lilju á sínum tíma utanríkisráðherra.Gunnar Bragi segir í samtali við fréttastofu að hann telji enga ástæðu fyrir þingmenn að segja af sér.Vísir/VilhelmSigmundur segist geta kennt sjálfum sér um „Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur þá hefði hún hringt í sumar,“ segir Gunnar Bragi á upptökunni. „Auðvitað“ og „alveg augljóst“ svara Sigmundur Davíð og Bergþór. Gunnar Bragi hrópar: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ Stundin segir Sigmund í framhaldinu segjast sammála. „Ég get algjörlega sjálfum mér um kennt,“ segir hann og vísar þar væntanlega til þess þegar Lilja var skipuð utanríkisráðherra að hugmynd hans árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu fram og Sigmundur þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra. „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur,“ segir Sigmundur Davíð.Bergþór Ólason hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag.Bergþóri tíðrætt um kynlíf „Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða,“ bætir Bergþór við og vísar þar líklega til Lilju. „Og hún hefur teygt ykkur miklu lengur. Ég er bara nýbúinn að kynnast henni. Þegar við hittumst í skötuveislunni fyrir nokkrum árum þá vissi ég ekki að hún væri til.“ „Það er alveg rétt hjá þér,“ segir Sigmundur Davíð. „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann.“ „Who the fuck is that bitch?“ segir einn þingmannanna um Lilju og annar segir „Fuck that bitch“. „Þú getur riðið henni, skilurðu,“ segir Bergþór og virðist samkvæmt Stundinni einnig vísa til Lilju. Ekki náðist í Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, sem stödd er í Osló, þar sem hún er að flytja erindi á hátíðarsamkomu í Oslóarháskóla sem haldin er í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson kallaði hana helvítis tík. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir henni ekki treystandi. Bergþór Ólason segir enga konu hafa teymt sig eins lengi á asnaeyrum sem hann hefur ekki fengið að ríða. Svo mörg og fleiri voru orð þriggja þingmanna Miðflokksins um Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra eftir því sem Stundin hefur eftir upptökum af umræðum fyrrnefndra þingmanna sem fengu sér neðan í því á hótelbar fyrir rúmri viku. Af umræðum þeirra virðast þeir vera ósáttir við Lilju. Gunnar Bragi og Sigmundur Davíð voru með Lilju í Framsóknarflokknum þar sem óhætt er að segja að loftið hafi súrnað eftir birtingu Panamaskjalanna. Sigmundur Davíð skipaði Lilju á sínum tíma utanríkisráðherra.Gunnar Bragi segir í samtali við fréttastofu að hann telji enga ástæðu fyrir þingmenn að segja af sér.Vísir/VilhelmSigmundur segist geta kennt sjálfum sér um „Ef að Lilja hefði einhvern áhuga á að tengjast við okkur þá hefði hún hringt í sumar,“ segir Gunnar Bragi á upptökunni. „Auðvitað“ og „alveg augljóst“ svara Sigmundur Davíð og Bergþór. Gunnar Bragi hrópar: „Henni er bara fokking sama um hvað við erum að gera. Hjólum í helvítis tíkina! Það er bara málið. Af hverju erum við að hlífa henni? Ég er að verða brjálaður! Af hverju erum við að hlífa henni?“ Stundin segir Sigmund í framhaldinu segjast sammála. „Ég get algjörlega sjálfum mér um kennt,“ segir hann og vísar þar væntanlega til þess þegar Lilja var skipuð utanríkisráðherra að hugmynd hans árið 2016 eftir að Panamaskjölin komu fram og Sigmundur þurfti að segja af sér embætti forsætisráðherra. „Ég er búinn að láta þessa konu yrða á mig aftur og aftur,“ segir Sigmundur Davíð.Bergþór Ólason hefur ekki svarað símtölum fréttastofu í dag.Bergþóri tíðrætt um kynlíf „Það hefur engin gugga teymt mig meira á asnaeyrunum en hún, sem ég hef ekki fengið að ríða,“ bætir Bergþór við og vísar þar líklega til Lilju. „Og hún hefur teygt ykkur miklu lengur. Ég er bara nýbúinn að kynnast henni. Þegar við hittumst í skötuveislunni fyrir nokkrum árum þá vissi ég ekki að hún væri til.“ „Það er alveg rétt hjá þér,“ segir Sigmundur Davíð. „Henni er ekki treystandi og hún spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann.“ „Who the fuck is that bitch?“ segir einn þingmannanna um Lilju og annar segir „Fuck that bitch“. „Þú getur riðið henni, skilurðu,“ segir Bergþór og virðist samkvæmt Stundinni einnig vísa til Lilju. Ekki náðist í Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, sem stödd er í Osló, þar sem hún er að flytja erindi á hátíðarsamkomu í Oslóarháskóla sem haldin er í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira