Skúli segist reikna með gleðifréttum í mjög náinni framtíð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2018 09:21 Skúli Mogensen mætir á fund með starfsmönnum klukkan tíu í Katrínartúni. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. Þetta kemur fram í bréfi Skúla til starfsfólks WOW air í morgun. Boðað hefur verið til starfsmannafundar klukkan tíu en fallið var frá kaupum Icelandair á WOW air eins og Vísir greindi frá í morgun. „Eins og þið vitið þá höfum við unnið mjög náið með Icelandair síðan 5. nóvember en samhliða leitað annarra fjárfesta. Nú höfum við komist að sameiginlegri ákvörðun að hætta viðræðum við Icelandair og ég óska þeim hins besta,“ segir Skúli.Skúli ásamt Jónínu Guðmundsdóttur, starfsmannastjóra WOW air í morgun.Vísir/VilhelmSjá einnig: Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air„Að því sögðu er það ekkert leyndarmál að ég hef þá ástríðu og hjarta mitt brennur fyrir að tryggja að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag og það er nákvæmlega það sem við erum að vinna að og ég reikna með að geta fært ykkur fleiri gleðifréttir hvað það varðar í náinni framtíð.“ Skúli segist áfram leggja áherslu á mikilvægi þess að halda áfram samkvæmt plani og einbeita sér að settu markmiði. „Þið hafið öll staðið ykkur frábærlega á þessum erfiðu tímum,“ segir Skúli og segir starfsfólk geta verið stolt af nýlegri viðurkenning CAPA fyrir að hafa verið besta lággjaldaflugfélagið árið 2018.Bréf Skúla til starfsmannaDear friendsAs all of you know we have been working diligently with Icelandair since November 5 but also in parallel been pursuing other investors. We have now mutually agreed to terminate the discussions with Icelandair and I wish them all the best. Having said that it is no secret that my heart and my passion has always been to ensure that WOW air will continue as a standalone airline and that is exactly what we are working on and I expect to be able to bring you more good news on that front in the very near future. As I have emphasized all along it is critical that we continue to execute our plan and stay focused on our mission. You have all done an amazing job during these rough times and you can all be very proud of the fact that CAPA awarded WOW air with their prestigious award as the Best Low Cost Airline in the World in 2018. Thank you for your dedication and great work and staying with the WOW spirit! There will be a staff meeting at 10.00, look forward to see you there.Fréttin var uppfærð klukkan 10:30 með nýjum ljósmyndum. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Skúli Mogensen segir að það sé ekkert launungarmál að hans helsta markmið sé að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag. Unnið sé að því og hann reikni með að geta fært starfsfólki WOW air gleðifréttir í mög náinni framtíð. Þetta kemur fram í bréfi Skúla til starfsfólks WOW air í morgun. Boðað hefur verið til starfsmannafundar klukkan tíu en fallið var frá kaupum Icelandair á WOW air eins og Vísir greindi frá í morgun. „Eins og þið vitið þá höfum við unnið mjög náið með Icelandair síðan 5. nóvember en samhliða leitað annarra fjárfesta. Nú höfum við komist að sameiginlegri ákvörðun að hætta viðræðum við Icelandair og ég óska þeim hins besta,“ segir Skúli.Skúli ásamt Jónínu Guðmundsdóttur, starfsmannastjóra WOW air í morgun.Vísir/VilhelmSjá einnig: Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air„Að því sögðu er það ekkert leyndarmál að ég hef þá ástríðu og hjarta mitt brennur fyrir að tryggja að WOW air verði áfram sjálfstætt flugfélag og það er nákvæmlega það sem við erum að vinna að og ég reikna með að geta fært ykkur fleiri gleðifréttir hvað það varðar í náinni framtíð.“ Skúli segist áfram leggja áherslu á mikilvægi þess að halda áfram samkvæmt plani og einbeita sér að settu markmiði. „Þið hafið öll staðið ykkur frábærlega á þessum erfiðu tímum,“ segir Skúli og segir starfsfólk geta verið stolt af nýlegri viðurkenning CAPA fyrir að hafa verið besta lággjaldaflugfélagið árið 2018.Bréf Skúla til starfsmannaDear friendsAs all of you know we have been working diligently with Icelandair since November 5 but also in parallel been pursuing other investors. We have now mutually agreed to terminate the discussions with Icelandair and I wish them all the best. Having said that it is no secret that my heart and my passion has always been to ensure that WOW air will continue as a standalone airline and that is exactly what we are working on and I expect to be able to bring you more good news on that front in the very near future. As I have emphasized all along it is critical that we continue to execute our plan and stay focused on our mission. You have all done an amazing job during these rough times and you can all be very proud of the fact that CAPA awarded WOW air with their prestigious award as the Best Low Cost Airline in the World in 2018. Thank you for your dedication and great work and staying with the WOW spirit! There will be a staff meeting at 10.00, look forward to see you there.Fréttin var uppfærð klukkan 10:30 með nýjum ljósmyndum.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Fallið frá kaupum Icelandair Group á WOW Air Fallið hefur verið frá kaupum Icelandair Group á Wow air en kaupsamningur var undirritaður þann 5. nóvember sl. 29. nóvember 2018 09:07