Endaði sem landsliðsmaður þvert á það sem allir bjuggust við Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2018 09:00 Helgi Kolviðsson er orðaður við starf landsliðsþjálfara Liechtenstein þessa dagana. Vísir/Vilhelm Helgi Kolviðsson minnir meira á slökkviliðsmann eða eldri útgáfu af Heiðari Loga snjóbrettakappa en fyrrverandi atvinnumann í knattspyrnu. Algjör „mans man“. Í fantaformi, útitekinn og líklega fyrsti maður sem þú myndir hringja í ef bíllinn bilaði, það þyrfti að flytja píanó eða slökkva elda. Þegar Heimir Hallgrímsson ákvað að hætta með karlalandsliðið í lok sumars fékk Helgi þau skilaboð frá knattspyrnusambandinu að kraftar hans væru afþakkaðir í framhaldinu. Þeir Heimir standa í stappi að fá milljónir króna frá sambandinu. Meðal annars þess vegna kíkti Helgi til landsins á dögunum. Hann vill ekkert ræða það mál enda hefur hann engar áhyggjur af því að málið leysist ekki. Helgi segist hafa skilið í góðu við öll félög í gegnum tíðina og ætlar ekki að breyta því. Honum finnst samt erfitt að vera frá fótboltanum og fær samviskubit eftir helgarnar að hafa ekki horft á tíu fótboltaleiki, eins og allajafna. „Það er mikilvægt að endurnýja batteríin,“ segir Helgi sem segja má að sé á milli starfa. Þó er hann í vinnu, rekur eitt fyrirtæki og starfar fyrir annað auk þess sem hann nældi sér í stýrimannaréttindi á dögunum. Í gær var hann svo orðaður við starf landsliðsþjálfara smáríkisins Liechtenstein. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. Helgi spilaði aldrei í efstu deild á Íslandi þótt hann hefði haft tækifæri til. Hann stóð með smærri liðum og treysti á loforð Atla Eðvaldssonar um að koma sér utan. Hann hefur samt glímt við ekki ómerkari leikmenn en Pavel Nedved og Zinedine Zidane, verið beðinn um að yfirgefa Hótel Borg til að skyggja ekki á heimsmeistara og er góður vinur Jürgen Klopp sem kenndi honum dýrmæta lexíu. Blaðamaður settist niður með Helga á dögunum og fór yfir sviðið. Byrjum á byrjuninni. Digranesveginum í Kópavogi. Umfjöllun úr Kópavogsblaðinu þegar tilkynnt var að ÍK hefði verið stofnað að nýju. Helgi Kolviðsson er í efri röð, þriðji leikmaðurinn frá vinstri.KópavogsblaðiðHefði verið settur á töflur Helgi flutti ásamt foreldrum sínum á Digranesveginn þegar hann var fimm ára, á því herrans ári 1976. Heimilið var rétt við Kópavogsskóla eða mitt á milli Íþróttafélags Kópavogs og Breiðabliks. „ÍK var liðið mitt. Allir strákarnir í hverfinu voru í ÍK. ÍK heimilið var beint fyrir ofan húsið okkar. Þar var ÍK bíó og félagsheimilið okkar,“ segir Helgi. Minningarnar eru greinilega margar og góðar, og lítið komst að annað en íþróttir. Handbolti, langstökk, víðavangshlaup og skíði. Helgi var mikill íþróttamaður, fékk brons í 2 km hlaupi 14 ára og yngri í Reykjavíkurmaraþoninu 1985. Hljóp vegalengdina á undir átta mínútum. „Maður hefði örugglega verið settur á töflur sem krakki,“ segir Helgi og vísar til orða Ólafs Þórðarsonar, knattspyrnukempu af Akranesi. „Maður stoppaði ekkert. Mér finnst reyndar ekkert rosalega gaman að sitja lengi. Er til dæmis vonlaus í sumarfríi að liggja í sól. Ligg í fimm mínútur og svo verð ég að fara að gera eitthvað.“ Helgi var framherji í yngri flokkum og raðaði inn mörkunum. Hann færðist svo aftar á völlinn, í bakvörð og miðjumann eftir því hvort hann var á eldra ári eða yngra. „Ég var rokkandi út um allt. Ef það var eitthvert vesen þá tók ég það hlutverk.“ ÍK-strákarnir voru sigursælir og Helgi segir níu þeirra hafa gengið alla leið upp í meistaraflokk. Ævintýrinu lauk þegar ÍK varð gjaldþrota árið 1991. Þá stofnaði HK knattspyrnudeild. Umfjöllun úr Morgunblaðinu haustið 1992 þegar HK varð meistari í 4. deild. Ejub Purisevic raðaði inn mörkunum og urðu þau 29 áður en yfir lauk.Morgunblaðið 26. september 1992Fastamaður hjá öllum liðum „Ég var með tilboð frá FH og fleirum á sínum tíma. Stjórnin bað mig um að vera áfram og ástin á félaginu var til staðar,“ segir Helgi. Sterk tengsl hafi verið á milli ÍK og HK. Kunnugleg andlit í stjórn og fór svo að Helgi og félagar slátruðu tveimur deildum á jafnmörgum árum. Vippuðu sér úr D-deild upp í B-deild. Mótspyrnan var ekki mikil í leikjum en þeim mun meiri á æfingum vegna komu tveggja leikmanna að utan árið 1992. Ejub Purisevic og Zoran Daníel Ljubicic höfðu flúið stíðið í gömlu Júgoslavíu og röðuðu inn mörkunum í gömlu 4. og 3. deildinni. „Þetta voru leikmenn í allt öðrum gæðaflokki og rosaleg áskorun fyrir okkur á æfingum. Við lærðum rosalega mikið.“ Þegar Helgi lítur til baka segir hann þetta hafa verið ákveðið leiðarstef á ferlinum. Hann hafi alltaf viljað spila með betri leikmönnum. Ég hugsaði að ég ætlaði að ná þeim. Fyrst ná þeim og svo taka fram úr þeim. Alveg sama hvort það var í útihlaupi, reitarbolta eða öðru. Ég þoli ekki að tapa og ætla aldrei að venjast því. Þrjóskan og keppnisskapið fleytti mér áfram. Þannig hafi þetta verið hjá öllum félögum og svo þegar stóra kallið kom hjá íslenska landsliðinu. „Þá var maður að spila með öllum stórstjörnunum, frábærum fótboltamönnum og atvinnumönnum. Ég var að þreyta mín fyrstu spor í atvinnumennsku og maður sagði bara ‘vá’ og ‘geðveikt’.“ Tempóið, leikskilningurinn og fótboltinn í heild hafi verið í nýjum gæðaflokki. Áskorunin hafi verið æðisleg. Þótt brekkan hafi verið brött endaði hann á að spila 30 landsleiki. „Ég fór í gegnum þetta hjá öllum félögum en varð fastamaður í liðinu hjá þeim öllum. Ef það voru 34 leikir á tímabilinu þá spilaði ég yfir 30 leiki,“ segir Helgi og þakkar fyrir að hafa verið meiðslafrír stærstan hluta ferilsins.Bætti við sig átta kílóum af vöðvum Helgi fékk smjörþefinn af fótbolta utan landsteinanna þegar hann fór átján ára til Bandaríkjanna í skiptinám. Hann hélt utan í lok tímabilsins hér heima og beint á fótboltatímabil hjá Hilton High í Rochester. „Þar fékk ég að æfa á grasi í þrjá mánuði í viðbót og bætti mig mikið. Við æfðum fimm sinnum í viku og kepptum. Allt grasvellir og svo boltavélar,“ segir Helgi. Kaninn hafi ekki verið langt kominn í fótbolta heilt yfir en á þessu svæði hafi verið góð samkeppni. Hann hafi fengið frábæran tíma til að bæta sig, bæti fótboltalega auk þess sem hann bætti vöðvamassann mikið. Um heil átta kíló þegar hann sneri aftur til Íslands voruð 1989. „Ég fékk tilboð að spila í innanhússdeild þar sem voru einhverjir 15 þúsund áhorfendur á leik. Fékk líka boð um fullan styrk en ákvað að koma heim og klára stúdentinn,“ segir Helgi.Helgi í utanyfirgalla Kärnten árið 2003 þegar liðið mætti Grindavík í Evrópuleik.Loforð Atla Eðvalds ÍK naut áfram krafta Helga fram að gjaldþrotinu 1991 og svo HK í framhaldinu. HK rúllaði upp fjórðu deildinni 1992, vann alla 17 leiki sína, Helgi var fyrirliði og setti átta mörk. Drop í hafið miðað við Ejub sem setti 29. Sigurður heitinn Hallvarðsson var þó markahæstur í deildinni með 33 mörk í búningi Hugins. HK vann fyrstu fimm leikina 1993 og hafði þá unnið 22 leiki í röð í íslensku deildakeppninni. „Ég held það sé enn þá met hvað við unnum marga leiki í röð,“ segir Helgi sem leiddi HK upp í 2. deildina gömlu, skoraði mark í öðrum hverjum leik og bar fyrirliðabandið. Helgi heitinn Ragnarsson stýrði þeim hvítu og rauðu. Atli Eðvaldsson, landsliðsfyrirliði og atvinnumaður til margra ára, tók við sem spilandi þjálfari HK fyrir tímabilið 1994. Helgi segist á þeim tímapunkti hafa verið farinn að huga að því að fara í íþróttakennaraskólann á Laugavatni. Atvinnumennskudraumurinn hafi ekki verið uppi á borðinu þá stundina. En skriffinskan fyrir skólann vafðist eitthvað fyrir honum, meðmæli bárust seint og orðið fullt þegar hann ætlaði að staðfesta skólavist sína. „Þá ákvað ég að fara bara að vinna í eitt ár, og kaupa mér bíl,“ segir Helgi. Hann var með tilboð frá Val en Atli sannfærði hann um að taka slaginn með HK í næstefstu deild. „Ég þarf á þér að halda, kláraðu sumarið með okkur og svo kem ég þér út,“ hefur Helgi eftir Atla. Það kveikti neista í Helga. „Mig hafði dreymt um þetta, að komast út. Ég kynntist öðru samfélagi í Bandaríkjunum. Mér fannst það víkka sjóndeildarhringinn, gaman að læra tungumál og fannst þetta rosalega spennandi,“ segir Helgi. Hann velti tilboði Atla fyrir sér og ákvað að „taka sénsinn.“ Sumarið 1994 reyndist HK-ingum erfitt. Liðið hafði misst Ejub og Zoran og Helgi braut rifbein í fyrsta leik tímabilsins. „Ég lenti illa þegar á ég stökk upp í skallabolta og braut tvö rifbein,“ segir Helgi sem ætlaði samt ekki að yfirgefa völlinn. Þegar hann var farinn að hrækja blóði skömmu síðar var honum skipt af velli. Þrátt fyrir tvöfalt rifbeinsbrot spilaði Helgi flesta leiki HK um sumarið þótt á hálfum hraða væri að eigin sögn. Hann skoraði fimm mörk í 17 leikjum og HK hélt sæti sínu í deildinni.Helgi Kolviðsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Mexíkó.Vísir/GettyÞjóðverjinn féll fyrir duglega Helga Atli stóð við sitt og kom Helga utan til SC Pfullendorf um haustið en liðið spilaði í þriðju deild. Fleiri Íslendingar voru á svæðinu en Helgi Sigurðsson og Sigurvin Ólafsson voru á mála hjá öðrum félögum í deildinni. „Ég ákvað að prófa þetta fram á vorið og þá gæti ég farið í íþróttakennó um haustið,“ segir Helgi. Hann fékk þó ekki leikheimild fyrr en eftir áramót og meðfram fótboltanum vann hann fyrir hádegi á stóru verkstæði sem forseti félagsins átti. „Mamma og pabbi áttu blikksmiðju á Íslandi þannig að ég kunni að sjóða og þetta helsta. Lærði það allt sem unglingur. En þeim fannst merkilegt að fótboltamaður kynni að vinna,“ segir Helgi. Hann hafi verið tekinn í góða sátt. Þýskan vafðist samt vel fyrir honum enda grunnurinn enginn. Þjóðverjinn talaði á móti enga ensku. Hann var að þéna mjög lítið og var ekki með leikheimild. „Þetta var ekki skemmtilegasti tíminn. Það var rosalega mikil þoka á þessu svæði svipað og myrkrið hérna heima. Ég vaknaði oft einn heima í íbúð og hugsaði andskotinn hvað er ég að gera hérna?“ rifjar Helgi upp. „Þetta var fyrir tíma samfélagsmiðla og maður var ekkert að hringja neitt. Svo finnst mér ekkert rosalega gaman að skrifa bréf,“ bætir Helgi við og skellir upp úr. Þegar Helgi fór að spila fór að birta til. Hann sagði forseta félagsins að hann gæti unnið heima á Íslandi með fótbolta. Hér þyrfti hann að setja alla orkuna í boltann. Aðstoðarþjálfari um fimmtugt tók Helga og nokkra til viðbótar á aukaæfingar. „Ég hugsaði að annaðhvort meikaði ég það núna sem atvinnumaður eða færi bara heim í skólann og að vinna, og spila fótbolta á Íslandi,“ segir Helgi. Uppskera vinnunnar var fyrsti atvinnumannasamningurinn.Goðsögnin Wolfgang Frank Áður en yfir lauk spilaði Helgi á fjórða hundrað leiki á þrettán árum í atvinnumennsku í Þýskalandi og Austurríki. Tengslanetið er gríðarlega stórt. „Maður þekkir einhvern alls staðar,“ segir Helgi. Skiptir engu máli hvort um er að ræða stórlið í þýsku bundesligunni eða neðri deildum austurríkis. Hann spilaði þó aldrei í efstu deild í Þýskalandi en komst nokkrum sinnum nærri því. Nürnberg og Frankfurt föluðust bæði eftir kröftum Helga á tímabili. Sömuleiðis Austria Vín í Austurríki þegar Wolfgang nokkur Frank var þjálfari liðsins. En félagaskiptin urðu ekki í tilfellunum þremur. Wolfgang heitinn Frank var lærifaðir ekki ómerkari þjálfara en Jürgen Klopp, stjóra Liverpool. Helgi og Klopp kynntust hjá þýska liðinu FSV Mainz 05 þar sem þeir spiluðu undir stjórn Frank sem fékk Helga til liðsins eftir að dæmið gekk ekki upp með Austria Vín. „Wolfgang Frank var mentor okkar strákanna hjá Mainz,“ segir Helgi. Hann hafi verið langt á undan sinni samtíð sem þjálfari. Peter Krawietz, aðstoðarmaður Klopp hjá Liverpool, hafi séð um leikgreiningu hjá Frank sem þá var öllu flóknari en í dag. Horfa þurfti á heilu leikina á VHS spólum og klippa saman. „Núna er þetta bara á kubbum og upplýsingar um andstæðing sendar í síma. En þarna var þetta algjörlega nýtt,“ segir Helgi sem spilaði með Mainz frá 1998 til 2000. Það hafi alls ekki verið gefið að leikmenn tækju vel í svona á þessum tíma. „Að þvinga svona nýja hluti upp á leikmenn getur skapað óánægju. Ef einhver er ósáttur byrjar hann að tala þetta niður. Óánægjan getur mangast upp.“ Frank féll frá árið 2013 eftir erfið veikindi. Helgi var heppinn að ná að hitta á hann á dánarbeðinu og kveðja hann. Borussia Dortmund, þá undir stjórn Klopp, var í æfingabúðum rétt hjá Helga sem heyrði í Klopp vegna veikinda Frank.Að neðan má sjá umfjöllun um Frank úr þýsku sjónvarpi þar sem þjálfararns var minnst. Meðal viðmælenda er Jürgen Klopp. „Hann sagði mér að koma og kíkja á hann, kallinum liði ekki vel. Hann sagði að Frank hefði gaman af því að sjá mig aftur. Helgi hafi farið og hitt Klopp og þeir tekið hús á Frank. Hann hafi þá verið búinn að missa málið og samskiptin farið í gegnum eiginkonu Frank. Nokkrum vikum síðar féll hann frá,“ segir Helgi. Í framhaldinu hafi Mainz strákarnir ákveðið að hittast. Fjölmargir hafa þjálfað félög í efstu tveimur deildum Þýskalands. „Ég held við séum tíu eða ellefu úr tuttugu manna hópnum hjá Mainz sem er enn tengdur inn í fótboltann. Það urðu rosalega margir þjálfarar,“ segir Helgi. Frank lagði mikið upp úr taktík og andlegri þjálfun. Fengu allir leikmenn möppu með ljósritum og upplýsingum. Helgi segir fingrafar Frank að finna hjá þeim öllum í dag og flestir eigi enn möppu frá Frank. Enginn hefur náð lengra en Klopp sem er einn dáðasti knattspyrnuþjálfari heimsins í dag.Jürgen Klopp, þá þjálfari Mainz, fagnar hér sigri á Keflavík Laugardalsvelli með leikmönnum sínum.Vísir/EPASérfræðingur í að vera hann sjálfur Helgi lýsir Klopp sem frábæri en sérstakri persónu. „Hann var ekki sá besti í fótbolta en hafði rétta hugarfarið. Hann var lengi senter en spilaði bakvörð við hliðina á mér hjá Mainz. Hann var rosalega grimmur og góður skallamaður, klókur leikmaður. Tilfinningarnar voru kannski ekki alltaf í lagi inni á vellinum en það er bara hans karakter.“ Flestir sem fylgjast með fótbolta vita hvað Helgi á við. Klopp lifir sig inn í leikina, styður þétt við bak leikmanna sinna, knúsar þá og faðmar og leiðbeinir. Þá er hann í góðu sambandi við stuðningsmennina. Ástríðan er svakaleg. „Jürgen Klopp er sérfræðingur í að vera hann sjálfur. Það er ekkert show-off,“ segir Helgi. Þannig eigi maður líka að vera. „Það kaupir það enginn ef maður ætlar að leika einhverja týpu sem maður er ekki.“ Þeim Klopp er vel til vina þótt þeir hittist ekki oft.Helgi ræddi samskiptin við Klopp í Íslandi í dag árið 2015. „Þegar við hittumst er eins og það hafi síðast verið í gær. Hann sagði einhvern tímann um mig að ef það kæmi frí þá gæti hann farið með mér í frí á morgun.“ Klopp hefur komið til Íslands, oftar en einu sinni. Hann stýrði Mainz til sigurs gegn Keflavík á Laugardalsvelli árið 2005. Þá hefur hann skellt sér norður yfir heiðar í seinni tíð og farið í skíðafrí.Helgi Kolviðsson og Lárus Orri Sigurðsson sýndu blaðamanni og ljósmyndara Dags árið 1998 hvað þeir voru með um hálsinn. Helgi var með íslenska rún sem táknaði sigur. Sama dag gerði Ísland 1-1 við Frakkland.DagurLykilsetning hjá Gauja Þórðar Á leikmannaferlinum leið Helga aldrei betur en í búningi íslenska landsliðsins. Helgi spilaði aðeins tvisvar fyrir 21 árs landsliðið en áður en yfir lauk urðu A-landsleikirnir 30. „Mamma segir að þegar ég var fjögurra eða fimm ára hafi ég sagst ætla að verða atvinnumaður. Ég kem ekki úr stærstu fjölskyldunni, ekki margir ættingjar sem hafa verið í fótbolta. Jón Arnar tugþrautakappi er skyldur mér svo það er eitthvað sport í genunum,“ segir Helgi og hlær. Guðjón Þórðarson tók við íslenska landsliðinu sumarið 1997 og var Helgi lykilmaður undir stjórn Gauja. Þá var umgjörð í kringum landsliðið allt önnur. Einn þjálfari og Stefán Stefánsson sjúkraþjálfari sem Helgi segir að hafi í raun líka verið aðstoðarþjálfari. „Það sem Gaui setti upp var einfalt en það virkaði fyrir okkur. Leikskipulagið og svo aginn,“ segir Helgi. Guðjón hafi lagt upp með að spila einfaldan fótbolta, svipað og landsliðið hafi gert undanfarin ár. „Við vorum ekki með þá tækni að geta grínast og verið með sýningu,“ segir Helgi. Hann minnist sérstaklega einnar setningar frá Guðjóni.Engin þversendingin á eigin vallarhelmingi! Við lögðum leikinn upp með föstum leikatriðum segir Helgi og minnist á mark Ríkharðs Daðasonar gegn þáverandi heimsmeisturum Frakka á Laugardalsvelli 1998. „Við vissum að Barthez hefði gaman af því að koma út í teig og hirða boltann.“ Eins og alþjóð veit stillti Eyjólfur Sverrisson sér upp til að hindra að Barthez kæmist í fjörutíu metra sendingu Rúnars Kristinssonar inn á teiginn. Ríkharður skallaði í tómt markið og áhorfendur á Laugardalsvelli og víða um heim trúðu ekki sínum eigin augum. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Helgi minnist rimmu sinnar við Zinedine Zidane á miðjunni hjá heimsmeisturunum. „Maður var vanur því að láta finna fyrir sér en ég bara náði honum ekki,“ segir Helgi. Hann hafi aðeins getað reynt að hægja á franska snillingnum og vona að hann kæmi boltanum á samherja. „Ef þú tekur skrefið á móti Zidane þá er hann farinn. Hann bíður eftir því. Þú þurftir að hægja á honum,“ segir Helgi. Þá hafi Deschamps verið vanmetinn leiðtogi á miðjunni, ekki stór en með mikla yfirverð. „Hann stýrði liðinu eins og Aron (Einar Gunnarsson) gerir í íslenska liðinu.“Deschamps bað strákana að fara Eftir leik fóru leikmenn Íslands út að skemmta sér. Helgi þurfti fyrst að fara í lyfjapróf. „Ég hljóp eins og tittlingur í leiknum og drakk svo þrjá og hálfan lítra af vatni,“ segir Helgi. Loksins tókst honum að kasta af sér vatni en var langt á eftir hinum í liðinu að fara niður í bæ. Hann hélt á Hótel Borg og þar voru saman komnir heimsmeistarar Frakka og leikmenn Íslands. „Ég gekk inn með Rikka Daða og það var eins og við værum heimsmeistararnir,“ segir Helgi. Deschamps hafi komið að máli við sig og spurt hvort við værum ekki til í að fara annað. „Síðan þið komuð hingað lítur enginn við okkur,“ hefur Helgi eftir Deschamps sem í dag er landsliðsþjálfari Frakka. „Mér fannst þetta auðvitað fyndið, við hlógum bara og skáluðum. Hann var fyndinn tíma. En árin í landsliðinu eru tími sem gleymist aldrei.“ Íslenska liðinu gekk vel undir stjórn Guðjóns og flaug upp heimslistann. „Við vorum í 43. sæti á listanum. Ég man það svo vel því ég var að spila í Austurríki og þeir voru í 48. sæti. Ég gat minnt á það í viðtölum,“ segir Helgi og skellir upp úr. Helgi er einn örfárra landsliðsmanna Íslands sem spilaði aldrei í efstu deild. Tilboðin voru til staðar en hann hélt tryggð við ÍK og HK. „Maður getur auðvitað spurt eftir á, hefði ég átt að fara í sterkari lið? Fá meiri áskorun? En kannski hefði ég ekkert komist út. Ég tók þessa leið og að hafa endað sem landsliðsmaður, bara á viljanum, var þvert á það sem allir bjuggust við. Ég held að það geti verið innblástur fyrir aðra.“Helgi í baráttunni í 4-0 tapinu gegn Tékkum ytra. Hér stöðvar hann Pavel Nedved sem átti þó síðasta orðið í leiknum með tveimur geggjuðum mörkum.Getty/David RawcliffeAugun opnuðust í Tékklandi Annar snillingur sem Helgi spreytti sig gegn var Tékkinn Pavel Nedved. Hann var í aðalhlutverki þegar Tékkar tóku Íslendinga í 4-0 kennslustund árið 2000. Þá lék landsliðið undir stjórn Atla Eðvaldssonar. „Augu mín opnuðust í þessum leik,“ segir Helgi. Hann hafði aldrei upplifað annað eins. Þvílíkur leikmaður. Nedved skoraði tvö mörk í leiknum sem sjá má í síðari hluta myndbandsins. „Ég hafði þarna aldreii kynnst leikmanni sem gat hlaupið meira en ég eða var sterkari. Ég mætti ekki mörgum svoleiðis á ferlinum. En í þessum leik þá var hann ekki bara betri en ég í fótbolta, ég vissi það nú fyrir, heldur var hann gríðarlega sterkur, hljóp miklu meira en ég og var fljótari í öllu en ég.“ Helgi klóraði sér í kollinum og spurði í framhaldinu frjálsíþróttaþjálfara hvað væri eiginlega málið. Sá var að þjálfa einn fremsta grindahlaupara Austurríkis, Elmar Lichtenegger. Helgi spurði hvað Nedved væri að gera öðruvísi. Það væri ekki fræðilegur að hann æfði meira, því Helgi væri að æfa tvisvar á dag með liði sínu. Þjálfarinn benti Helga á að Nedved væri í einstaklingsmiðaðri þjálfun. Þá kviknaði á perunni hjá Helga sem var ekki vanur öðru en að allir leikmenn æfðu eins. Hann kynntist mörgum undirbúningstímabilum, náði þeim öllum enda heppinn með meiðsli, og rifjar upp hlaupin í Þýskalandi. „Stundum hlutum við 15 kílómetra um morguninn, vorum í hoppum og svo tókum svipaðan seinni partinn. Það endaði með því að fjórri lágu eftir með hita og skjálfta. Ég gat alveg hlaupið með fremstu mönnum en ég hugsaði með mér að þetta væri algjör vitleysa. Ég var kannski með púlsinn 150 en horfði svo á liðsfélaga sem voru að drepast. Þetta rústaði nokkrum félögum mínum.“ Í dag sé þetta svo augljóst. Jóhann Berg Guðmundsson og Kári Árnason séu ólíkir leikmenn að öllu leyti. Það gangi ekki upp að þeir fylgi sama æfingaprógrammi. Þetta viti allir í dag en ekki fyrir tveimur áratugum þótt Ítalarnir hafi verið komnir lengst með þetta, en Pavel Nedved spilaði með Juventus á þessum tíma. Í Þýskalandi æfðu allir eins. „Ég var með mikla snerpu þegar ég var yngri, keppti í langstökki og spretthlaupi. Þessi löngu hlaup rústuðu snerpunni hjá mér. Ég varð svakalega þungur. Ég hefði getað hlaupið þrjá hálfleika en til hvers? Mig vantaði sprengikraft.“Helgi vinnur skallaeinvígi í leik með Kärnten gegn Feyenoord í UEFA-bikarnum árið 2003.Getty/Guenter R. ArtingerBundesligu-draumurinn rættist aldrei Helgi spilaði sinn fyrsta leik í Þýskalandi 1994 með Pfullendorf og eftir flakk til Austurríkis og Þýskalands lauk hann ferlinum á sama stað. Með Pfullendorf. Á leiðinni voru alls kyns ævintýri en draumur Helga var alltaf að komast í lið í þýsku bundesligunni. Hann er sannfærður um að hann hefði plummað sig vel þar. Nürnberg var fyrsta liðið sem horfði hýru auga til Helga árið 1996. Liðið var í ströggli í þýsku annarri deildinni en sögufrægt félag sem Helga leist vel á að ganga til liðs við, jafnvel þótt í stefndi að það félli niður í c-deild. „Hermann Gerland vildi fá mig og ég átti bara eftir að skrifa undir,“ segir Helgi. Gerland er í dag yfir íþróttasvæði Bayern München. Liðið féll, Gerland var rekinn og nýr þjálfari sýndi Helga engan áhuga.Ég hugsaði hver andskotinn! Wolfgang Frank vildi fá Helga til stórliðs Austra Vín þegar Helgi spilaði með Lustenau í Austurríki. Lustenau hafði komist upp í efstu deild og Helgi vakið athygli fyrir frammistöðu sína. „Aftur stór klúbbur en svo fór Wolfang Frank til Mainz svo það datt upp fyrir,“ segir Helgi sem gekk í staðinn til liðs við Mainz í þýsku 2. deildinni. Eftir afar góða frammistöðu hjá Mainz hafði Felix Magath, þjálfari Frankfurt, samband og vildi fá Helga. Frankfurt er stórlið og var í efstu deild í Þýskalandi. „Það var búið að ganga frá öllu,“ segir Helgi en peningamisferli hjá félaginu varð til þess að þýska knattspyrnusambandið bannaði öll félagaskipti hjá Frankfurt. Helgi reyndi hvað hann gat, bauðst til að gefa eftir peninga sem áttu að fara í hans hlut. Hann langaði svo í Bundesliguna. „Það var svo erfitt að komast í Bundesliguna. En ef ég kæmist þangað hafði ég engar áhyggjur,“ segir Helgi sem bauðst til að gefa allt eftir ef félagaskiptin færu í gegn. Forráðamenn Mainz voru ekki á því að koma til móts við hann. Þeir vildu fá allan þann pening sem í boði var fyrir Helga sem hafði verið valinn einn af fimm bestu varnarmönnum í deildinni. Um sumarið fór Helgi til Íslands og var á snjóbretti á Snæfellsjökli þegar símtal barst frá Mainz í farsíma af gamla skólanum. SSV Ulm í þýsku b-deildinni vildi fá Helga. „Þeir eru búnir að gera allt vitlaust hérna, þeir vilja fá þig,“ sagði Christian Heidel yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu við Helga. Heidel er nú í sömu stöðu hjá stórliði Schalke 04. „Það var eitthvað innra með mér sem sagði nei,“ segir Helgi en ytri aðstæður urðu til þess að hann flutti sig um set. „Pabbi konunnar minnar var nýlátinn eftir veikindi og þau voru frá þessum slóðum,“ segir Helgi. Helgi fékk væna summu við undirskrift og tvöföld laun. Allt leit vel út en svo kom í ljós að allt var í tómu tjóni hjá Ulm. „Það hurfu einhverjar milljónir úr félaginu sem fór á hausinn eftir eitt ár. Ég hafði skrifað undir þriggja ára samning en eftir eitt ár var það úr sögunni,“ segir Helgi. Hann var einn af fáum sem spilaði yfir 30 leiki á tímabilinu undir stjórn fjögurra þjálfara. Helgi hélt aftur til Austurríkis og spilaði með FC Kärnten í úrvalsdeildinni. Þar gekk glimrandi vel en liðið komst í úrslit í bikarnum og vann sigur í Super Cup gegn liði Tyrol sem Joakim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, þjálfaði á þeim tíma. Eftir þrjú ár hjá Kärnten lá leiðin aftur til Pfullendorf í Þýskalandi þar sem Helgi lauk ferlinum sem leikmaður, á afar dramatískum nótum svo ekki sé meira sagt.Síðari hluti viðtalsins við Helga birtist á Vísi á næstunni Þar fer Helgi yfir lokin á leikmannaferlinum, þjálfaraferilinn og undanfarin ár í landsliðinu. Hann segir frá því hvernig hann kom inn í íslenska landsliðshópinn, samskiptin við Heimi Hallgrímsson og ótrúlegt mótlæti sem íslensku strákarnir upplifðu í upphafi undankeppninnar fyrir HM í Rússlandi. Þá fer hann yfir viðskilnaðinn við karlalandsliðið í sumar sem ollu honum miklum vonbrigðum. Íslenski boltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Helgi Kolviðsson minnir meira á slökkviliðsmann eða eldri útgáfu af Heiðari Loga snjóbrettakappa en fyrrverandi atvinnumann í knattspyrnu. Algjör „mans man“. Í fantaformi, útitekinn og líklega fyrsti maður sem þú myndir hringja í ef bíllinn bilaði, það þyrfti að flytja píanó eða slökkva elda. Þegar Heimir Hallgrímsson ákvað að hætta með karlalandsliðið í lok sumars fékk Helgi þau skilaboð frá knattspyrnusambandinu að kraftar hans væru afþakkaðir í framhaldinu. Þeir Heimir standa í stappi að fá milljónir króna frá sambandinu. Meðal annars þess vegna kíkti Helgi til landsins á dögunum. Hann vill ekkert ræða það mál enda hefur hann engar áhyggjur af því að málið leysist ekki. Helgi segist hafa skilið í góðu við öll félög í gegnum tíðina og ætlar ekki að breyta því. Honum finnst samt erfitt að vera frá fótboltanum og fær samviskubit eftir helgarnar að hafa ekki horft á tíu fótboltaleiki, eins og allajafna. „Það er mikilvægt að endurnýja batteríin,“ segir Helgi sem segja má að sé á milli starfa. Þó er hann í vinnu, rekur eitt fyrirtæki og starfar fyrir annað auk þess sem hann nældi sér í stýrimannaréttindi á dögunum. Í gær var hann svo orðaður við starf landsliðsþjálfara smáríkisins Liechtenstein. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr því. Helgi spilaði aldrei í efstu deild á Íslandi þótt hann hefði haft tækifæri til. Hann stóð með smærri liðum og treysti á loforð Atla Eðvaldssonar um að koma sér utan. Hann hefur samt glímt við ekki ómerkari leikmenn en Pavel Nedved og Zinedine Zidane, verið beðinn um að yfirgefa Hótel Borg til að skyggja ekki á heimsmeistara og er góður vinur Jürgen Klopp sem kenndi honum dýrmæta lexíu. Blaðamaður settist niður með Helga á dögunum og fór yfir sviðið. Byrjum á byrjuninni. Digranesveginum í Kópavogi. Umfjöllun úr Kópavogsblaðinu þegar tilkynnt var að ÍK hefði verið stofnað að nýju. Helgi Kolviðsson er í efri röð, þriðji leikmaðurinn frá vinstri.KópavogsblaðiðHefði verið settur á töflur Helgi flutti ásamt foreldrum sínum á Digranesveginn þegar hann var fimm ára, á því herrans ári 1976. Heimilið var rétt við Kópavogsskóla eða mitt á milli Íþróttafélags Kópavogs og Breiðabliks. „ÍK var liðið mitt. Allir strákarnir í hverfinu voru í ÍK. ÍK heimilið var beint fyrir ofan húsið okkar. Þar var ÍK bíó og félagsheimilið okkar,“ segir Helgi. Minningarnar eru greinilega margar og góðar, og lítið komst að annað en íþróttir. Handbolti, langstökk, víðavangshlaup og skíði. Helgi var mikill íþróttamaður, fékk brons í 2 km hlaupi 14 ára og yngri í Reykjavíkurmaraþoninu 1985. Hljóp vegalengdina á undir átta mínútum. „Maður hefði örugglega verið settur á töflur sem krakki,“ segir Helgi og vísar til orða Ólafs Þórðarsonar, knattspyrnukempu af Akranesi. „Maður stoppaði ekkert. Mér finnst reyndar ekkert rosalega gaman að sitja lengi. Er til dæmis vonlaus í sumarfríi að liggja í sól. Ligg í fimm mínútur og svo verð ég að fara að gera eitthvað.“ Helgi var framherji í yngri flokkum og raðaði inn mörkunum. Hann færðist svo aftar á völlinn, í bakvörð og miðjumann eftir því hvort hann var á eldra ári eða yngra. „Ég var rokkandi út um allt. Ef það var eitthvert vesen þá tók ég það hlutverk.“ ÍK-strákarnir voru sigursælir og Helgi segir níu þeirra hafa gengið alla leið upp í meistaraflokk. Ævintýrinu lauk þegar ÍK varð gjaldþrota árið 1991. Þá stofnaði HK knattspyrnudeild. Umfjöllun úr Morgunblaðinu haustið 1992 þegar HK varð meistari í 4. deild. Ejub Purisevic raðaði inn mörkunum og urðu þau 29 áður en yfir lauk.Morgunblaðið 26. september 1992Fastamaður hjá öllum liðum „Ég var með tilboð frá FH og fleirum á sínum tíma. Stjórnin bað mig um að vera áfram og ástin á félaginu var til staðar,“ segir Helgi. Sterk tengsl hafi verið á milli ÍK og HK. Kunnugleg andlit í stjórn og fór svo að Helgi og félagar slátruðu tveimur deildum á jafnmörgum árum. Vippuðu sér úr D-deild upp í B-deild. Mótspyrnan var ekki mikil í leikjum en þeim mun meiri á æfingum vegna komu tveggja leikmanna að utan árið 1992. Ejub Purisevic og Zoran Daníel Ljubicic höfðu flúið stíðið í gömlu Júgoslavíu og röðuðu inn mörkunum í gömlu 4. og 3. deildinni. „Þetta voru leikmenn í allt öðrum gæðaflokki og rosaleg áskorun fyrir okkur á æfingum. Við lærðum rosalega mikið.“ Þegar Helgi lítur til baka segir hann þetta hafa verið ákveðið leiðarstef á ferlinum. Hann hafi alltaf viljað spila með betri leikmönnum. Ég hugsaði að ég ætlaði að ná þeim. Fyrst ná þeim og svo taka fram úr þeim. Alveg sama hvort það var í útihlaupi, reitarbolta eða öðru. Ég þoli ekki að tapa og ætla aldrei að venjast því. Þrjóskan og keppnisskapið fleytti mér áfram. Þannig hafi þetta verið hjá öllum félögum og svo þegar stóra kallið kom hjá íslenska landsliðinu. „Þá var maður að spila með öllum stórstjörnunum, frábærum fótboltamönnum og atvinnumönnum. Ég var að þreyta mín fyrstu spor í atvinnumennsku og maður sagði bara ‘vá’ og ‘geðveikt’.“ Tempóið, leikskilningurinn og fótboltinn í heild hafi verið í nýjum gæðaflokki. Áskorunin hafi verið æðisleg. Þótt brekkan hafi verið brött endaði hann á að spila 30 landsleiki. „Ég fór í gegnum þetta hjá öllum félögum en varð fastamaður í liðinu hjá þeim öllum. Ef það voru 34 leikir á tímabilinu þá spilaði ég yfir 30 leiki,“ segir Helgi og þakkar fyrir að hafa verið meiðslafrír stærstan hluta ferilsins.Bætti við sig átta kílóum af vöðvum Helgi fékk smjörþefinn af fótbolta utan landsteinanna þegar hann fór átján ára til Bandaríkjanna í skiptinám. Hann hélt utan í lok tímabilsins hér heima og beint á fótboltatímabil hjá Hilton High í Rochester. „Þar fékk ég að æfa á grasi í þrjá mánuði í viðbót og bætti mig mikið. Við æfðum fimm sinnum í viku og kepptum. Allt grasvellir og svo boltavélar,“ segir Helgi. Kaninn hafi ekki verið langt kominn í fótbolta heilt yfir en á þessu svæði hafi verið góð samkeppni. Hann hafi fengið frábæran tíma til að bæta sig, bæti fótboltalega auk þess sem hann bætti vöðvamassann mikið. Um heil átta kíló þegar hann sneri aftur til Íslands voruð 1989. „Ég fékk tilboð að spila í innanhússdeild þar sem voru einhverjir 15 þúsund áhorfendur á leik. Fékk líka boð um fullan styrk en ákvað að koma heim og klára stúdentinn,“ segir Helgi.Helgi í utanyfirgalla Kärnten árið 2003 þegar liðið mætti Grindavík í Evrópuleik.Loforð Atla Eðvalds ÍK naut áfram krafta Helga fram að gjaldþrotinu 1991 og svo HK í framhaldinu. HK rúllaði upp fjórðu deildinni 1992, vann alla 17 leiki sína, Helgi var fyrirliði og setti átta mörk. Drop í hafið miðað við Ejub sem setti 29. Sigurður heitinn Hallvarðsson var þó markahæstur í deildinni með 33 mörk í búningi Hugins. HK vann fyrstu fimm leikina 1993 og hafði þá unnið 22 leiki í röð í íslensku deildakeppninni. „Ég held það sé enn þá met hvað við unnum marga leiki í röð,“ segir Helgi sem leiddi HK upp í 2. deildina gömlu, skoraði mark í öðrum hverjum leik og bar fyrirliðabandið. Helgi heitinn Ragnarsson stýrði þeim hvítu og rauðu. Atli Eðvaldsson, landsliðsfyrirliði og atvinnumaður til margra ára, tók við sem spilandi þjálfari HK fyrir tímabilið 1994. Helgi segist á þeim tímapunkti hafa verið farinn að huga að því að fara í íþróttakennaraskólann á Laugavatni. Atvinnumennskudraumurinn hafi ekki verið uppi á borðinu þá stundina. En skriffinskan fyrir skólann vafðist eitthvað fyrir honum, meðmæli bárust seint og orðið fullt þegar hann ætlaði að staðfesta skólavist sína. „Þá ákvað ég að fara bara að vinna í eitt ár, og kaupa mér bíl,“ segir Helgi. Hann var með tilboð frá Val en Atli sannfærði hann um að taka slaginn með HK í næstefstu deild. „Ég þarf á þér að halda, kláraðu sumarið með okkur og svo kem ég þér út,“ hefur Helgi eftir Atla. Það kveikti neista í Helga. „Mig hafði dreymt um þetta, að komast út. Ég kynntist öðru samfélagi í Bandaríkjunum. Mér fannst það víkka sjóndeildarhringinn, gaman að læra tungumál og fannst þetta rosalega spennandi,“ segir Helgi. Hann velti tilboði Atla fyrir sér og ákvað að „taka sénsinn.“ Sumarið 1994 reyndist HK-ingum erfitt. Liðið hafði misst Ejub og Zoran og Helgi braut rifbein í fyrsta leik tímabilsins. „Ég lenti illa þegar á ég stökk upp í skallabolta og braut tvö rifbein,“ segir Helgi sem ætlaði samt ekki að yfirgefa völlinn. Þegar hann var farinn að hrækja blóði skömmu síðar var honum skipt af velli. Þrátt fyrir tvöfalt rifbeinsbrot spilaði Helgi flesta leiki HK um sumarið þótt á hálfum hraða væri að eigin sögn. Hann skoraði fimm mörk í 17 leikjum og HK hélt sæti sínu í deildinni.Helgi Kolviðsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Mexíkó.Vísir/GettyÞjóðverjinn féll fyrir duglega Helga Atli stóð við sitt og kom Helga utan til SC Pfullendorf um haustið en liðið spilaði í þriðju deild. Fleiri Íslendingar voru á svæðinu en Helgi Sigurðsson og Sigurvin Ólafsson voru á mála hjá öðrum félögum í deildinni. „Ég ákvað að prófa þetta fram á vorið og þá gæti ég farið í íþróttakennó um haustið,“ segir Helgi. Hann fékk þó ekki leikheimild fyrr en eftir áramót og meðfram fótboltanum vann hann fyrir hádegi á stóru verkstæði sem forseti félagsins átti. „Mamma og pabbi áttu blikksmiðju á Íslandi þannig að ég kunni að sjóða og þetta helsta. Lærði það allt sem unglingur. En þeim fannst merkilegt að fótboltamaður kynni að vinna,“ segir Helgi. Hann hafi verið tekinn í góða sátt. Þýskan vafðist samt vel fyrir honum enda grunnurinn enginn. Þjóðverjinn talaði á móti enga ensku. Hann var að þéna mjög lítið og var ekki með leikheimild. „Þetta var ekki skemmtilegasti tíminn. Það var rosalega mikil þoka á þessu svæði svipað og myrkrið hérna heima. Ég vaknaði oft einn heima í íbúð og hugsaði andskotinn hvað er ég að gera hérna?“ rifjar Helgi upp. „Þetta var fyrir tíma samfélagsmiðla og maður var ekkert að hringja neitt. Svo finnst mér ekkert rosalega gaman að skrifa bréf,“ bætir Helgi við og skellir upp úr. Þegar Helgi fór að spila fór að birta til. Hann sagði forseta félagsins að hann gæti unnið heima á Íslandi með fótbolta. Hér þyrfti hann að setja alla orkuna í boltann. Aðstoðarþjálfari um fimmtugt tók Helga og nokkra til viðbótar á aukaæfingar. „Ég hugsaði að annaðhvort meikaði ég það núna sem atvinnumaður eða færi bara heim í skólann og að vinna, og spila fótbolta á Íslandi,“ segir Helgi. Uppskera vinnunnar var fyrsti atvinnumannasamningurinn.Goðsögnin Wolfgang Frank Áður en yfir lauk spilaði Helgi á fjórða hundrað leiki á þrettán árum í atvinnumennsku í Þýskalandi og Austurríki. Tengslanetið er gríðarlega stórt. „Maður þekkir einhvern alls staðar,“ segir Helgi. Skiptir engu máli hvort um er að ræða stórlið í þýsku bundesligunni eða neðri deildum austurríkis. Hann spilaði þó aldrei í efstu deild í Þýskalandi en komst nokkrum sinnum nærri því. Nürnberg og Frankfurt föluðust bæði eftir kröftum Helga á tímabili. Sömuleiðis Austria Vín í Austurríki þegar Wolfgang nokkur Frank var þjálfari liðsins. En félagaskiptin urðu ekki í tilfellunum þremur. Wolfgang heitinn Frank var lærifaðir ekki ómerkari þjálfara en Jürgen Klopp, stjóra Liverpool. Helgi og Klopp kynntust hjá þýska liðinu FSV Mainz 05 þar sem þeir spiluðu undir stjórn Frank sem fékk Helga til liðsins eftir að dæmið gekk ekki upp með Austria Vín. „Wolfgang Frank var mentor okkar strákanna hjá Mainz,“ segir Helgi. Hann hafi verið langt á undan sinni samtíð sem þjálfari. Peter Krawietz, aðstoðarmaður Klopp hjá Liverpool, hafi séð um leikgreiningu hjá Frank sem þá var öllu flóknari en í dag. Horfa þurfti á heilu leikina á VHS spólum og klippa saman. „Núna er þetta bara á kubbum og upplýsingar um andstæðing sendar í síma. En þarna var þetta algjörlega nýtt,“ segir Helgi sem spilaði með Mainz frá 1998 til 2000. Það hafi alls ekki verið gefið að leikmenn tækju vel í svona á þessum tíma. „Að þvinga svona nýja hluti upp á leikmenn getur skapað óánægju. Ef einhver er ósáttur byrjar hann að tala þetta niður. Óánægjan getur mangast upp.“ Frank féll frá árið 2013 eftir erfið veikindi. Helgi var heppinn að ná að hitta á hann á dánarbeðinu og kveðja hann. Borussia Dortmund, þá undir stjórn Klopp, var í æfingabúðum rétt hjá Helga sem heyrði í Klopp vegna veikinda Frank.Að neðan má sjá umfjöllun um Frank úr þýsku sjónvarpi þar sem þjálfararns var minnst. Meðal viðmælenda er Jürgen Klopp. „Hann sagði mér að koma og kíkja á hann, kallinum liði ekki vel. Hann sagði að Frank hefði gaman af því að sjá mig aftur. Helgi hafi farið og hitt Klopp og þeir tekið hús á Frank. Hann hafi þá verið búinn að missa málið og samskiptin farið í gegnum eiginkonu Frank. Nokkrum vikum síðar féll hann frá,“ segir Helgi. Í framhaldinu hafi Mainz strákarnir ákveðið að hittast. Fjölmargir hafa þjálfað félög í efstu tveimur deildum Þýskalands. „Ég held við séum tíu eða ellefu úr tuttugu manna hópnum hjá Mainz sem er enn tengdur inn í fótboltann. Það urðu rosalega margir þjálfarar,“ segir Helgi. Frank lagði mikið upp úr taktík og andlegri þjálfun. Fengu allir leikmenn möppu með ljósritum og upplýsingum. Helgi segir fingrafar Frank að finna hjá þeim öllum í dag og flestir eigi enn möppu frá Frank. Enginn hefur náð lengra en Klopp sem er einn dáðasti knattspyrnuþjálfari heimsins í dag.Jürgen Klopp, þá þjálfari Mainz, fagnar hér sigri á Keflavík Laugardalsvelli með leikmönnum sínum.Vísir/EPASérfræðingur í að vera hann sjálfur Helgi lýsir Klopp sem frábæri en sérstakri persónu. „Hann var ekki sá besti í fótbolta en hafði rétta hugarfarið. Hann var lengi senter en spilaði bakvörð við hliðina á mér hjá Mainz. Hann var rosalega grimmur og góður skallamaður, klókur leikmaður. Tilfinningarnar voru kannski ekki alltaf í lagi inni á vellinum en það er bara hans karakter.“ Flestir sem fylgjast með fótbolta vita hvað Helgi á við. Klopp lifir sig inn í leikina, styður þétt við bak leikmanna sinna, knúsar þá og faðmar og leiðbeinir. Þá er hann í góðu sambandi við stuðningsmennina. Ástríðan er svakaleg. „Jürgen Klopp er sérfræðingur í að vera hann sjálfur. Það er ekkert show-off,“ segir Helgi. Þannig eigi maður líka að vera. „Það kaupir það enginn ef maður ætlar að leika einhverja týpu sem maður er ekki.“ Þeim Klopp er vel til vina þótt þeir hittist ekki oft.Helgi ræddi samskiptin við Klopp í Íslandi í dag árið 2015. „Þegar við hittumst er eins og það hafi síðast verið í gær. Hann sagði einhvern tímann um mig að ef það kæmi frí þá gæti hann farið með mér í frí á morgun.“ Klopp hefur komið til Íslands, oftar en einu sinni. Hann stýrði Mainz til sigurs gegn Keflavík á Laugardalsvelli árið 2005. Þá hefur hann skellt sér norður yfir heiðar í seinni tíð og farið í skíðafrí.Helgi Kolviðsson og Lárus Orri Sigurðsson sýndu blaðamanni og ljósmyndara Dags árið 1998 hvað þeir voru með um hálsinn. Helgi var með íslenska rún sem táknaði sigur. Sama dag gerði Ísland 1-1 við Frakkland.DagurLykilsetning hjá Gauja Þórðar Á leikmannaferlinum leið Helga aldrei betur en í búningi íslenska landsliðsins. Helgi spilaði aðeins tvisvar fyrir 21 árs landsliðið en áður en yfir lauk urðu A-landsleikirnir 30. „Mamma segir að þegar ég var fjögurra eða fimm ára hafi ég sagst ætla að verða atvinnumaður. Ég kem ekki úr stærstu fjölskyldunni, ekki margir ættingjar sem hafa verið í fótbolta. Jón Arnar tugþrautakappi er skyldur mér svo það er eitthvað sport í genunum,“ segir Helgi og hlær. Guðjón Þórðarson tók við íslenska landsliðinu sumarið 1997 og var Helgi lykilmaður undir stjórn Gauja. Þá var umgjörð í kringum landsliðið allt önnur. Einn þjálfari og Stefán Stefánsson sjúkraþjálfari sem Helgi segir að hafi í raun líka verið aðstoðarþjálfari. „Það sem Gaui setti upp var einfalt en það virkaði fyrir okkur. Leikskipulagið og svo aginn,“ segir Helgi. Guðjón hafi lagt upp með að spila einfaldan fótbolta, svipað og landsliðið hafi gert undanfarin ár. „Við vorum ekki með þá tækni að geta grínast og verið með sýningu,“ segir Helgi. Hann minnist sérstaklega einnar setningar frá Guðjóni.Engin þversendingin á eigin vallarhelmingi! Við lögðum leikinn upp með föstum leikatriðum segir Helgi og minnist á mark Ríkharðs Daðasonar gegn þáverandi heimsmeisturum Frakka á Laugardalsvelli 1998. „Við vissum að Barthez hefði gaman af því að koma út í teig og hirða boltann.“ Eins og alþjóð veit stillti Eyjólfur Sverrisson sér upp til að hindra að Barthez kæmist í fjörutíu metra sendingu Rúnars Kristinssonar inn á teiginn. Ríkharður skallaði í tómt markið og áhorfendur á Laugardalsvelli og víða um heim trúðu ekki sínum eigin augum. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Helgi minnist rimmu sinnar við Zinedine Zidane á miðjunni hjá heimsmeisturunum. „Maður var vanur því að láta finna fyrir sér en ég bara náði honum ekki,“ segir Helgi. Hann hafi aðeins getað reynt að hægja á franska snillingnum og vona að hann kæmi boltanum á samherja. „Ef þú tekur skrefið á móti Zidane þá er hann farinn. Hann bíður eftir því. Þú þurftir að hægja á honum,“ segir Helgi. Þá hafi Deschamps verið vanmetinn leiðtogi á miðjunni, ekki stór en með mikla yfirverð. „Hann stýrði liðinu eins og Aron (Einar Gunnarsson) gerir í íslenska liðinu.“Deschamps bað strákana að fara Eftir leik fóru leikmenn Íslands út að skemmta sér. Helgi þurfti fyrst að fara í lyfjapróf. „Ég hljóp eins og tittlingur í leiknum og drakk svo þrjá og hálfan lítra af vatni,“ segir Helgi. Loksins tókst honum að kasta af sér vatni en var langt á eftir hinum í liðinu að fara niður í bæ. Hann hélt á Hótel Borg og þar voru saman komnir heimsmeistarar Frakka og leikmenn Íslands. „Ég gekk inn með Rikka Daða og það var eins og við værum heimsmeistararnir,“ segir Helgi. Deschamps hafi komið að máli við sig og spurt hvort við værum ekki til í að fara annað. „Síðan þið komuð hingað lítur enginn við okkur,“ hefur Helgi eftir Deschamps sem í dag er landsliðsþjálfari Frakka. „Mér fannst þetta auðvitað fyndið, við hlógum bara og skáluðum. Hann var fyndinn tíma. En árin í landsliðinu eru tími sem gleymist aldrei.“ Íslenska liðinu gekk vel undir stjórn Guðjóns og flaug upp heimslistann. „Við vorum í 43. sæti á listanum. Ég man það svo vel því ég var að spila í Austurríki og þeir voru í 48. sæti. Ég gat minnt á það í viðtölum,“ segir Helgi og skellir upp úr. Helgi er einn örfárra landsliðsmanna Íslands sem spilaði aldrei í efstu deild. Tilboðin voru til staðar en hann hélt tryggð við ÍK og HK. „Maður getur auðvitað spurt eftir á, hefði ég átt að fara í sterkari lið? Fá meiri áskorun? En kannski hefði ég ekkert komist út. Ég tók þessa leið og að hafa endað sem landsliðsmaður, bara á viljanum, var þvert á það sem allir bjuggust við. Ég held að það geti verið innblástur fyrir aðra.“Helgi í baráttunni í 4-0 tapinu gegn Tékkum ytra. Hér stöðvar hann Pavel Nedved sem átti þó síðasta orðið í leiknum með tveimur geggjuðum mörkum.Getty/David RawcliffeAugun opnuðust í Tékklandi Annar snillingur sem Helgi spreytti sig gegn var Tékkinn Pavel Nedved. Hann var í aðalhlutverki þegar Tékkar tóku Íslendinga í 4-0 kennslustund árið 2000. Þá lék landsliðið undir stjórn Atla Eðvaldssonar. „Augu mín opnuðust í þessum leik,“ segir Helgi. Hann hafði aldrei upplifað annað eins. Þvílíkur leikmaður. Nedved skoraði tvö mörk í leiknum sem sjá má í síðari hluta myndbandsins. „Ég hafði þarna aldreii kynnst leikmanni sem gat hlaupið meira en ég eða var sterkari. Ég mætti ekki mörgum svoleiðis á ferlinum. En í þessum leik þá var hann ekki bara betri en ég í fótbolta, ég vissi það nú fyrir, heldur var hann gríðarlega sterkur, hljóp miklu meira en ég og var fljótari í öllu en ég.“ Helgi klóraði sér í kollinum og spurði í framhaldinu frjálsíþróttaþjálfara hvað væri eiginlega málið. Sá var að þjálfa einn fremsta grindahlaupara Austurríkis, Elmar Lichtenegger. Helgi spurði hvað Nedved væri að gera öðruvísi. Það væri ekki fræðilegur að hann æfði meira, því Helgi væri að æfa tvisvar á dag með liði sínu. Þjálfarinn benti Helga á að Nedved væri í einstaklingsmiðaðri þjálfun. Þá kviknaði á perunni hjá Helga sem var ekki vanur öðru en að allir leikmenn æfðu eins. Hann kynntist mörgum undirbúningstímabilum, náði þeim öllum enda heppinn með meiðsli, og rifjar upp hlaupin í Þýskalandi. „Stundum hlutum við 15 kílómetra um morguninn, vorum í hoppum og svo tókum svipaðan seinni partinn. Það endaði með því að fjórri lágu eftir með hita og skjálfta. Ég gat alveg hlaupið með fremstu mönnum en ég hugsaði með mér að þetta væri algjör vitleysa. Ég var kannski með púlsinn 150 en horfði svo á liðsfélaga sem voru að drepast. Þetta rústaði nokkrum félögum mínum.“ Í dag sé þetta svo augljóst. Jóhann Berg Guðmundsson og Kári Árnason séu ólíkir leikmenn að öllu leyti. Það gangi ekki upp að þeir fylgi sama æfingaprógrammi. Þetta viti allir í dag en ekki fyrir tveimur áratugum þótt Ítalarnir hafi verið komnir lengst með þetta, en Pavel Nedved spilaði með Juventus á þessum tíma. Í Þýskalandi æfðu allir eins. „Ég var með mikla snerpu þegar ég var yngri, keppti í langstökki og spretthlaupi. Þessi löngu hlaup rústuðu snerpunni hjá mér. Ég varð svakalega þungur. Ég hefði getað hlaupið þrjá hálfleika en til hvers? Mig vantaði sprengikraft.“Helgi vinnur skallaeinvígi í leik með Kärnten gegn Feyenoord í UEFA-bikarnum árið 2003.Getty/Guenter R. ArtingerBundesligu-draumurinn rættist aldrei Helgi spilaði sinn fyrsta leik í Þýskalandi 1994 með Pfullendorf og eftir flakk til Austurríkis og Þýskalands lauk hann ferlinum á sama stað. Með Pfullendorf. Á leiðinni voru alls kyns ævintýri en draumur Helga var alltaf að komast í lið í þýsku bundesligunni. Hann er sannfærður um að hann hefði plummað sig vel þar. Nürnberg var fyrsta liðið sem horfði hýru auga til Helga árið 1996. Liðið var í ströggli í þýsku annarri deildinni en sögufrægt félag sem Helga leist vel á að ganga til liðs við, jafnvel þótt í stefndi að það félli niður í c-deild. „Hermann Gerland vildi fá mig og ég átti bara eftir að skrifa undir,“ segir Helgi. Gerland er í dag yfir íþróttasvæði Bayern München. Liðið féll, Gerland var rekinn og nýr þjálfari sýndi Helga engan áhuga.Ég hugsaði hver andskotinn! Wolfgang Frank vildi fá Helga til stórliðs Austra Vín þegar Helgi spilaði með Lustenau í Austurríki. Lustenau hafði komist upp í efstu deild og Helgi vakið athygli fyrir frammistöðu sína. „Aftur stór klúbbur en svo fór Wolfang Frank til Mainz svo það datt upp fyrir,“ segir Helgi sem gekk í staðinn til liðs við Mainz í þýsku 2. deildinni. Eftir afar góða frammistöðu hjá Mainz hafði Felix Magath, þjálfari Frankfurt, samband og vildi fá Helga. Frankfurt er stórlið og var í efstu deild í Þýskalandi. „Það var búið að ganga frá öllu,“ segir Helgi en peningamisferli hjá félaginu varð til þess að þýska knattspyrnusambandið bannaði öll félagaskipti hjá Frankfurt. Helgi reyndi hvað hann gat, bauðst til að gefa eftir peninga sem áttu að fara í hans hlut. Hann langaði svo í Bundesliguna. „Það var svo erfitt að komast í Bundesliguna. En ef ég kæmist þangað hafði ég engar áhyggjur,“ segir Helgi sem bauðst til að gefa allt eftir ef félagaskiptin færu í gegn. Forráðamenn Mainz voru ekki á því að koma til móts við hann. Þeir vildu fá allan þann pening sem í boði var fyrir Helga sem hafði verið valinn einn af fimm bestu varnarmönnum í deildinni. Um sumarið fór Helgi til Íslands og var á snjóbretti á Snæfellsjökli þegar símtal barst frá Mainz í farsíma af gamla skólanum. SSV Ulm í þýsku b-deildinni vildi fá Helga. „Þeir eru búnir að gera allt vitlaust hérna, þeir vilja fá þig,“ sagði Christian Heidel yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu við Helga. Heidel er nú í sömu stöðu hjá stórliði Schalke 04. „Það var eitthvað innra með mér sem sagði nei,“ segir Helgi en ytri aðstæður urðu til þess að hann flutti sig um set. „Pabbi konunnar minnar var nýlátinn eftir veikindi og þau voru frá þessum slóðum,“ segir Helgi. Helgi fékk væna summu við undirskrift og tvöföld laun. Allt leit vel út en svo kom í ljós að allt var í tómu tjóni hjá Ulm. „Það hurfu einhverjar milljónir úr félaginu sem fór á hausinn eftir eitt ár. Ég hafði skrifað undir þriggja ára samning en eftir eitt ár var það úr sögunni,“ segir Helgi. Hann var einn af fáum sem spilaði yfir 30 leiki á tímabilinu undir stjórn fjögurra þjálfara. Helgi hélt aftur til Austurríkis og spilaði með FC Kärnten í úrvalsdeildinni. Þar gekk glimrandi vel en liðið komst í úrslit í bikarnum og vann sigur í Super Cup gegn liði Tyrol sem Joakim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, þjálfaði á þeim tíma. Eftir þrjú ár hjá Kärnten lá leiðin aftur til Pfullendorf í Þýskalandi þar sem Helgi lauk ferlinum sem leikmaður, á afar dramatískum nótum svo ekki sé meira sagt.Síðari hluti viðtalsins við Helga birtist á Vísi á næstunni Þar fer Helgi yfir lokin á leikmannaferlinum, þjálfaraferilinn og undanfarin ár í landsliðinu. Hann segir frá því hvernig hann kom inn í íslenska landsliðshópinn, samskiptin við Heimi Hallgrímsson og ótrúlegt mótlæti sem íslensku strákarnir upplifðu í upphafi undankeppninnar fyrir HM í Rússlandi. Þá fer hann yfir viðskilnaðinn við karlalandsliðið í sumar sem ollu honum miklum vonbrigðum.
Íslenski boltinn Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira