Glæfralegar yfirlýsingar þingmanna munu draga dilk á eftir sér Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2018 21:16 Logi Einarsson segir að yfirlýsingar um meint hrossakaup með sendiherrastöður verði ræddar á þinginu. vísir/vilhelm Logi Einarsson segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. Ljóst er að uppljóstranir sem byggðu á leynilegum upptökum þar sem forkólfar Miðflokksins fóru mikinn í samtali við þingmenn Flokks fólksins munu draga dilk á eftir sér. Þar lýsir meðal annars Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, til að mynda hrossakaupum sem snúa að skipan sendiherra, þeirra Árna Þórs Sigurðssonar Vinstri grænum og Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. DV og Stundin birtu í kvöld fréttir upp úr samtali þingmannanna úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar þar sem þingmennirnir sátu. Gunnar Bragi lýsti því yfir að hann teldi sig eiga frátekið sendiherraembætti fyrir að hafa komið Geir til Washington. Þá var Inga Sæland hrakyrt svo mjög að varla er hægt að hafa það eftir.Ömurlegt að lesa Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ömurlegt að lesa þetta. Og telur óhjákvæmilegt að þetta komi til umfjöllunar á Alþingi. Hvernig nákvæmlega, vissi hann ekki þegar Vísir ræddi við hann í kvöld, í kjölfar tíðindanna. „Jahh, ég geri nú fyrst ráð fyrir því að þingflokkur Flokks fólksins eigi ýmislegt ósagt hvert við annað. Öðru lagi geri ég ráð fyrir að einhverjir þingmenn muni kveða sér hljóðs og biðja Ingu Sæland afsökunar á orðbragði sínu og í þriðja lagi hljóta meint hrossakaup með sendiherrastöður að verða ræddar,“ segir Logi. Formaður Samfylkingarinnar, sem ekki býr að langri þingreynslu í sjálfu sér, segir þetta koma sér í opna skjöldu. Og segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að svona gerðust kaupin á eyrinni þegar sendiherraembættum er úthlutað.Biðji Friðrik Ómar afsökunar Logi segir ennfremur að Gunnar Bragi ætti einnig að biðja tónlistarmanninn Friðrik Ómar Hjörleifsson afsökunar, en á upptökunni má heyra Gunnar Braga segja að Geir hafi sloppið „í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari“, þegar hann ræðir um eftirmála þess að hann skipaði þá Geir og Árna Þór sendiherra. Alþingi Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Logi Einarsson segir ömurlegt að lesa níð um Ingu Sæland og hrossakaup með sendiherrastöður. Ljóst er að uppljóstranir sem byggðu á leynilegum upptökum þar sem forkólfar Miðflokksins fóru mikinn í samtali við þingmenn Flokks fólksins munu draga dilk á eftir sér. Þar lýsir meðal annars Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, til að mynda hrossakaupum sem snúa að skipan sendiherra, þeirra Árna Þórs Sigurðssonar Vinstri grænum og Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. DV og Stundin birtu í kvöld fréttir upp úr samtali þingmannanna úr leynilegum upptökum sem voru gerðar á hótelbar þar sem þingmennirnir sátu. Gunnar Bragi lýsti því yfir að hann teldi sig eiga frátekið sendiherraembætti fyrir að hafa komið Geir til Washington. Þá var Inga Sæland hrakyrt svo mjög að varla er hægt að hafa það eftir.Ömurlegt að lesa Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir ömurlegt að lesa þetta. Og telur óhjákvæmilegt að þetta komi til umfjöllunar á Alþingi. Hvernig nákvæmlega, vissi hann ekki þegar Vísir ræddi við hann í kvöld, í kjölfar tíðindanna. „Jahh, ég geri nú fyrst ráð fyrir því að þingflokkur Flokks fólksins eigi ýmislegt ósagt hvert við annað. Öðru lagi geri ég ráð fyrir að einhverjir þingmenn muni kveða sér hljóðs og biðja Ingu Sæland afsökunar á orðbragði sínu og í þriðja lagi hljóta meint hrossakaup með sendiherrastöður að verða ræddar,“ segir Logi. Formaður Samfylkingarinnar, sem ekki býr að langri þingreynslu í sjálfu sér, segir þetta koma sér í opna skjöldu. Og segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að svona gerðust kaupin á eyrinni þegar sendiherraembættum er úthlutað.Biðji Friðrik Ómar afsökunar Logi segir ennfremur að Gunnar Bragi ætti einnig að biðja tónlistarmanninn Friðrik Ómar Hjörleifsson afsökunar, en á upptökunni má heyra Gunnar Braga segja að Geir hafi sloppið „í gegnum þetta eins og smjör á smokknum hjá honum þarna Friðriki Ómari“, þegar hann ræðir um eftirmála þess að hann skipaði þá Geir og Árna Þór sendiherra.
Alþingi Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17