Garðar er reynslumikill leikmaður sem hefur spilað 234 meistaraflokksleiki á Íslandi og skorað í þeim 101 mark. Hann lék með Val áður en hann fór út í atvinnumennsku en hefur síðustu ár spilað með uppeldisfélaginu ÍA.
ÍA vann Inkassodeildina síðasta sumar og spilaði Garðar 14 deildarleiki með ÍA á síðasta tímabili. Hann ákvað hins vegar í haust að færa sig um set og ganga til liðs við lið á höfuðborgarsvæðinu.
Markakóngur til liðs við Val! Garðar Gunnlaugson hefur gert samning við Val út keppnistímabilið 2019. #fotboltinet#fotboltinetRT#433_is#ruvithrottir#ksi#pepsideildinhttps://t.co/PsOWoNPqq3pic.twitter.com/289HX6GqbM
— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) November 28, 2018